Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.01.1949, Blaðsíða 9
ast „leirkerin" á Gustafsberg. Þar er nýlega byrjað að framleiða baðker með 1. fl. nýtízku tækni, sem mér o. fl. fannst mikið til um, er við sáum. í kring um ekki ægilegra tæki en eitt baðker, fer fram alveg stórkostleg véla- vinna í mörgum stórum sölum. Hygg eg t. d., að engum, sem sáu húðunar- brennsluofnana, gleymist þeir. — Þessi baðkeraframleiðsla er svo ný, áð þegar við frá Vár gárd komum þangað í fyrra, var gerð á okkur rannsókn — ekki af illúðlegum einræðisböðlum, heldur elskulegum og brosandi hlið- vörðum samvinnuverksmiðjunnar — og myndavélar, er við höfðum með- ferðis, af okkur teknar. Bannað að taka myndir! Vissurn við þá, ef ekki fyrr, að til eru fleiri en hernaðarleg leyndarmál! Smdði baðkeraverksmiðjunnar var sem sé ekki að fullu lokið, en svo frum- leg er hún, að Svíarnir kærðu sig ekki um það, að of náin vitneskja bærist út að sinni — og því haldið ennþá við öryggisregluna, að „allur er varinn góður“! — Var þess vænst, ef allt gengi að óskum, að þegar framleiðslan væri komin í fullan gang, myndi þetta nýja risafyrritæki sænskra samvinnumanna geta lækkað verð á baðkerum svo veru- lega, að öllum almenningi þar í landi ætti að vera unnt, að eignast þau. Verð- ur það vonandi ný sigursaga sam- vinnusamtakanna, sem þar verður skráð — til viðbótar hinurn mörgu eldri; órækum vitnum um merkilega áfanga á leið til almenningsheilla. í svona lieimsóknum nemenda frá Vár gárd talar venjulega einn eða fleiri af stjórnendum stofnananna yfir hausamótunum á heimsækjendum. Er furðulegt, hve skýr og minnisstæð lieildarmynd getur orðið eftir í hug- anum, jafnvel af hinum flóknustu fyr- irtækjum. Þar í liggur líka ávinning- urinn, sem Svíar e. t. v. manna bezt liafa komið auga á — og þá ekki hvað sízt sænsku samvinnumennirnir. Fyrsta „bókirí’. Þegar nemandi kemur á Vár gárd, fær hann í hendur lítinn pésa með til- vísun um búsetu og heilsun, undirrit- aðan af húsbóndanum, rektor Elldin, því ekki getur hann, þótt allur væri af vilja gerður, staðið tímum saman reiðubúinn að taka í hundruð handa, ' sem myndu sækja að honum margoft í mánuði hverjum! Þarna er maður boðinn velkominn í fjölskylduna — stórum stöfum, neðst á forsíðu. Og víst er nú það gott! En ritlingurinn er lengri. I næstu opnu sézt, að „böggull fylg- ir skammrifi”. Lífsreglurnar byrja strax, og við fáum þær öll eins, hvort sem við erum tvítug, þrítug, fertug eða fimmtug. „Morgunstund gefur gull í mund.“ Okkur er l;íka sagt, að það sé hægt að opna gluggana, og loft- ið fyrir utan sé hollt! Og ekki verður ofsögum af því sagt á Vár gárd. „Som man báddar, fár man ligga.“ — Kl. 8,15 að morgni á að mæta til árdegis- verðar. En „það er viðkunnanlegra að koma kl. 8,14 heldur en 8,7ó“!Mér varð á að hugsa til landa minna, óska þess, að við kynnum að meta svona nákvæmlega gildi einnar mínútu eftir því, hvort liún er jrarnan við eða fyrir aftan tilskylinn tíma! Jæja, hafi þráð bréf komið, er það að finna á nefnd- um stað kl. 9,45 og 14. „Sé það ekki „þar og þá“, hefur ekkert komið — því miður“! „Rakblað og pappírskörfur eiga ekki saman“, og skýringarmynd með blæðandi fingri lireingerningar- konunnar fylgir með til áréttingar. — „Bæði okkur og reyktum vindlingum og brenndum eldspýtum líður bezt, ef við losnum við að sjást frammi í göng- um og úti í guðsgrænni náttúrunni“! Fleira mætti telja, en eg læt þessi dæmi' nægja. Öll er framsetning lífs- reglanna með þeim hætti, að skemmt- un er að, um leið og þær verka svo, sem til er ætlazt. Hinn liittni „brand- ara“-maður — skólastjórinn — hefur einhvern veginn lag á því að segja það, sem hann ætlar sér, þannig ein- mitt. — Og þessi fyrsta, litla „bók“, sem nemandinn fær í hönd, er líka, í sínum spotzka stíl, talandi tákn um stjórnsemi og heilbrigðan, afsláttar- lausan aga, sem vissulega hvergi jaðrar við grín! Afsettur kóngur m. m. Vegna þess, að enginn möguleiki er á því, að einn maður geti alltaf látið rella í sér með allt, er á daginn kann að koma á svo stóru og gestagangs- miklu heimili, er sá siður liafður, að skipta áganginum. í byrjun hvers námskeiðs er „dagens vard“ skipaður úr hópi „assistentanna“ út allan tím- ann, á víxl. Nafn hans er að morgni Harald Elldin rektor. hvers dags birt í litlum ramma á úti- dyrahurð Skártofta og Kontorsvillunn- ar. Að honum eiga aðkomumenn og aðrir að snúa sér, ef þarf. „Vertinn“ hringir líka til máltíða og annazt verzl- un við söluskápa, sem hafa tóbak, góð- gæti, ritföng o. fl. smávegis upp á að bjóða. Þessi sniðuga verkaskipting hefur, auk annars, þann kost í för með sér, að „assistentarnir“ fá æfingu frammi fyrir augliti kennara o. fl. í að um- gangast marga, taka á móti gestum o. s. frv., en yfir hæfileika til þess að gera slíkt a. in. k. óaðfinnanlega, þurfa þeir að búa, með tilliti til þess, sem af þeim er krafist síðar. Meðan neytt er árdegisverðar, skipt- ast „assistentarnir" á um það að kynna í heyranda hljóði merkar bækur, sem ástæða þykir til að vekja athygli á. Jafnframt er þetta þáttur í æfingum og námi flytjenda. Það, sem eftir er dagsins, fæst svo umtöluð bók hjá „bóksalanum“. Einu sinni í viku — á föstudögum — eru haldin samkvæmi. Fer þá eitt og annað fram til skemmunar, undir borðum. Sé námskeiðið aðeins ein vika, eins og oft er, verður þetta jafn- framt „lokaknallið“, en þá er nú gjarna haft meira við, e. t. v. sungnar gamanvísur frá samverustundunum, dansað o. fl. Frœkinn foringi. Það má skrifa, hefur verið skrifað og mun verða skrifað langt mál um (Framhald á bls. 27.) 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.