Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 2
Rochdale-skipuiagið og skattheimtan ARIÐ 190ö varð mikil skijuilagsbrcyting innan íslenzku samvinnuhreyfingarinnar. Þá var upp tekin sú regla, að forgöngu Hallgríms Krist- inssonar, að kaupfélögin hættu að vera pöntunar- félög, sem önnuðust vörusölu til félagsmanna ein- vörðungu, samkvæmt pöntunarlistum þeirra, en tóku í staðinn að hafa opnar sölubúðir og selja varning þar venjulegu markaðsverði. í stað þess að félagsmenn greiddu aðeins kostnaðarverð vör- unnar við afhendingu, svo sem var í pöntunarfé- lögunum, greiddu þeir nú venjulegt markaðsverð að því tilskildu, að félagið endurgreiddi þeim það, er ofborgað kynni að reynast, er reikningar allir væru upp gerðir. Þannig hélt Rochdale- skipulag samvinnuverzlunar innreið sína á ís- landi. Enginn, sem kunnugur er sögu samvinnu- málanna hér, efast um, að það hafi verið hið mesta gæfuspor, er Hallgrímur Kristinsson beitti sér fyrir því, að Kaupfélag Eyfirðinga — og síðar önnur kaupfélög — breytti skipulagi sínu í það horf, sem sannreynt var í Bretlandi að var hið bezta og heppilegasta fyrir vöxt og viðgang sam- vinnuhreyfingarinnar og þjóðfélagið í heild. Með því að selja vörur venjulegu gangverði og hvetja félagsmenn til þess að geyma það fé, er endurgreiða bar á vöruviðskiptin í félögunum, var fundin heppileg leið til þess að útvega fé- lögunum fjármagn til aukinna áhrifa og athafna, en fjármagnsþörfin var brýn og eitt hið mesta vandamál pöntunarfélaganna, og varð raunar mörgum þeirra að falli. Þótt Rochdale-skipulagið á verzluninni væri þannig upp tekið hér, breytti það vitaskuld ekki eðli samvinnuverzlunarinnar. Hér var aðeins um skipulagsbreytingu að ræða. Félagsmenn fengu eftir sem áður vörur sínar með kostnaðarverði. Munurinn er aðeins sá, að þeir greiddu lítið eitt meira en kostnaðarverð til bráðabirgða, en fengu endurgreiðslu, er rcikn- ingar voru upp gerðir,kostnaður greiddur og lög- boðin tillög til tryggingarsjóða. Meðan kaupfé- lögin voru aðeins pöntunarfélög, datt engum í hug, að skattleggja bæri viðskipti félagsmann- anna við þau. Þau viðskipti miðuðust við það, að spara útgjiild, en ekki að auka tekjur félags- mannanna. Með skipulagsbreytingu kaupfélag- anna til Rochdale-reglunnar, varð raunverulega engin breyting á þessu. Viðskipti kaupfélags- manns við félag hans miðast enn í dag við það að spara honum útgjöld, og þau auka vitaskuld ekki tekjur félagsmannsins. Allt pað jé, sem hann leetur félagið fá fyrir vörur, er liann haupir, er hans eign, enda greiðir hann skatta af pvi, sem einstaklingur. Það er engin breyting á eðli máls- ins, þótt 5—15% af þessu fé standi inni hjá kaup- félaginu um hríð, eða þangað til reikningar þess eru upp gerðir, og endurgreiðsla á vörukaupin ákveðin af löglegum félagsfundi. Hér cr aðeins að ræða um bókhaldsatriði, og viðskiptum félags og félagsmanna er raunverulega ekki lokið fyrr en endurgreiðslan hefur farið fram, eins og svo greinilega er tekið fram í áliti norsku nefndar- innar, sem fjallaði um skattamál kaupfélaganna og vitnað var til hér í ritinu fyrir nokkru. Þessi skilningur á eðli samvinnuverzlunar er og hvar- vetna fyrir hendi meðal menningarþjóða. Má þar til dæmis nefna, að nú stendur fyrir dyrum endurskoðun á skattalögum Dana. í sambandi við umræður, sem orðið hafa þar í landi um skattgreiðslur samvinnufélaga, hefur einn þeirra manna, sem um það mál hafa fjallað, fyrrver- andi innanríkisráðherra, Bertel Dahlgaard, sagt Jretta m. a., í viðtali við danskt blað: „----Það er ekki hægt að halda því fram, að tckjuafgangur, sem skipt er í milli neyt- enda, sem í félagsskap starfrækja verzlunar- búð, sé sama eðlis og tekjuafgangur, sem skipt er í milli hlutafjáreigenda, er starf- rækja fyrirtæki sem hluthafar. Þetta eru tveir ólíkir heimar....