Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 4
„Frá yztu nesjum." ('Sjöudden), af stórkaupmanni nokkr- um. Fylgdu landareigninni nokkrar stórar og sérkennilegar byggingar í gömlum stíl. Merkustu húsin þar heita „Biskupan“ og „Kontorsvillan". Þar byrjaði skólastarfsemi Vár gárd á miðju ári 1925 — fyrsta námskeiðið haldið vikuna 6.—11. júní það ár. Enn- þá fer aðalkennslan fram á Vatnsnesi. Þar eru kennslustofur í nefndum hús- um, ennfremur æfingabúð, skrifstofa skólans, kennarastofur, rannsóknar- stofa, vörusýningarherbergi, íbúðir fyrir 30 nemendur o. fl. Litlu neðar er íbúðarhús skólastjóra og nokkurra annarra, sem við skólann vinna. Arið 1930 keypti svo sænska sam- bandið hinn hlutann, Skártofta. Einn- ig honum fylgdu mörg vegleg hús, þ. á. m. tilkomumesta bygging skólans, og er hún samnefnd staðnum. Er raun- ar hér um glœsilega höll að ræða, sem vekur hrifningu allra, er augum líta. Húsið er byggt 1897, af sænskum kapteini, og verður ekki sagt með sanni, að þar hafi neitt verið skorið við neglur, er mátti verða til styrktar og prýði. Um það ber allt vott enn í dag. í Skártofta eru vistarverur fyrir fjölda nemenda, suma kennara, starfs- fólk í eldhúsi o. fl. Þar eru og myndar- leg salarkynni á báðum aðalhæðum, sem notuð eru fyrir setustofur íbú- anna. Þar er og lestrarstofa, að ógleymdum sérstökum hátíðasal, þar sem allar meiriháttar samkomur skól- ans o. fl. eru haldnar. Er engin ný- bóla, að þangað sé komið með virðu- lega gesti K. F., bæði útlenda og inn- lenda. Arið 1934 var reist stór, nýtízku bygging áföst við Skártofta. Mestur hluti hennar er matsalur skólans. Þar geta á annað hundrað manns neytt matar samtímis, með góðu móti, enda engin nýjung að svo sé. Er vissulega ekki heiglum lient að vera matmóðir á Vár gárd. Þeim starfa hefur þó gegnt samfleytt á þriðja tug ára sama kon- an. Strax og ég sá „husrnor1 — en sá er liinn sænski titill hennar, — fannst mér mikið til manneskjunnar koma, og hún minna jafnvel frekar á kon- ung en drottningu. Starf hennar hef- ur verið þýðingarmikið fyrir Vár gárd, og innt af höndum með miklum myndarskap. Skammt frá stórhýsinu Skártofta er annað minna. Það heitir Lilltofta, og er aðallega bústaður kennara. Fleiri, minni hús eru og þarna í ýmissi notk- un fyrir skólahaldið. Mun tala allra húsa Vár gárds vera nokkuð á annan tug, en ekki veit eg það nákvæmlega. Eitt þeirra er ein elzta kaupfélagsbúð Svía — frá Köping. Hún var keypt af K. F., og er varðveitt m. a. til minn- ingar um Martin Sundell, einn glæsi- legasta frumherja sænskrar samvinnu- Iireyfingar. í æsku starfaði hann sem gjaldkeri ;í þessu litla en sögulega húsi. Aður en eg skilst við þetta spjall mitt um ytri umgerð þessa sam- vinnuskóla, vil eg geta þess, að norður af Skártofta Hggur lítil eyja, að mestu samfelld klöpp, en þó skógi vaxin. Var lnin í einstaklings eign þar til fyrir nokkrum árum, að K. F. keypti hana einnig — og lét sig ekki muna að greiða fyrir hana drjúgan skilding til þess að forða námsgestum á Vár gárd frá „óhollum félagsskap", eins og eg heyrði sagt — en margir „stórlaxar“ voru um boðið. A ðdragandi. Þegar árið 1918 var Námsdeild K. F. stolnuð. Forstöðumaður hennar frá upphafi er sami maðurinn, sem stofn- aði Vár gárd og veitir stofnuninni for- stöðu enn í dag, Harald Elldin, rektor. Hann hefur alla tíð verið lífið 02; sálin í þessum þætti starfs sambandsins og mótað það manna mest. Meðal annars, sem námsdeildin fékkst við, var nám- skeiðahald í samvinnufræðum, hér og þar, eftir því, sem ástæður leyfðu. Þannig gekk, þar til Vár gárd tók til starfa, svo sem áður er sagt. — Það var hvorki áhuga- né reynslulaus maður, sem varð skólastjóri fyrstu menntunar- stofnunar slíkrar tegundar, sem Vár gárd er. Nokkur einkenni. Fræðslufyrirkomulag á Vár gárd er talsvert annað en algengast er á svo- Opinberunarkirkjan. 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.