Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 19
Undir kvöldið tók veður að versna, gekk til á áttinni, og þar með fengum við yfir okkur bæði gosfýlu og vikur- fok. Þetta gat dregið af gamanið, við höfðum að vísu með okkur skóflu til að grafa snjóhús, eldunartæki og dálít- inn mat. En mín reynsla af veðraham jökla vorra var sú, að það gæti dregist með uppstyttuna. Ræddum við þann möguleika að grafa snjóhús, og láta fyrirberast þar um nóttina. Þótt eg væri tvíátta vildi eg samt enn halda áfram og sjá hvert hugboð mitt væri rétt. Tjald okkar var lítið og því miður hvítt, það stóð í lægð norðaustur af gnýpu þeirri, sem síðar var skírð Þórð- arhyrna. Gnýpa þessi er rúst af gíg- barmi frá 1903, varð þá þarna mikið gos, og er þar enn dæld í jökulinn vest- an undir Hábungu. Gnýpan er sem þríhyrna í laginu. Tók eg nú að rýna fram í sortann og þóttist sjá gnýpuna all nærri okk- ur. Sumir félaganna samþykktu þetta einnig. Samstundis var eg viss um stefnu á tjaldið, gekk beina línu að því, eftir hálftíma rákumst við á það. var það að fenna í kaf. Mátti ekki tæpara standa að komast í náttból, því að litlu síðar skall á ofsahríð og náttmyrkur. Marga drauma hefur mig dreymt, fyrir örðugleikum á ferðalögum og Iirakningum. Eitt hið harðasta veður, sem eg hef verið úti í var fjárskaðabylurinn 1928. Grimmdin í veðrinu var svo mikil, að ekki var viðlit að standa á bersvæði, í mestu hrynunum. Veðrið skall á eins og snjóskriða. Nóttina áður en hríðin hófst var eg heima í Miðdal, vorum við þrjú sam- an og ætluðum að fara hringferð um heiðarnar umhverfis. Mér þótti í draumnum eg vera að leggja einn í þessa för, en móðir mín kveðja mig mjög hnuggin. Hún fékk mér að skilnaði mórauða vettlinga og sagði: „Þú þarft á vettlingum að halda, en dugi þeir ekki, þá hefur þú sverð- ið.“ Undraðist eg yfir þessari spásögn. Svo fannst mér eg leggja leið mína í ís- helli mikinn, og stóð ofsarok á móti mér og blindhríð. Brátt tóku að drífa að mér beina- grindur margar og illvígar, þvældust þær fyrir mér, rifu í mig og reyndu að draga mig niður, umluðu þær ámátt- lega og ráku upp gaul mikið annað veifið. Datt mér þá í hug að sýna þeim vettl- inga móður minnar. Jafnskjótt lypp- uðust beinagrindurnar niður og stundu: „Hann hefur vettlingana — hann hefur vettlingana “. Hélt eg nú áfram, á draumnum eft- ir íshellinum, og herti veðrið enn meir, datt mér í hug, að þetta væri ótrúlega langur hellir. Þó fannst mér, að enn réðust að mér beinagrindur, og voru þær sýnu stærri og öflugri en hinar fyrri. Þóttist eg aldrei hafa kom- izt í þvílíka raun, ekki dugði að sýna fjöndum þessum vettlingana, — aðeins sljákkaði í þeim í bili, en svo urðu þær hálfu verri á eftir. Datt mér í hug sverðið, sem móðir mín hafði talað um, en ég var ekki með neitt sverð. Þá sá eg við fætur mínar glóbjartan linúð, standa upp úr snjónum. Beina- grindurnar voru nú búnar að ná taki á mér og drógu mig niður; þá náði eg í hnúðinn. Jafnskjótt dró eg upp sverðshjöltu og síðan ljómandi fagurt sverð. Brá ég því, og sindraði af því sem eymyrja af hvítglóandi stáli. Þá æptu draugarnir: „Hann hefur vettlingana og sverðið! — Hann hefur sverðið — sverðið!" Þó var einn draug- urinn öflugastur, risastór beinagrind, með holddruslum. Sótti hún enn að mér, en eg lamdi hana með sverðinu. Við hvert högg skírðist sverðið, og Ijómaði af því sem stjörnuskin. Að lokum þóttist eg hafa molað drauginn, en alltaf ýldi í honum: „Sverðið — hann hefur sverðiðT Að lokum losnaði eg við möruna og þóttist þá aftur vera heima. EKKI lét eg þennan draum aftra för okkar, og lögðum við af stað að heiman í ágætu veðri, en drunga- legu útliti. Að skilnaði gaf móðir mín mér mórauða vettlinga, og var óvenju áhyggjufull um útlitið. Mér brá ónoatlega, er eg sá, að draumurinn var að ræatst, en lét samt á engu bera. Ferðalag okkar var ákveðið um kunnar slóðir, og ekki langt. Við vor- um vart komnir meir en einn fjórða vegalengdarinnar, þegar ofsaleg hríð skall á, á skammri stund varð veður- ofsinn svo mikll, að óstætt var á ber- svæði. Sá eg þá, að alvaran ein dugði. Við stungum skíðunum í fönn og skildum þau eftir, því stúlkurnar fuku beinlínis út úr höndum mér. Ekki sást neitt frá augum, urðum við að halda í spotta, til að halda hópinn. Þótt eg væri viss á áttinni, mátti eg berjast við að hrekja ekki undan veðr- inu. Síðasta spölinn varð eg að „sel- flytja“ stúlkurnar, sökum þess að þær voru að þrotum komnar af kulda og þreytu. Þannig getur stillilögmálið varað við hættum í draumi, en slíkt getur einnig komið fyrir í vöku. Vil eg segja frá sliíku dæmi: Eitt sinn vorum við 5 saman á ferð um Mosfellsheiði, í blindu veðri; var förinni heitið að Vestri-Stíflisdal. Bóndinn, sem þá var þar, var með í förinni, og réð hann skiljanlega för- inni. Á miðri leið var eg þess var, að ekki var rétt farið, en skeytti ekki um það frekar. Svo var veðri háttað, að muggan huldi allt, loft og láð rann saman ií órofa, grámuglulega heild. Stillilogn var, lítilsháttar drífa og ís- ing. Urðum við að þræða spor hvers annars vandlega til að halda hópinn. Skyndilega varð eg viss um, að við vorum að fara fram hjá bænum, jafn- framt vissi eg, hvar bærinn var. Sagði bónda, að nú myndi eg taka foryst- una, fór þvert af þeirri stefnu, sem við höfðum gengið, og gekk beint á bæ- inn. í annað sinn vorum við á ferð ofan af Goðalandsjökli, nokkrir „Fjalla- menn“. Þá ætluðum við að hitta á Eystri-Skóga, í blindhríð. Vegna hættulegs gils, urðum við að fara í boga, en það er ávallt varasamt, í byl og kennileytalitlu landi. Gekk eg á undan í Mnu, ef eg skyldi álpast í gilið. Þegar leiðin var farin, þá fannst mér skyndilega, að eg vera í mikilli hættu, þorði bókstaflega ekki að lireyfa mig til hægri né vinstri, slíkt hafði áður bjargað Mfi mínu. Taldi eg öruggast að tjalda á staðnum, þótt náttból væri þarna ekki girnilegt, og skammt til byggða. Tjaldið kaffennti um nóttina. Eg hafði svo mikinn geig, að eg sofnaði ekki. Um morguninn, er eg hafði graf- ið mig út úr tjaldinu, þá brá mér í (Framhald á bls. 27.) 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.