Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 19
COVENT GARDEN „Rausnin" í útvarpsdagskránni Útvarpsþáttur eftir Frosta. (Framhald af bls. 15) 1947 gisti ítalskur óperuflokkur Co- vent Garden og sýndi nafnkunnar ■óperur. í hópnum var hinn heimsfrægi tenórsöngvari Benjamino Gigli, og dóttir hans, sem einnig er mikilhæf söngkona. Til gamans má geta þess, að einn íslendignur hefur sungið á Co- vent Garden á þessu ári. Er það Þor- steinn Hannesson frá Siglufirði. BRETAR SEGJA, að á Englandi sé engin stofnun lík Covent Garden, og þeir tala um óperuna með aðdáun og virðingu eins og svo margt annað, sem hefur staðizt brotsjóa tímans. Óperan er í þeirra augum minnis- merki horfinna, glæsilegra tíma. Inn- an dyra minnir allt á forna dýrð, á þá tíð, er Bretar voru voldugir og ríkir, og höfðu aldrei heyrt getið um gjald- eyrisskort og önnur nýtízkuieg efni. Andi Hándels, Thackerays, Balzacs og annarra meistara ljóðs og lags loðir þar enn við veggina og áhorfendur verða næsta undrandi er þeir koma út á göt- una, að sýningu lokinni, og sjá þar bif- reiðar módel 1949, en ekki hestvagna hinnar gömlu, æruverðugu Lundúna- borgar. í aðalsal óperunnar má tíðum sjá frægustu og voldugustu menn Bret- lands meðal áhorfenda, og þar er kraf- ist samkvæmisklæðnaðs. Á svölunum — sem stundum eru nefndar „Val- höll“ — eru samt beztu óperugestirnir, sem sækja flestar sýningar fyrir lítið verð og eru stoltir af því að sitja ekki í hægum sætum meðal fína fólksins, heldur á hörðum bekkjum Valhallar. í Covent Garden má sjá þverskurð- armynd brezku þjóðarinnar. LJÓSMYNDIR í ÞESSU HEFTI: Forsíðumynd og myndir frá Grænlandi eftir JETTE BANG. Myndir frá neta- verkstæði eftir GUÐNAÞÓRÐARSON. ÚTVARPSDAGSKRÁIN í vetur hef- ur yfirleitt verið æði viðburðasnauð og ekki unnt að merkja mikla framför frá því, sem áður hefur verið. Þó má benda á einstaka dagskrárliði, sem skarað hafa fram úr, og sem sýna ótvírætt, hvað hægt er að gera, ef rækt er lögð við dagskrána og undirbúning hennar. Það er sorglegt til þess að vita, að þessir ágætu dagskrárliðir skulu vera svo fáir og strjálir, sem raun ber vitni. Og í því sambandi mun útvarpshlustendur fýsa áð heyra, í hverju hún er fólgin „rausn- in“, sem háttvirt fjárveitinganefnd Al- þingis segir í áliti sínu um fjárlaga- frumvarpið, dagskrárstjórnina hafa sýnt í fjárútlátum fyrir útvarpsefni. — Þessar upplýsingar koma á óvart. Hlustendum flestum mun finnast, að miðað við útvarpsgjaldið og fjárhags- lega afkomu útvarpsins, sé sízt um nokkra „rausn“ að ræða á þeirri hlið útvarpsstarfseminnar, sem snýr að hlustendunum. Hef eg áður á það minnzt, að sú skoðun miuii útbreidd meðal þeirra, að útvarpinu beri skylda til að verja meira fé og starfi í dag- skrána. Reynslan sýnir, að útvarpið hefur mjög góð ráð á því. EN SVO VIKIÐ sé aftur að þeim ein- stöku dagskrárliðum, sem markverðir mega teljast og sýna, hvað hægt er að gera, vil eg fyrst nefna flutninginn á leikriti J. B. Priestleys — Óboðinn gestur — í vetur, undir leikstjóm Vals Gíslasonar. Þetta leikrit hafði margs konar kosti, m. a. þá, að vera í senn vekjandi og spennandi. Eg sá þetta leikrit á erlendu leiksviði fyrir nokkr- um árum, og ekki gat eg merkt að ís- lenzku leikararnir, sem