Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 28
á annan tug ára. 1936 beitti hann sér fyrir félagsskap meðal fræðslusam- banda hinna ýmsu alþýðusamtaka og hefur verið formaður hans síðan. Sýn- ir þetta m. a., hver áhrifamaður hann er í þessum málum, enda líka verið einkenndur sem menningarlegur leið- togi alpýðusamtakanna. Skólastjórinn á Vár gárd er líka áhugamaður 1 leiklistarmálum og stjórnarmeðlimur einnar starfsgreinar þjóðleikhúss Svía. Hann er í stjórn Norræna félagsins og jafnan einn af fulltrúum þess á þingum. Sem slíkur hefur hann komið til íslands — og hlakkar til að koma á ný innan skamms. íslandsvinur er Elldin ágæt- ur. Að leiðar lokum. Einn af fremstu samvinnumönnum Svía, framkvæmdastjóri í Kooperativa Förbundet, hefur kallað Vár gárd „vopnasmiðju“ samvinnuhreyfingar- innar. Það er verðskulduð nafngift — en öllu réttara væri þó e. t. v. að nefna skólann gróðrarstöð hennar. — Og þó er hann meira. Út fyrir breiðan akur samvinnusamtakanna hefur Vár gárd gróðursett fræ manndóms og félags- þroska, hlúð að þeim og komið til nokkurs vaxtar. Mér er mjög í minni fegurð og töfr- ar Saltsjöbadens — heimkynnis Vár gárds. — Eg lít í anda skóggræna skóla- hæðina, þar sem regnbogafána sam- vinnustefnunnar og krossfána Norður- landa ber svo oft blaktandi við bláan himin, andspænis norræna Rochdale- minnismerkinu. — Sú hin glæsta mynd er mér Jró annað og meira en hún sjálf — sem ytra tákn og yfirskrift þess starfs, sem þarna er unnið af lærdóms- ríkri hugsjónatrúmennsku. í janúar 1949. fíaldvm Þ. Kristjámson. Skyndiheimsókn til Rochdale EFTiR BIRGI ÞÓRHALLSSON AÐ var uni liádegisbilið. Við ókuni a£ stað, ferðinni var heitið til Rochdale. Úti var liálfdimmt af þoku og mistri. Varla var hægt að greina húsin við götuna, bíll- inn hélt þó áfram ferð sinni eins og ekkert hefði í skorizt. Eftir klukkutíma vorum við í Rochdale. Viðtökurnar þar voru ágætar og var þegar gengið í gömlu búðina, þar sern fyrsta kaupfclagið í heiminum hóf starfsemi sína. Hvers vegna er kauþfélagið i Rochdalc athyglisverðara en önmir samvinnufélög, sem stofnuð eru um svipað leyti eða jafnvel fyrr? Liingu áður en Rochdalc félagið hóf starf- semi sína, var farið að brydda á margskonar samvinnufélagasamtökum bæði í Englandi og Skotlandi. Sum af þessum félögum urðu langlíf, en l'lcst lifðu aðeins um nokkurra ára bil. í Rochdals er getið um tvö félög á undan því, sem stofnað var 1844. Hið scinna af þessum tveimur félögum starfaði á árun- um 1833-35 í sömu götunni og félagið. sem var stofnað 11 árum síðar og lifir enn. Þeg- ar félagið, sem stofnað var 1833 fór á höfuðið tveim árum eftir að það var stofnað, tapaði Charles Howard öllu sparifé sínu. Það má að vísu segja, að það liafi orðið til mikillar blessunar, að starfsemi þessa félags lagðist niður. Ef starfsemi þessi hefði rambað áfram á sama grundvelli, er vel líklegt að samvinnu- samtök Bretlands, eða jafnvel alls heimsins, stæðu feti aftar en raun ber vitni. Sumt af þeim mönnum, sem stóðu að áður nefndum íélögum, tóku Jrátt í liinni nýju tilraun 1844. Þeirra á meðal Cliarles Howard. í umræðunum um stofnun hins nýja félags, kom það glögglega fram að menn voru fastá- kveðnir í að notfæra sér til hins ýtrasta reynzlu undangenginna ára. Þess vegna voru í fyrstu lögum félagsins athyglisverðar nýj- ungar, sem áttu að fyrirbyggja samskonar mistök og áður voru þekkt. Charles Howard eyddi miklu erfiði í að hugsa