Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 30
að baki hennar og varði hana að beztu getu fyrir átroðn- ingi mannfjöldans. „Sjáðu!“ sagði hún, og sneri sér til hálfs að honum, án þess þó að líta af myndinni,— „þarna stendur hann, en belgiski foringinn skorar á hann að gefast upp og afhenda fallbyssubátinn. Hann kemur engum vörnum við, því að við ofurefli er að etja. En sér þú, hvað hann er að hugsa um? Júú, það er auðséð á svipnum, að hann vill heldur deyja en gefast upp!“ Svo beindist athygli hennar skyndilega frá andliti pilts- ins að öðru efni, sem vakti andartak aftur til lífsins barns- lega hrifningu æskuáranna fyrir slíkum hlutum. Hún sagði, dálítið á lægri nótunum: „Og sér þú, hvað einkennisbúningurinn hans er falleg- ur! Sérðu gylltu hnappana og rýtinginn!“ En það var engu líkara en að rýtingurinn fagri hefði verið rekinn á kaf upp að hjöltum í hjarta Slöva, þegar hann heyrði þessi barnslegu og einlægu hrifningarorð. „Hana dreymdi þá enn um slíkan hégóma!“ hugsaði hann biturlega, þar sem hann stóð á bak við hana, fölur og fár. „Vesalings, fallegi pilturinn! — Hann vill ekki gefast upp, hvað sem það kostar! Mér finnst eg skilja hann svo vel. Og svo sprengir hann skip sitt í loft upp með Belgíumann- inum og öllu saman! Og fylgist sjálfur með mönnum sínum og skipi niður í djúpið!“ Hún leit aftur á Sölva með hrifningarbjarma í tárvotum augunum. Hann svaraði engu, en starði þögull og þungbú- inn fram fyrir sig. Hún skildi það svo, að harm væri niður- sokkinn að skoða málverkið. Hún sneri sör brosandi að myndinni aftur, og með sjálfri sér hugsaði hún á þá leið, að hún þekkti þó einn mann, sem hún vissi, að ekki mundi hika við að leika afreksverk van Spyck eftir, ef hann stæði í sporum hans. Og sá maður stóð aftan við hana á þessarri stundu. Sízt grunaði hana. að í þessum sömu svifum hafði málverkið tekið á sig gráan, harðan og fjandsamlegan svip í augum Sölva. Hann hefði með köldu blóði getað skotið bannvænni kúlu í gegnum þennan glæsilega einkennis- búning beint í hjartastað van Spycks. Hann lét þó á engu bera gagnvart Elísabet, en á heim- leið þaðan var hann þó óvenju fámáll og alvarlegur. En unnusta hans tók naumast eftir því, svo hrifin sem hún var af hátíðahöldunum. Það var fyrst, er leið að kveldi, að þessi óþægilegu áhrif máðust burtu úr minni hans og þokuðust álengdar, 1 íkt og vondur draumur. Hann gat ekki til lengdar búið yfir svo dimmum og leiðum hugsunum. þegar hann hafði Elísabet sjálfa sífellt fyrir augum, trygga, ljúfa og heita, og einlæg ást hennar brá aftur birtu og fögnuði yfir alla tilveru hans. Sölvi skýrði Garvloit frá því, að þau hjónaleysin hefðu ákveðið að gifta sig, þegar hann kæmi aftur frá Noregi á næsta vori — í aprílbyrjun. N ú var komið fram í desember. „Við eigum fjögra mánaða skilnað fyrir höndum, — fjóra langa mánuði!“ sagði Sölvi þungbúinn cíðasta kvöidio, sem þau voru saman. Elísabet hugsaði það sama. Hún var föl, en reyndi að bera sig hetjulega, því að hún sá, að Sölvi var mjög dapur og hugstola. Loks kom að því, að þau skiptust á síðustu kveðjuorðun- um. Sölvi kyssti unnustu sína innilega og sagði: „Að vori, Elísabet!" Og hún stóð með tárin í augunum og starði á eftir hon- um, unz hann hvarf í mannfjöldann handan við brúna. XX. Það fór eins og Sölva hafði órað fyrir, að veturinn reynd- ist honum langur og dapurlegur. Hann bjó í Túnsbergi, en hafði lítt samneyti við hina skipstjórana, sem höfðu þar allmargir vetrarsetu. Fyrst í stað lifði hann þó á endurminningunum um vik- una dásamlegu í Amsterdam. F.n brátt tók efagirni hans og þunglyndi að blanda beiskum dreggjum í þann gleðibikar. Hann tók að vega og meta með vaxandi tortryggni gull- djásnið góða, sem Elísabet hafði lagt í lófa hans. Voru það aðeins leifar annars manns, sem hún hafði boðið honum? Eða hafði hún gefið honum fyrstu ást sína heila og óskipta — honum einum og engum öðrum manni? Hugsunin, sem hafði hvarflað að honum, þegar hún sýndi lionum hringana báða á hönd sér, náði aftur tökum á honum: Elve litlu hafði munað, að hún yrði brúður sjó- liðsforingjans unga! Og hann sá hana ljóslifandi fyrir hug- skotssjónum sér, þar sem hún stóð með hrifningarglampa í augum frammi fyrir mynd van Spycks sjóliðsforingja. Hann braut stöðugt um það heilann með sjúklegri þrá- hyggli, að þessi ljómi skrautlegra einkennisbúninga, ytra vegs og viðhafnar, sem hún hafði orðið að afsala sér hans vegna, hefði þó átt mikil og varanleg ítök í hug hennar og hjarta. Og hvernig myndi þá samanburðurinn líta út í hennar augum — samanburðurinn milli hlutverks hefðar- konunnar, sem henni hefði vissulega farið svo vel að leika, annars vegar, en hins vegar hlutverks hinnar óbrotnu al- þýðukonu, konu hins stríðandi, hversdagslega sjómanns? Því meira, sem Sölvi braut heilann um þetta efni, því ótraustari fannst honum grundvöllurinn, sem hann hafði byggt hamingjudraum sinn á. Eplið fagra, sem honum hafði virzt svo lostætt að sjá, sýndist honum nú rotið og ormsmogið inn að innsta kjarnanum. Honum fannst hann verða að kasta því frá sér. Og þó hreyfðist innst í hugskoti hans og hjarta einhver tilfinning, sem andmælti öllum þessum sjúklegu hugarór- um kröftuglega. Og þegar þessi tilfinning náði undirtökun- um í örlagaglímu hans, hversu vesæll og aumur var hann þá í sínum eigin augum! Einhver innri rödd hrópaði há- stöfum á Elísabet: — „Bara að hún væri hér!“ Þetta var auðmjúk hjálparheiðni, því að hann fann, að það var hætta á því, að hans innri og betri maður myndi drukkna í þessu hafróti efasemda og tortryggni, sem flæddi yfir sálu hans. Oft ráðgerði hann að skrifa Elísabet og segja henni hug sinn allan. En þegar hann hugsaði sig betur um, fannst iionum, að það væri svo margt, sem hann mætti ckki segja og þyrði ekki að segja, svo að hann féll frá því aftur. En einn daginn hleypti hann þó í sig einhvers konar vígamóði örvæntingarinnar og skrifaði svohljóðandi bréf. er hann sendi samdægurs: 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.