fluttu það í út- varpið, væru á nokkum hátt eftirbátar hinna erlendu leikara, sem margir voru þó kunnir menn. Þetta leikrit er óefað eftirminnilegasti leikviðburðurinn í út- varpinu á þessum vetri. Stundum hefur allvel verið gert á þeim vettvangi, en æði oft slaklega. Hvers vegna tekur út- varpið ekki fleiri leikrit Priestleys til meðferðar? Þau hafa mörg þann mikla kost, að vera hugvekjur um þjóðfélags- mál, í senn vekjandi og spennandi. Slíkt efni er of sjaldgæft í útvarpinu. — Af öðrum dagskrárliðum, er upp úr gnæfa, vil eg fyrst nefna erindi dr. Matthíasar Jónassonar, en sá galli var á meðferð útvarpsins á þeim, að þau voru flutt á óvenjulegum útvarpstíma og fóru því fram hjá mörgum, einkum þar sem út- varpið sjálft auglýsti þennan flutning hvergi nærri nógu oft og rækilega. Fyrir þá sök eina hafa margir hlustend- ; ur orðið af þessum merka erindaflokki !; um vandamál, sem flest heimili lands- ;! ins glíma við í einhverjiun mæli — ;| uppeldi og mannrækt. — Enn vil eg !| nefna nýjung, sem útvarpið tók upp ; fyrir nokkru, og vonandi verður ekki !; endaslepp eins og sumir „þættir“ fyrri !; ára. Það eru „viðtölin úr sveitinni“. ;! Þessi viðtöl hafa til þessa sýnt, að fleira !| er að frétta úr sveitum landsins en dag- ; leg fréttaskeyti gefa tilefni til að ætla. ;; Hvarvetna er mikið um ræktunar- !; framkvæmdir, nýjungar í félagslífi o. ;! m. fl„ svo sem greinilega kom fram í !; hinu skcmmtilcga viðtali við Baldur ;! Baldvinsson bónda á Ófeigsstöðum nú í ;; þessum mánuði. Með slíkum lifandi !; fréttaflutningi úr sveitinni getur út- ;! varpið e. t. v. vegið nokkuð í móti þeim 1; miður heppilegu áhrifum, sem auglýs- ;! ingaskrifstofa útvarpsins og fjáröflun ;; þess hafa á sveitaæskuna með hinum !l margendurteknu og þreytandi skemmt- ;! ana-auglýsingum kaupstaðarbúa. — !; Stundum mætti ætla, af útvarpsauglýs- ;! ingum, að öll þjóðin dansaði, eins og ;; kongressinn í Vín. !! EG HEF ÁÐUR rætt um bamatím- !; ana í þessum þáttum og gagnrýnt þá. ; Einu sinni eða tvisvar í vetur hef eg þó !; heyrt barnatíma, sem nálguðust að ;! vera eins og sá dagskrárliður á að vera. ;; Þ. e. skemmtilegur og fræðandi í senn. ![ Hafði augsýnilega verið lögð mikil rækt ;! við undirbúning þessara tíma og var !; ánægjulegt að verða var við það. Þessa ;! tvo barnatíma annaðist frk. Hildur ;> Kalman og á hún þakkir skildar fyrir !; frammistöðuna. Eftirtekt bamanna og ;! ánægja er bezti mælikvarðinn á það, !; hvort barnatímamir ná tilgangi sínum !| eða ekki. Þessir tveir tímar stóðust það ;! próf með prýði. Verður vonandi fram- ]; hald á slíkum undirbúningi og þessum !! þýðingarmikla dagskrárlið meiri sómi |; sýndur hér eftir en yfirleitt hefur verið !; gert hingað til. ■ FLEIRA MÆTTI hér til tína, sem vel ;; hefur verið gert í útvarpinu. Það ber að ! þakka og meta að verðleikum. En út- varpshlustendur mega ekki þar fyrir !; slaka á þeirri kröfu, að öll dagskráin l! beri vott um vandvirkni, smekkvísi og ;! það menningarhlutverk, sem útvarp- l! inu er ætlað að leysa af hendi í þjóð- félaginu. Þrátt fyrir nokkra merkja- |; steina í útvarpsdagskrá vetrarins, er ![ enn langt í land að því marki sé náð. |; F R O S TI. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.