Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 15
BANKAINNSTÆÐAN hennar mömmu SMÁSAGAEFXIR KATHRYNFORRES * AHVERJU laugardagskvöldi sett- ist mamma við hvítskúrað eldhús- borðið með litla launaumslagið hans pabba, alvarleg og íbyggin á svip, og fór að telja upp úr því peningana. Hún skipti þeim í smáhrúgur. „Þarna er húsaleigan,“ sagði mamina. Það var stór hrúga. „Þetta er handa matvörukaupmanninum." Mamma hugsaði sig um. „Og þarna er fyrir skó- sólningu lianda Karen,“ það voru fá- einir silfurpeningar. „Kennarinn segir, að eg þurfi að kaupa nýja stílabók í næstu viku.“ sagði eitthvert okkar barnanna, Dag- mar, Kristín, N íels eða eg. Og mamma tók aurana úr hrúgunni og lagði þá til hliðar. Við börnin héldum niðri í okkur andanum og horfðum á hvernig hrúg- an minnkaði. Og loks sagði pabbi: „Er þá allt talið?“ Og þegar mamma kink- aði kolli, gátum við sleppt andanum og tekið skólabækurnar okkar og farið að lesa undir næsta dag. Og svo leit mamma upp og brosti. „Það er gott, að við þurfum ekki að skerða banka- innstæðuna,“ sagði hún. Já, það var dásamlegt með banka- innstæðuna hennar mömmu. Við vor- um öll svo hreykin af henni. Hún fyllti okkur öryggistilfinningu. Enginn ann- ar, sem við þekktum, átti inni peninga í stórum banka í borginni. Eg minnist þess, þegar Jensenfjöl- skyldan í sömu götu var borin út, af því hún gat ekki borgað húsaleiguna. Við börnin horfðum undrandi á þessa stóru, ókunnu menn, sem báru út húsgögnin, stálumst til að líta fljótlega á frú Jensen, sem flóði í tárum, og eg var skyndilega gripin lamandi ótta. Þetta henti þá fólk, sem ekki tók frá hrúgu í húsaleiguna. Skyldi — skyldi þetta geta komið fyrir okkur? Þá fann ég að litla, hlýja höndin hennar Dagmar systur minnar smeygði sér í lófa minn. „Við eigum í bankan- um,“ sagði hún með öryggishreim í röddinni, og eg þorði aftur að draga andann. Þegar Níels hafði lokið gagnfræða- prófi, langaði hann til að fara á verzl- unarskóla. „Gott og vel,“ sagði mamma, og pabbi kinkaði kolli til samþykkis. Við settumst öll umhverfis borðið. Eg tók ofan af hillunni fallega kassann, sem Sigríður frænka hafði einu sinni sent okkur í jólagjöf frá Noregi, og setti hann varlega fyrir framan mömmu. Þetta var „Litli bankinn“. Það má auðvitað ekki rugla honum saman við „Stóra bankann“ í borgirmi. Litli bankinn var notaður, þegar eitthvað óvænt bar að höndum, eins og t. d. þeg- ar Kristín handleggsbrotnaði, eða þeg- ar Dagmar fékk barnaveikina. Níels var búinn að gera nákvæma áætlun, sem hann hafði skrifað niður á blað. Svo og svo mikið þurfti að greiða í kennslugjald, og svo og svo mikið til bóka. Mamma athugaði út- reikninginn lengi og gaumgæfilega. Svo taldi hún peningana í Litla bank- anum. Það var of lítið. Hún kipraði saman varirnar. „Við verðum helzt að komast hjá því að skerða bankainn- stæðuna,“ sagði hún blíðlega. Við hristum öll höfuðið. „Eg get unnið í búðinni hjá honum Dillon í fríinu mínu,“ sagði Níels. Mamma brosti glaðlega til hans, skrifaði niður tölu, lagði við og dró frá. Pabbi reiknaði þetta allt saman í huganum, hann var ágætur íeiknings- maður. „Það er of lítið,“ sagði hann. Svo tók hann út úr sér pípuna og horfði lengi á hana. „Eg hætti við tó- bakið,“ sagði hann skyndilega. Mamma teygði sig yfir borðið og klappaði á hönd hans en sagði ekkert. Hún bætti enn einni tölu á blaðið. „Eg skal líta eftir börnunum henn- ar frú Sondermann á fimmtudags- kvöldum,“ sagði eg. Þegar eg tók eftir eftirvæntingunni í augum litlu syst- kinanna minna bætti eg við. „Kristín, Dagmar og Karen ætla að hjálpa mér.“ „Ágætt,“ sagði mamma. Við vorum öll ánægð. Við höfðum náð einum áfanganum enn, an þess að fara í bankann og skerða innstæðuna hennar mömmu. Litli bankinn hafði nægt í þetta skipti. Og við gripum oft- ar til hans á þessu sama ári. Karen þurfti að fá búning fyrir skólaleikinn. Það þurfti að taka hálskirtlana úr Dagmar, og eg fékk skátabúning. Og svo hafði maður alltaf þessa öryggistil- finningu, að ef allt um þryti, væri bankainnstæðan hennar mömmu óskert enn. Jafnvel þegar verkfallið bai að hönd- um, bægði mamma frá okkur öllum óþarfa áhyggjum. Við lögðum okkur öll fram til þess að fresta því sem lengst að fara í bankann. Það varð næstum því eins og leikur. Við sættum okkur jafnvel með ánægju við að flytja sóff- an úr stofunni fram í eldhús til þess að geta leigt út stofuna. Meðan á verkfallinu stóð, hjálpaði mamma til í brauðgerðarhúsi Krupers og fékk fyrir það stóran poka af upp- þornuðu matarbrauði og vínarbrauð- um. Hún sagði að ofurlítið uppþorn- að brauð væri hollara en alveg nýtt, og ef maður brá vínarbrauðunum snöggvast inn í heitan ofn, urðu þau næstum sem ný. Pabbi þvoði flöskur í mjólkurstöð- inni á hverju kvöldi og fékk fyrir það þrjá lítra af nýrri mjólk og eins mikið og hann komst með af súrmjólk. Mamma bjó svo til afbragðsgóðan ost. Daginn, sem verkfallinu lauk og pabbi fór aftur til vinnu, tók eg eftir að mamma varð beinni í bakinu. Hún leit stolt á okkur börnin og sagði bros- andi: „Sko til, við þurftum ekki að fara í bankann í þetta skipti.“ Og allt í einu, að því er okkur virt- ist, vorum við börnin orðin fulltíða og farin að vinna fyrir okkur. Við gift- umst hvert af öðru og fórum að heim- an. Pabbi virtist vera orðinn lægri (Framhald á bls. 26.) 15

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.