“ Þannig líta sanngjarnir menn á, jafnvel þótt þcir séu ekki samvinnumenn. Það er fróðlegt að bera þessi ummæli saman við „röksemdir" ís- lenzkra kaupsýslumanna um þctta efni. Um það efni var svo sagt í „Frjálsri verzlun", tímariti reykvískra kaupsýslumanna, fyrir nokkru: „----Að Jrað sé ekki sanngjarnt og æskilegt, að kaupfélög greiði skatt af þeim arði, sem þau endurgreiða félögum sínum, er álíka og ef hlutafélag greiðir hluthöfum arð, en þarf engan skatt að greiða af þeirri upphæð, er til arðsútborgunar kemur.. . . “ Þannig er rekinn áróðurinn fyrir því um þessar mundir, að villa mönnum sýn á eðli sam- vinnuverzlunar og leggja stein í götu samvinnu- hreyfingarinnar með óeðlilegri og ósanngjarnri skattheimtu ríkisins, sem hvergi þekkist á byggðu bóli slík, sem Jressir áróðursmenn fara fram á. AD hefur borið við, að þegar rökin um þetta efni hefur þrotið, hafa þessir áróðursmenn tekið sér stöðu í öðru vígi og herjað þaðan. Ný- lega hefur t. d. stærsta landsmáiablaðið birt langar greinar, þar sem Jjví er haldið fram, að eitt stærsta kaupfélag landsins sé ómagi á skatt- þegnunum, með því að það greiði ekki sambæri- legt litsvar og einkareksturinn. Hefur blaðið birt margar tölur máli sínu til sönnunar. Við nána athugun sést fljótt, að hér er einnig um blekkingu að ræða á borð við kenningu „Frjálsr- ar verzlunar" um eðli hlutafélaga og samvinnu- félaga. Það er hægt að sanna ýmislegt með tölum á yfirborðinu, sérstaklega ef allar tölurnar eru ekki lagðar fram. í útsvarsádeilunum hefur ein- mitt það gerzt, að aðeins hálf sagan er þar sögð. Samkvæmt skattalöggjöfinni frá 1941 geta bæjar- og sveitarfélög ekki lagt útsvör á liærri upphæð en 200 þúsund krónur. Ríkisvaldið hefur einka- rétt á skattlagningu tekna umfram Jrá upphæð. Þar sem mikill og margháttaður rekstur kemur saman hjá einu fyrirtæki, verður Jretta laga- ákvæði til þess, að bæjarfélagið eða sveitarfélagið fær óeðlilega lítinn hluta af þeim fjárfúlgum, sem stórum fyrirtækjum er gert að greiða í opin- ber gjöld, en ríkið óeðlilega stóran hlut. / pessu efni gildir pað einu, hvort i hlut á samvimiufc lag eða einkafyrirtceki, og eru pau skalllögð á sa?na hátt, þegar yfir petta mark er komið, og er pað i sjálfu sér mjög ranglátt. Lagaákvccði petta leiðir beinlinis til pess, að pað er ekki hœgt, lögum samkvœmt, að leggja hœrra útsvar á nokkurt fyrirtœki, hvernig sem pvi er háttað, en um 100 púsund krónur, jafnvel pótt skatt- greiðslur til hins opinbera neini margfaldri peirri upphæð. Vitaskuld er þesi misskipting opinberra gjalda milli bæjar- og sveitarfélaga annars vegar og ríkisvaldsins hins vegar, engan veginn til komin vegna óska eða afskipta samvinnumanna, heldur Jrvert á móti, og það er því í fyllsta máta ósanngjarnt og ómaklegt, að nota þetta laga- ákvæði, sem samvinnufélögunum er síður en svo hagur að, til þess að ráðast á Jrau, svo sem gert hefur verið nú nýlega, og saka þau um að skjóta sér undan því að greiða eðlilega skatta til bæjar- og sveitarsjóða. Öll sú herferð hefur vcrið rekin meira af kappi en forsjá, og hún hefur vissulega ekki verið til vegsauka fyrir þá, sem henni hrundu af stað. Með slíkum málatilbúnaði verð- ur ekkert mál unnið í lýðfrjálsu landi. í STUTTU MÁLI Afmœli Samvinnuskólans. í þessum mán- uði átti Samvinnuskólinn 30 ára afmæli. Var þess minnzt með veglegu hófi að Hótel Borg í Reykjavík. Hófið sátu um 200 manns. Voru þar fluttar margar ræður fyrir minni skól- ans, m. a. stutt ávörp frá nemendum allra 30 árganga skólans. Skólastjórinn, Jónas Jónsson, og frú hans, voru heiðursgestir sam- kvæmisins. Af þessu tilefni afhentu nemend- ur skólastjóranum sjóð, er bera skal nafn hans, og vera til styrktar efnilegum nemend- um. Þrjátíu ára starfs Samvinnuskólans verð- ur minnzt ýtarlega í næsta hefti „Samvinn- unnar“. Sigurður á Arnarvatni látinn. Hinn 24. febrúar s. 1. andaðist Sigurður Jónsson skáld og bóndi á Arnarvatni, i Sjúkrahusi Akur- eyrar, eftir langa og þunga legu. Þessa þjóð- kunna skálds, samvinnumanns og bónda verður ýtarlega minnzt hér í ritinu innan skamms. Jón Sigurðsson í Yztafelli ritar þá um Sigurð og ævistarf hans. (Framhald á bls. 26) SAMVfNNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði Argangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 3. heíti Marz 1949 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.