Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 25
KONURNAR OG SAMVINNAN bandið, sem hefur með höndum mjög athhyglisverða starfsemi til þess að endurbæta gerð húsgagna, leirkera, skrautmuna og annars þess, sem fólk notar til heimilisþæg- inda og heimiilsprýði. Hefur verið greint nokkuð frá þeirri starfsemi áður hér í ritinu og því eigi ástæða til að endurtaka það hér. —o— „Samvinnan" birtir hér á þessari blaðsíðu þrjár myndir af búshlut- um, sem athygli vöktu. Bera þeir allir vott um ágæti sænskrar fram- leiðslu og um listrænt form, en á það er lögð mikil áherzla. Sviar leggja mikla áherzlu á létt, einföld og Ijós húsgögn, en vilja forðast hinn þunga, dökka og drungalcga húsbúnað. Þessi stofa hlaut viðurkenningu fyrir lislrœn form húsgagnanna, hagnýta gerð og framúrskarandi vandaða vinnu. Vörukennsla sænsku húsmæðradeildarinnar SNEMMA á þessu ári efndu hús- mæðradeild sænska samvinnu- sambandsins og sænska samvinnu- tímaritið Vi til merkilegrar sam- ;; keppni um gæði að listrænt form Iheimilistækja og húsbúnaðar. Alls var heitið 700 verðlaunum, samtals um 20 þúsund sænskar krónur. í ;; þessari samkeppni var og gert ráð ;; fyrir verðlaunum til þeirra hús- ;; mæðra, sem sendu húsmæðradeild- ;; inni hagnýtustu baksturs-uppskrift- |; ir. Uppskriftirnar voru reyndar í <1 reynslueldhúsi húsmæðradeildar- !| innar og úr látið skera, hvað var í !; senn hagnýtast, ódýrast og hollast, ;; en ekki það, hvað var skrautlegast i’ og „sætast“. Alls kyns heimilistæki i; og húsgögn voru send til sam- j; keppninnar af framleiðendum, og J; var þar margt nýstárlegt og gagn- ;| legt að sjá, svo sem nýja tegund af ;! rafmagnssaumavélum frá Hugin- <! samvinnuverksmiðjunum, alls kon- !; ar leirvörur og postulínsvörur frá Gústafsbergi, hinni frægu leirvöru- og postulínsverksmiðju samvinnu- manna, luisgögn hvers konar o. m. fl. SAMKEPPNI þessi hafði tvenns konar tilgang. í fyrsta lagi að kynna landsfólkinu hinar nýjustu, smekklegustu og gagnlegustu fram- leiðsluvörur samvinnufyrirtækj- anna og leiða athygli að leit þeirra að liagnýtum heimilisbúnaði. Og í öðru lagi var hún stórfelld aug- lýsing um menningarhlutverk sam- vinnuhreyfingarinnar og þá miklu áherzlu, sem lögð er á vöruvöndun af sænsku kaupfélögunum og fyrir- tækjum þeirra. Þótt sænsku kaupfélögin liafi haft forgöngu um þessa starfsemi, og þeim beri að þakka brautryðjenda- starfið, leggja nú önnur kaupfélög dyggilega hönd á plóginn. Má þar til nefna danska kaupfélagasam- Maiursett af þessari gerð frá Gustafsberg- verksmiðjunum, hlaut viðurkenningu. Þetta er súþuskál eða súpubolli. Mynstur settsins og gerð er öll hin smekklegasta og efnið mjög endingargott. Þessi sœnski hraðsuðuþottur hefir verið marg- reyndur á vísindalegan hátt, og hefir hann reynzt fullkomlega öruggur og standa sizt að baki erlendri framleiðslu. Og verðið er áreiðanlega samkeppnisfcert, — það er 44 kr. samskar fyrir pottinn. Þessi ágœti gripur fékk verðlaun. 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.