Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 14
Djá Lá-já, lögreglustjóri Sönn saga frá Kína ÓLAFUR ÓLAFSSON, kristniboði, hefur skráð þessa frásögn fyrir Sam- vinnuna. Amerikumaðurinn Jonathan Goforth starfaði um margra ára slieið að kristni- boði i sama héraði i Kina og við. Var hann ágeetur maður og naut mikils álist meðal Iiinverja. — Söguna um Djá Lá-já hef eg eftir honum. DJÁ LÁ-JÁ hét lögreglustjórinn í Hjun- hjcn. Menn í hans stöðu verða að vera kjarkmiklir og samvizkulausir athafnamenn. Laun hefur hann engin, en hefur keypt em- bættið fyrir ærið fé. Tekna verður hann að afla sér með góðu eða illu móti. Hann tekur því höndum saman við undirtyllur sínar, sem hið opinbera launar ekki heldur. Ekki verður tölu komið á undirtyllur hans Hann hefur þá eins og fálmanga um allt umdæmið. Þeir eru allsstaðar sívakandi ef ske kynni að einhvers hagnaðar sé von. Morðmál, einkanlega standi það í ein- hverju sambandi við ríka menn, þykja hinn mesti hvalreki. Þeir, sem sekir eru um morð og aðra stórglæpi, borga gjarna aleigu sina til þess að komast hjá málaferlum. Lögreg'u- stjórinn og undirtyllur hans sjá um að fregn ir al glæpnum berist ekki til æðri staða. en eru ekki lítilþægir, þegar samið er við þá um borgun fyrir slíkan greiða. En sé farið með mál eins og lög standa til, gefast þeim samt næg tækifæri til að þiggja mútur, og era ekki látin ónotuð. „Verðir laga og réttar" í Kína eru fund- vísir á úrræði til fjáröflunar. Eitt úrræðið til þess hefur þótt einna arðvænlegast. Nokkr- um mönnum kemur saman um að láta ein- liverjum efnamanninum blæða ofurlítið. Þeir leggja að nóttu til dauðan mann fyrir utan dyrnar hjá honum, koma svo um morguninn og spyrja, heldur b)Tstir, eftir húsbóndanum. Hann á sér einskis ills von og hefur heldur engan miska gert. En með því að hann getur ekki afsannað að hafa myrt manninn, seg- ist lögreglustjóri neyðast til að láta liand- taka hann, meðan rannsókn fari fram. Mað- urinn sleppur ekki úr greipum hans fyrr en hann hefur borgað sinn síðasta eyri. Djá Lá-já var svo slunginn lögreglustjóri, að hann var að ýmsu leyti valdameiri en yfir- boðari hans, sjálfur héraðsstjórinn. Reyndist ekki erfitt að fara í kringum hann. „Það er hægt að blekkja yfirboðara sína, en ekki undirtyllur," segir kínverskt máltæki. — Djá Lá-já lögreglustjóra var farið að förl- ast sýn, er hann var um fimmtugt. Og hér dugðu engar mútur. Fáum árum síðar var hann orðinn blindur, en annar maður tek- inn við embættinu. Nú sat yfirvaldið sjálfur í sama myrkrinu og fangarnir lians, og gafst nóg næði til að hugsa um sínar eigin yfir- troðslur. HINGAÐ var sögu hans komið, þegar kristniboðslæknirinn og eg komum til Hjunhjen. Við fengurn góðar viðtökur hjá héraðsstjóra og þáðum hjá honum góðgerðir. Minntist hann þá á gamla lögreglustjórann sinn, og óskaði þess, að læknirinn liti á hann. Djá Lá-já lét ekki bíða eftir sér. Læknirinn sá strax, að með uppskurði mundi hægt að gefa lionum sjónina aftur. Orð fá ekki lýst fögnuði hans. „Viljið þér ekki gera skurð- inn strax, læknir?“ sagði hann. „Eg er ril- búinn." Læknirinn kvað engin tök vera á jrví. Sárin mundu ekki gróa á skemmri tíma en tveimur vikum, en við gátum ekki staðið við lengur en tvo daga. Það var Djá Lá-já rnikil vonbrigði. Hann var ekki fyrr farinn út úr dyrunum, en hann tók að úthúða lækninum með verstu skammaryrðum, en var þó óviss um, hvort heldur ætti að bregða honum um undan- drátt eða lygi. Hálfu ári síðar fórum við aftur til Hjun- hjen og dvöldum þar tvær vikur. Skurður- inn á augum lögreglustjórans heppnaðist vel. Hann leyndi heldur ekki gleði sinni og þakk- látssemi, enda hafði hann nú fengið fulla sjón aftur. Þetta reyndist okkur ágætt tækifæri til að flytja honum boðskap fagnaðarerindisins um kærleiksráðstafanir Guðs, syndugum mönn- um til hjálpræðis. Honum fannst það óskilj- anlegt, að Guð elskaði jafnt góða menn og vonda og hann var sannfærður um að hegn- ing hlyti að bíða hans hinum megin, ekkert annað cn vægðarlaus hegning. Við sýndum honum fram á, að úr því að Guð hefði sent son sinn til að leggja lífið í sölurnar fyrir okkur, þá þyrfti enga frekari sönnun fyrir þvl, að hann er fús til að fyrirgefa iðrandi syndara og taka okkur í sátt. Smám saman rofaði fyrir sálarsjónum þessa tiguðlega manns. Hann vildi um fram allt bæta fyrir brot sín, að svo miklu levti sem jrað var mögulegt, og sættast við Guð og menn. Djá Lá-já var fyrsti maðurinn, sem tók kristna trú í Hjunhjen. Síðar fylgdu margir í spor hans. HJUNHJEN hefur verið langt aftur í aldir miðstöð skurðgoðadýrkunar í norður- hluta Honanhéraðs. Þar er til dæmis gyðjan fræga, sem sagt er að ráði barneignum. Kín- verskur maður getur vart til þess hugsað að fara svo úr heimi þessum, að hann ekki láti eftir sig son, er beri svo fram fórnir bæði á leiðinu og í feðraliofinu. Eigi hann ekki son á lífi, er sjái honum á þennan liátt fyrir framfæri í dáinsheimum, mundi hann verða hælislaus beiningamaður þar um alla eilífð. Honum er óljúft að liugsa til þess, jafn aum og ævi beiningamannsins er í Kína. Ekki koma dætur í sona stað í þessum efnum fremur en öðrum. Dætur eru foreldrum sín- um lítt viðkomandi eftir að þær giftast, og er litið á þær sem börn tengdaforeldra þeirra. En sonarskyldan nær út yfir gröf og dauða. Eignist kínversk hjón ekki son, verður mað- urinn að útvega sér aðra konu. Eignist hann enn ekki son, fær hann sér þriðju konuna, ef fjárhagur leyfir. Undir slíkum kringum- stæðum er fjölkvæni ekki aðeins afsakanlegt, að dómi Kínverja, heldur sjálfsagt, livað sem nýjum lagasetningum kann að líða. Tilbiðjendur gyðjunnar í Hjunhjen eru nær einvörðungu lijón, sem eiga aðeins einn son eða engan. Þau jrnrfa ekki að kosta miklu til. Þau fórna brúðu, sem hefur verið gerð úr pappír, en fá í staðinn drengi með holdi og blóði. Þó getur það brugðist! (Framhald á bls. 25.) 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.