Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 21
•é -P4 lágmarki, og lielzt í einhverjum hlutföllum, en lengra nær þessi þekking ekki, sem ekki er von. Afleiðingin verður svo sú, að samvizkusamar húsmæður telja sér skylt að hafa daglega og oft á dag margar fæðutegundir á borðum í o O þeirri von, að þær kunni að innihalda öll þau kolvetni, eggjahvítu, fitu, hita- einingar og vitaníín, sem la'kaminn þarfnast. Væri æskilegt, að einhver fróður maður vildi reikna þessa þörf t'it og gefa út um það bækling, sem væri þannig úr garði gerður, að al- þýðu manna væri gagn að honum, og óþarfa heimilisönnum yrði létt af hús- mæðrum í þessu tilliti. Þá er nú að líta á eldhúsáhöldin. Er það út af fyrir sig fróðlegt rann- sóknarefni að gera athugun á því, hversu mörg af þeim áhöldum eru ýmist úrelt eða óþörf. Má í því sam- bandi nefna þá furðulegu ráðstöfun, að taka matinn úr pottinum, sem hann er soðinn í, og láta liann í fat eða skál og bera hann því næst á borð, til þess að taka hann tir skálinni eða fatinu og láta hann á disk, sem hann að lok- urn er etinn af. Af öll- um þessum þvælingi er maturinn loks orðinn hálfkaldur, þegar liann er etinn. Því má ekki bera pottinn beint á borðið, og sleppa þann- ig fatinu og skálinni? Það væri bæði áhalda- sparnaður og vinnu- CHARLES K. AGLE er yfirarkítekt við kunna húsagerðarstofnun í Bandaríkjunum. Hann starfar nú að áœtlunum um endurnýjun ibúðarhúsahverfa i Neiv York borg. Vekja þœr áœtlanir mikla athygli■ sparnaður, því að minna þyrfti að þvo upp. Víða eru eldunaráhöld þannig úr garði gerð nú orðið, að pottar og pönn- ur óhreinkast ekki, svo að ekki þyrfti það að standa í vegi. Þótt potturinn sé hér einn tekinn til dæmis, mætti að sjálfsögðu leggja niður notkun ýmissa áhalda, sem hér hafa ekki ver- ið nefnd. Þá er að nefna áhöldin, sem við mötumst með. Af þeim þremur er það einungis skeiðin, sem kemur að fullu gagni, og jafnframt það eina af þess- um áhöldum, sem auðvelt er að hreinsa. Venjulegur gaffall er með fjórum álmum, um tveggja þumlunga löngum, og mjög lítið bil á milli þeirra. Óþarft er að stinga gafflinum dýpra en sem svarar fjórðungi úr þumlung. Mætti því bilið milli álm- anna vera lokað, nema þessi litli hluti fremst á gaflinum. Síðan mætti hvessa aðra Itlið gaffalsins, svo að skera mætti með honum, þó má það ekki vera svo mikið, að maður skeri sig með hon- um, enda þarf ekki beitt verkfæri til að jafnast á við meðal borðhníf. Þegar nú l’yllt hefur verið bilið milli álm- anna á gafflinum, nenia allra fremst, og hann gegnir orðið hlutverki hnífs og gaffals, því ekki að stíga sporið til fulls með því að breikka hann lítið eitt og gera hann íhvolfan, en þá má nota hann sem gaffal, liníf og skeið, eftir því sem við á í hvert skipti. Þá er komið að fötunum. Þau ætti að gera miklu einfaldari, bæði til þess að þau yrðu þægilegri í notkun og hirðing þeirra auðveldari. I þessu hafa konur stigið stórt spor í framfaraátt, á þann einfalda hátt, að klæðast alltaf í minna og minna. Hér er karlmaður- inn langt á eftir tímanum, og er það ekki lítill fjöldi margháttaðra fata, sem Iiann klæðist daglega, eins og eft- irfarandi listi sýnir: 1. Götuskór. 2. Ullarsokkar. 3. Sokkabönd, til uppihalds sokkunum. 4.-5. Nærföt (sem voru svo óþægileg í notkun, að það varð að klippa þau í tvennt). 6. Utanyfirbuxur — þykkar. 7. Belti eða axlabönd. 8. Skyrta. 9. Bindi, 10. Vesti, 11. Treyja, og í sum- um löndum, þar sem miðstöðvarhit- un tíðkast ekki, er bætt við 12. Peysa. Fari maður út úr húsi, þarf að bæta á sig, til að verjast kuldanum: 13. Yfir- frakki, 14. Hattur, 15. Hanzkar, 16. Trefill og 17. Skóhlífar. Þegar maður fer að búa sig í liáttinn á kvöldin, kemur enn nýtt til greina: 18. Nátt- föt, 19. Morgunskór, 20. Baðsloppur. Afi minn mundi ennfremur Itafa sett á sig nátthúfu, en það má teljast í framfaraátt, að hún hefir verið lögð niður, sömuleiðis laus gúmmíflibbi, brjósthlíf og lausar handstúkur. Hér er uppástunga um einfaldari klæðnað: 1. Stuttar buxur. 2. Þykkir skíðaleistar (með lipr- um leðurbotnum, til innanhús notkunar. 3. Alklæðnaður í einu lagi (t. d. einskonar skikkja eftir grískri, rómverskri eða kínverskri fyrirmynd. 4. Yfirfrakki með uppbrettum kraga, eða áfastri hettu, sem er miklu betra. 5. Stígvél. 6. Hanzkar. Þarna er um að ræða sex tegundir í stað 20. Fötin væru gerð úr þannig (Framhalcl á bls. 26.) 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.