Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 5
verðflokkar eru á skinnum. Ef veiði- maður hefur verið svo heppinn að ná í tófu, þá girnist hann mjög að vita, í hvaða flokk kaupmanni þókn- ast að setja skinnið. En hann hefur úrslitavaldið í því máli. Fái veiði- maður skinn sitt sett í fyrsta flokk, þá ljómar hann af ánægju og þakkar kær- lega fyrir sig. Og nú getur verzlunin hafizt. Það er að segja, nú eru aurarn- ir látnir á búðarborðið, og þá er ekki til setunnar boðið, því að kuldinn í búðinni er nístandi. Utlendingar eiga bágt með að trúa þessu, en sannleikur er það samt, að í þessu kaldasta landi heims fyrir- finnst ekki upphituð verzlunarbúð (að undanskilinni einni í höfuðstaðn- um, Godthaab, en fyrst á þessu ári). Kuldinn nístir, og menn hafa ekki heilsu til þess að prútta lengi við verzlunarstjórann, heldur taka úr- skurði hans umyrðalaust. Sumar vörur þola ekki frost, og því er ekki liægt að selja þær að vetrin- um, þegar kaldast er. Þá er ómögu- legt að ná sápunni úr tunnunni. Stundum frýs sykurinn í stóra köggla, og þess vegna getur verzlunin ekki haft þær vörur á boðstólum, sem eru þannig skapaðar, að þola ekki dálítið frost. í rauninni er búðin aðeins afhend- ingarstaður fyrir hinar allra bráð- nauðsynlegustu og óskemmtilegustu lífsnauðsynjar. Ekkert, sem gleður augað eða góminn, er að sjá þar, svo að ekki sé nú talað um úrval, sem viðskiptamennirnir geta handleikið! Þarna er ekkert að hafa nema það, sem verzlunin hefur mælt og vegið eins og henni þykir bezt henta. Út- stillingar þekkjast ekki. Og til hvers væri svo sem að hafa fyrir slíku? Þarna er ekkert til að kaupa nema það, sem allir þekkja og hafa þekkt í mörg ár. Viðskiptamennirnir geta til dæmis valið um tvær tegundir dúka í klæðn- að, önnur tegundin er fyrir karlmenn, en hin fyrir konur, og úr því sauma þær stakka. Þegar einn strangi er upp- urinn, er annar tekinn niður, og mælt af honum, unz hann er líka búinn. Á þennan hátt hefur danska ríkið rekið verzlun á Grænlandi í mörg ár, en nokkrar úrbætur hafa nú nýlega verið gerðar. Má þar til dæmis nefna það, að eftirlitsmaður með verzlun- inni liefur verið skipaður, og er hann duglegur og áhugasamur maður, en skipan hans er ekki lausnin og verður Iteldur ekki lausnin. Það, sem hér þarf, er, að fólkið sjálft hafi áhuga fyrir verzluninni, og ef einhver borgari setur upp verzlun og selur ódýrari og betri vörur, þá á hann að fá að gera það. Það er þjóð- inni fyrir beztu. Þetta er líka hugmynd Hedtofts forsætisráðherra, og nú mun þessi skipan komast á. Nú á hinn forni að- skilnaður Grænlendinga og Dana að hverfa. Fram að þessu hafa verið í gildi sérstök hegningarlög fyrir hina fyrrnefndu, og allt önnur lög fyrir liina síðarnefndu. En því var ekki hægt að halda áfram lengur. Nú voru menn komnir að þeirri niðurstöðu, að þegar Grænlendingur var settur í stöðu á ábyrgð stjórnarinnar eða kirkjunnar, þá hlyti hann jafnframt að teljast undirgefinn hin dönsku lög. En veiðimenn, fiskimenn og fjár- menn, sem framleiða þær vörur, sem halda lífinu í nýlendunni, stóðu á lægri tröppu í lífinu. Fyrir þá gilda enn í dag önnur lög, en þetta skipu- lag á að hverfa með þessu ári. Nefnd hefur nú verið skipuð til þess að ákveða sömu lífskjör allra þeirra, sem á Grænlandi búa, hvort sem þeir eru Danir eða Grænlendingar. Og með orðunum „sömu kjör“ er átt við sömu laun fyrir sömu vinnu. En það hefur nú verið öðruvísi fram að þessu. Grænlenzkur verkamaður fékk sultar- laun á danska vísu. Stundum hafa grænlenzkir handverksmenn verið í Danmörku og lært handverk sitt þar og fengið réttindi sem fullgildir liand- verksmenn. En þegar þessir menn hafa kornið heirn til Grænlands, þá eru þeim skömmtuð miklu lægri laun en danskir stéttarbræður þeirra á Grænlandi fá. Hið sama gildir um verzlunarstjóra, grænlenzka presta og venjulega daglaunamenn. Nú er sagt, að Grænlendingar fái svo margt ókeypis. Þeir greiði enga beina skatta, og það er satt, en það má líka benda á stóra óbeina skatta. í hvert sinn sem veiðimaður eða fiski- maður afhendir vöru sína til verzlun- arinnar, eru 20% andvirðisins dregið frá, og þetta fé fer til almennra sjóða, sem standa undir útgjöldum, sem fólk mundi gjarnan greiða sjálft, ef það aðeins fengi sömu laun og sömu kjör og annað fólk í veröldinni. Og svo er sagt, að Grænlendingar séu ekki eins duglegir og annað fólk. Þetta er heimskuþvaður. Látið Græn- lendinginn fá vöruúrval í verzlunina, svo að það freisti hans að taka til höndunum, safna aurum til þess að geta keypt það, sem augað girnist, og þá mun koma í ljós, hvað býr í græn- lenzkum fiskimönnum, veiðimönnum og fjárbændum. En nú mun allt þetta brátt tilheyra sögunni. Nú eru nýir tímar og nýjar hugmyndir að renna upp yfir þessa dönsku nýlendu. Nýr andi svífur þar yfir vötnunum. Og þesi andi mun fyrirliitta áhuga og starfsgleði íbúa, sem einskis óska frekar en geta lifað mannsæmandi lífi, rétt eins og fólk í öðrum þjóðlöndum. Og Grænland er stórt og dásamlegt land eftir sem áður. Það er land hinna djúpu fjarða, hraustu kajaksjómanna og djörfu bjarndýraveiðimanna. Þang- að munu ferðamenn sækja í framtíð- inni í leit að ævintýrum og náttúru- dýrð, sem ekki á sinn líka í veröld- inni. En áður en það verður, þarf að segja rneira frá Grænlandi, og í næstu heftum „Samvinnunnar" birtast grein- ar, sem lýsa Grænlandi framtíðarinn- ar, því að nú er nýr tími upp runn- inn. Nú mun lífshamingjanþarnorður frá verða meiri en áður var. Og fólkið hefur á undanförnum árum greitt stórar afborganir þessarar lífsham- ingju framtíðarinnar með undirokun, sem fyrst nú, á miðri tuttugustu öld- inni, er að líða undir lok. Önnur greinin í þessum greinaflokki PETER FREUCHEN birtist í næsta hefti og fjallar hún um grænlenzkan veiðiskap og veiðimenn. — Þriðja og síðasta greinin, sem væntanlega mun birtast í maíheftinu fjallar um sjósókn Grænlendmga og græn- lenzka útgerð. 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.