um, hverntg liægt væri að skipta hagnaðnum ar rekstrin- um á sem lýðræðislegastan hátt, eftir að á- kveðið hafði vcrið að selja allar vörur á dagverði kaupmanna. Að lokum datt honum það snjallræði í hug að skipta liagnaðinum eftir gerðum kaupum meðlimanna. Þetta var þá algjörlega óþekkt. Áður hafði hagnaði af rekstri, sem þessum, alltaf verið skipt eftir því, live mikinn hluta viðkomandi átti i rekstursfé fyrirtækisins. Þótt Rochdalsfélagið sé tvímælalaust fræg- ast fyrir þessa reglu, eru ýmsar aðrar af regl- um þess engu minna athyglisverðar. Það var t. d. ákveðið, þegar frá byrjun, að öll við- skipti skyldu fara fram gegn staðgreiðslu. Félögin á undan Rochdalefélaginu, liöfðu flest látið skuldaverzlun viðgangast, en það hafði orðið þeim að banameini, þegar nokk- uð kreppti að. Af öðrum mjög athyglisverð- um reglum félagsins, má t. d. nefna: Allir meðlimir jafnan atkvæðisrétt, án tillits til inneigna þeirra í félaginu. Jafnframt var á- kveðið að verja ákveðnum hluta af tekju- afgangnum til fræðslu- og menningarstarf- semi. Það er því augljóst, að upphaflega var ætlast til að félagsskapurinn fengist við fleiri verkefni, en einungis að selja nauð- synjavörur, enda hefur og sú orðið raunin. Allar þessar reglur og margar fleiri af regl- um Rochdalefélagsins, eru notaðar enn Jjann dag i dag, þar sem leggja skal traustan grund- völl að lýðræðislegum samvinnufélagsskap. EGAR kaupfélagið í Rochdale liafði starfað um nokkurra ára skeið, hófust umræður innan þess um stofnun heildsölu- verzlunar fyrir <»11 kaupfélög í landinu. Sex árum eftir að félagið hafði opnað smásölu- verzlun sína opnaði það heildsöluverzlun, fyr- ir nærliggjandi kaupfélög. Þessari starfsemi var haldið áfram um fimm ára skeið, en ]»;í lagðist lnin niður, sennilega einkum vegna tortryggni í garð ]»eirra Rochdale manna. En nú hafði kaupfélagsmönnum í Rochdale skilist livílíkur hagnaður ]»að gat orðið fyrir kaupfélögin að sameinast um öfluga heild- söluverzlun. Málinu var því haldið lifandi og á ársþingi samvinnumanna 1862 las Abra- ham Greenwood (einn af brautry'ðjendunum) upp ritgerð sem hann hafi samið og fjallaði um heildsölu fyrir kaupfélög. Miklar umræð- ur urðu um þessa nýju liugmyncl strax á þessu þingi. Þingið skoraði á Greenwood að endur- skoða ritgerðina, með tilliti til nýrra sjónar- miða, sem höfðu komið fram á þinginu og birta liana síðan í samvinnublaðinu (Co- operator — Samvinnumaðurinn) til þess að menn gætu kynnt sér hana rækilega fyrir næsta þing. Seinna á þessu ári var haldið aukaþing á búgarði einum milli Manchester og Rochdale, Lowband-s Farm, að nafni. Framhaldsþingið gerði þá ályktun að það yrði að teljast æskilegt að stofnað yrði til sambandsheildsölu kaupfélaganna. A árs- þinginu árið eftir, sem lialdið var í Man- chester 1863) var að lokum endanlega sam- þykkt að stofna til heildsölunnar. Abraham Greenwood, var kosinn fyrsti forstjóri hins nýstofnaða lyrirtækis og gengdi hann því starfi í sjö ár. Það er vegna þess, m. a., sem hér hefur verið minnst á, sem kaupfélagsskapurinn, stendur í eilífri þökk við þá menn, sem stóðu að því að mynda kaupfélagið í Rochdale ár- ið 1844. Rochdalefélagið er athyglisverðast fvrir það, að það notaði alla lyrri reynzlu og mis- tök, til að skapa nýtt félagskerfi til liagsbóta fyrir fjöldann, kerfi, sem nú er búið að starfa á annað hundrað ár með sívaxandi blóma. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.