Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 22
1 mörgum löndum er lögð mikil áherzla á það, að auglýsingar þær, sem kaupfélögin birta, séu sem smekkleg- ast úr garði gerðar, bæði um orðalag og útlit. Sum samvinnusamböndin, t. d. samvinnusambönd Dana, Svía og Svisslendinga, hafa sérstakar auglýs- ingadeildir starfandi. Þar vinna mjög færir teiknarar og sérfróðir menn um auglýsingar. Deildir þessar annast ekki aðeins auglýsingar fyrir framleiðslu- vörur sambandanna, heldur stuðla þær og að því, að auglýsingar þær, sem kaupfélögin sjálf birta í blöðum og tímaritum og á auglýsingaspjöldum í búðunum, séu sem smekklegastar. — Með þessum hætti hefur sums staðar tekizt að skapa eina allsherjarstefnu í auglýsingum fyrir samvinnufélögin í heild, t. d. í Sviss. Svisslendingar nota mjög auglýsingaspjöld til þess að aug- lýsa framleiðsluvörur samvinnumanna og þykir þeim hafa tekizt að gera aug- lýsingarnar listrænar og eftirtektar- verðar. Með þeim hætti gera þær og mest gagn. Myndirnar hér á þessari blaðsíðu sýna nokkur auglýsingaspjöld svissneska kaupfélagasambandsins. F.ru þau ætluð til þess að vekja athygli á eiristökum framleiðsluvörum og vöru- merkjum sambandsins. Spjöld þessi eru í hverri kaupfélagsbúð í landinu og þau gera hvort tveggja í senn, prýða búðirnar og minna viðskiptamennina á framleiðsluvörur sambandsins. —o— Hér hjá okkur skortir mjög samræm- ingu í auglýsingum samvinnumanna og fyrirtækja þeirra. Allmiklu fé mun eytt árlega fyrir auglýsingar, en ekki verður sagt að allar þær auglýsingar geri eins mikið gagn og efni annars standa til. Mjög virðist athugandi, að samræma auglýsingar samvinnu- manna, svo og vörumerki á framleiðslu ræmd auglýsingastarfsemi getur haft mjög mikla þýðingu fyrir fjöldasam- tök eins og samvinnuhreyfinguna og sé útgjöldum til slíkrar starfsemi í hóf stillt, getur hún vissulega stuðlað að aukinni samheldni samvinnumanna um fyrirtæki sín og þannig orðið til þess að efla þau og styrkja. Margir kaupsýslumenn og framleiðendur telja auglýsingarnar naumast koma til greina meðan eins árar í verzlun lands- manna og nú um hríð. Eftirspurnin eftir nær öllum vörum er meiri en en framboðið. Vissulega ber að taka tillit til slíkra ástæðna í auglýsinga- starfsemi, en eigi að síður er mjög vafa- samt að rétt sé fyrir framleiðslufyrir- tæki og verzlanir að leggja niður aug- lýsingar með öllu. Bandaríkjamenn eru mestu auglýsingamenn heims og auglýsingatækni þeirra er mjög full- komin. Vafalaust verja bandarísk fyrir- Framhald á bls. 23. samvinnuverksmiðjanna, þannig, að auglýsingarnar beri það jafnan með sér að það séu samvinnufélögin, sem að þeim og framleiðslunni standa. Smekk- leg auglýsingaspjöld í kaupiélagsbúð- unum eru og vel til þess fallin, að minna samvinnumenn landsins á fram- leiðslu samvinnuverksmiðjanna og nauðsyn þess, að þeir láti þær sitja fyrir viðskiptum sínum. Slík auglýsinga- spjöld — ef þau væru vel úr garði gerð, svo sem þau, sem myndirnar sýna — mundu auk þess prýða búðirnar og vera til augnagamans fyrir starfsfólk og viðskiptamenn. —o— Hér á landi gætir allmjög þeirrar skoðunar, að fé, sem greitt er í auglýs- ingakostnaði, sé illa varið. Vafalauster, að æði oft fá auglýsendur ekki það fyr- ir fé sitt, sem efni annars standa til. Er sökin oftast þeirra sjálfra, er þeir hafa ekki gætt þess sem skyldi að gera aug- lýsingarnar þannig úr garði að þær nái settu marki, að vekja athygli við- skiptamannanna og örva eftirspurn eftir vörutegundum. Listræn og sam- 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.