Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 8
einn Vár gárds-nemanda við skóla sinn, má nefna það, að í málgagni Námsdeildarinnar. „Vár tidning“, birtist að jafnaði skrá yfir tilfærslu nemendanna milli starfs og staða. Er það fróðlegur lestur nemendahópnum í heild, og vitað fyrir víst, að margir leita þessa fesefnis jafnan fyrst, af mik- illi áfergju. Hefur þetta m. a. áreiðan- lega heilbrigð og hvetjandi áhrif á viðkomandi einstaklinga um að standa sig sem bezt. Tímaritið er skemmti- legur vettvangur fyrir umræður skóla- stjóra, kennara, nemenda o. fl. um samvinnufræðslustarfið í heild, mark- mið þess og leiðir, og alveg sérstak- lega — auðvitað —• í sambandi við Vár gárd, enda sjáið þið samrœmið í nafn- giftinni, en mynduð þó lieyra enn bet- ur, ef rétt er sagt! Áherzlan (með til- finningu!) á að vera „vár“, segir Elldin rektor! Ómæld mun vera sú lijálp og leið- beining, sem Vár gárd hefur veitt mörgum nemendum sínum eftir að skólavist lauk. Og vel mun það verka á margt ungmennið, að vita að yfir því er vakað á kærkominn hátt, af velvilja, hjálpsemi og skilningi. Mörg námskeið. Frá upphafi lxefur það tíðkast á Vár gárd, að tölusetja eftir tegund öll helztu námskeið, er þar liafa verið haldin. í almanaki skólans fyxir 101 <S er sýnt m. a., að fyrir síðustu áranrót átti að vera lokið 85. námskeiðinu fyr- ir ah'reiðslufólk — 24. frarnhaldsnam- O skeiðinu fyrir þá, er sótt hafa fyrri námskeið í ýmsum efnurn — 104. stjórnarvikunni — 26. fulltrúaráðsvik- unni — 25. námshringastjóravikunni — 25. vikunni fyrir starfsmenn kjöt- búða — 10. endui'skoðendavikunni — 10. deildarstjóravikunni — 10. skrif- stofumannavikunni — 9. iðnaðarvik- unni o. s. frv. Það ber að athuga í þessu sambandi, að sundurgreining námskeiðanna hefur orðið æ meiri og rneiri, er tímar liðu, svo lægri tölurn- ar gefa ekki rétta hugmynd um fræðslu í viðkomandi fagi, sem áður hefur þá verið tekið með öðrum náms- greinum. Framanskráð upptalning nær þó aðeins skammt til þess að sýna fjöl- breytileik verkefna Vár gárds. Þar hafa verið haldin fjórtán námskeið fyrir lýðháskólanemendur — 12 al- menn æskulýðsnámskeið — námskeð fyrir verkstjóra, húsmæður, veitinga- fólk, iþróttakennara o. fl. o. fl., sem of langt mál yrði upp að telja. Þá munu og ótalin vera öll þau mót og samkundur, sem árlega njóta velvilj- aðrar fyrirgreiðslu skólans og starfs- liðs lians, því æ fastar og fastar er sótt á um þetta af ýmsum aðilum vegna þess, að raunar er hvergi í slíkt liús að venda með tilliti til næstunr alls, er nreð þarf á slíkum mannamótum til menningarauka viðkomandi fólki. Mjög algengt er, að skotist sé út á \7ár gárd um helgar t. d. á laugar- dögum, og ýmis konar félagsráðstefn- ur haldnar franr á sunnudagskvöld. Þykir slíkt jafnari hin ákjósanlegasta hressing, liæði andlega og líkamlega. Heyrði ég um það marga vitnisburði þann tíma, sem ég var á Vár gárd. Hverjr lialda „lieim að Hólum“? Eftir þessa athugun á námsgrein- um, er ekki ófróðlegt að liuga lítil- lega að því, liver aðsókn Iiefur verið