Samvinnan - 01.02.1949, Page 12

Samvinnan - 01.02.1949, Page 12
í erindi á alþjóðasamvinnuþinginu í Prag benti foringi sænskra samvinnu- manna á nauðsyn raunhæfs samstarfs samvinnusambanda hinna ýmsu landa -riðarstarf á grundvelli samvinnunnar FRÁ 1>VÍ var lauslega greint liér í ritinu í sambandi við alþjóðasam- vinnuþingið í Prag, að forstjóri sænska samvinnusambandsins, Albin Johansson, hefði þar flutt gagnmerkt erindi um möguleikana á auknu, raunhæfu samstarfi samvinnuhreyf- inga þjóðanna. Fram til þessa hefur slíkt alþjóðlegt samstarf verið mjög í molum, og Al- bin Johansson vildi með erindi sínu stuðla að því, að það yrði styrkt og aukið. Ákjósanlegasta lausnin mundi vera það skipulagsform, sem þegar er reynt innan samvinnuhreyfinga hinna einstöku landa, þ. e. að samvinnusam- bönd landanna væru eigendur hinna alþjóðlegu samvinnufyrirtækja, alveg eins og kaupfélög hvers lands eru eig- endur hinna einstöku samvinnusam- banda. Én mikil vandkvæði mundu á því að framkvæma þetta við núverandi að- stæður í heiminum. Veldur þar nokkru um, að samvinnuhreyfingin er öflug í sumum löndum en lítils megandi í öðrum, en mest er um vert að gjaldeyrisástand og gjaldeyrishöml- ur þjóðanna varna því að neytenda- hreyfingin í einu landi geti lagt fé til fyrirtækja í öðru landi. Af þessu leiðir, að erfiðleikar þeir, sem voru á vegi hinna fyrstu, þjóð- legu samvinnuheildsölu, eru nú til staðar þegar athugaðir eru möguleik- ar á stofnun alþjóða samvinnuheild- sölu. Áður en samvinnusambönd ýmsra landa urðu til, var það ekki óal- gengt, að hin stærri kaupfélög seldu smærri félögunum og urðu nokkurs konar heildverzlanir þeirra. Þegar stórsala samvinnusambandanna hófst, urðu víða á vegi hennar erfiðleikar af þessum sökum. Svipað ástand hefur skapast á sviði alþjóðasamvinnumála. En verði áframhald á því, að hin stærri og öflugri samvinnusambönd selji vörur til samvinnusambanda annarra landa, sem skemmra eru á veg komin, er þar með komið inn á hliðar- stíg, sem er í ósamræmi við samvinnu- hugsjónina, með því að seljandinn hefur meirihluta þess hagnaðar, sem verzlunin veitir. Og því langvinnari, sem þróunin verður í þessa átt, því erfiðara verður að breyta til og koma sönnu samvinnufyrirkomulagi á skipti hinna einstöku þjóða. NOKKUR RA UNHÆF DÆMI. Nú er svo komið, að eðlileg þörf fyrir sameiginlega olíuhreinsunarstöð er til staðar meðal olíunotenda í Ev- rópu. En það reynist ógerlegt að safna fé frá hinum ýmsu samvinnusambönd- um til þess að byggja eða kaupa slíkt fyrirtæki í öðru landi. Það væri þó misráðið, að leggja þar með árar í bát og liverfa frá hugmyndinni. Líklegast verður lausnin sú, að þau samvinnu- sambönd, sem nægilega öflug eru, láta reisa olíuhreinsunarstöðvar, hvert í sínu heimalandi. Það kann að reynast hagkvæmt að hafa slíkar stöðvar af- kastameiri en þar ftil þess að fullnægja þörfum heimalandsins. Þá verða sam- vinnu-olíustöðvarnar að selja sam- vinnufyrirtækjum annarra landa. — Þetta þýðir ekki í rauninni alþjóðlega samvinnu, en þó verður að telja þessa verzlunaraðferð heppilegri en þá, að samvinnumenn skipti við olíufyrir- tæki í einka- eða ríkiseign. Takmarkið hlýtur þó að vera, að fyrirtækið verði raunverulegt samvinnufélag. Því er liægt að ná, ef kaupandinn fær sama arð og meðlimirnir og arður til kaup- enda í öllum öðrum löndum stendur 12

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.