að Vár gárd, og livers konar fólk hefur lagt leið sína þangað. I frásögn af Vár gárd í ársskýrslu K. F. 1947, er það upplýst, að á því ári liafi samtals 1185 sótt námskeið skólans. Þar af voru 803 starfsmenn kaupfélaga, 114 unnu lijá samvinnu- sambandinu, 150 voru stjórnendur, fulltrúaráðsmenn, endurskoðendur og aðrir trúnaðarmenn samtakanna, en hinir 118 ýmsir aðrir Svíar og útlend- ingar. Sama heimild greinir frá því, að á þeim 23 árum, sem skólinn hafði þá starfað, hafi samtals 22.534 sótt þau námskeið, er staðið liafa lieila viku eða lengur. Aðalskipting þessa hóps er þannig: 5.198 sóttu námsk. fyrir afgreiðslufólk 2.080 — — — deildarstjóra 1.024 — — — kaupfélagsstjóra 6.200 — — — aðra starfsmenn 2.467 — — — stjórnarnefndamenn 3.219 — — — aðra trúnaðarmenn 2.340 — önnur námskeið 22.534 samtals, eða næstum 1 þús. að meðal- tali á ári. Til þess að Iiressa upp á nýráðið fólk hjá kaupfélögunum — yfirleitt ungt, sem lítið eða ekkert veit um sam- vinnusamtök — voru lialdin fyrir það nokkurs konar skyndi- eða hraðnám- skeið í samvinnufræði; samtals 25 kenslustundir. Sýnir þetta m. a., að forsvarsmenn sænskra samvinnusam- taka kæra sig ekki um starfsmenn, er ekki bera neitt skynbragð á anda og starfsaðferðir samvinnuhreyfingarinn- ar, jafnvel þótt þeir séu sæmilega starfshæfir frá venjulegu, almennu sjónarmiði- Að undanförnu liefur það tíðkazt, að lialda sérstakan „Vár gárds-dag" fyrir skrifstofufólk og verksmiðju- starfsmenn K. F. Kemur það þá sam- an í „kamrat“-legum anda og ræðir ástand og horfur í málefnum samtak- anna, og hlustar á aðra tala um slíkt hið sama. Fyrir árslok 1947 rann upp 52. dagurinn í röðinni fyrir þeim félögum. Þá má minna á vikulokanámskeið- in, sem haldin liafa verið á Vár gárd fyrir ý.msa klúbba og félög utan sam- vinnusamtakanna. Margur félagsskap- urinn sér fram á þýðingu samvinn- unnar í lífi einstaklinga og þjóða, og vill því njóta uppfræðslu um þessa merkilegu mannfélagshreyfingu. „Af slað burt i fjarlœgð.“ Ekki einskorðar Vár gárd sig við heimahagana í Saltsjöbaden, livorki livað náni nemendanna eða kennslu kennarana snertir. Ilvað liinu síðara viðkemur, má geta þess, að gerðir eru út smá-leiðangrar um landið, aðalleg.i að sumrinu, bæði til námskeiðahalda hér og þar, og eins til leiðbeiningar og hjálpar kaupfélögum um rekstur búða og fræðslu meðlima. Arlega fara samtals upp undir 100 vikur í slíkar „útilegur" kennsluliðs- ins, og eru þær taldar liafa liina ákjós- anlegustu þýðingu fyrir félögin sjálf og félagsfólk þeiiTa. Þá er að víkja að „útstáelsi" nem- enda. Það er mjög algengt, að skipu- lagðar séu námsferðir, svo og svo marg- ar, í sambandi við námskeiðin. Er þá farið til að sjá og kynnast merkuni fyrirtækjum, einkum þeim, sem rekin eru á vegum samvinnusamtakanna. Má þar nefna t. d. Lumaverksmiðj- una og postulíns- og leirkeraverksmiðj- una að Gustafsberg, sem báðar eru heimskunn fyrirtæki. Eg get ekki stillt mig uni að geta þess hér, að stór fara þau nú að ger- 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.