Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 10
Garry Davies tekur á móti hyUingarhrópum 20.000 manna i Vélodrome d'Hiver i Paris. en það, að hann er einn af almenn- ingi, ókunn stærð í þjóðfélaginu, sem enginn er skuldbundinn að taka hið minnsta tillit til. Þegar liann afhenti passaslitrurnar sínar í bandaríska sendiráðinu í París, þá átti hann á hættu að lenda í klóm frönsku inn- flytjenda-lögreglunnar og verða sett- ur í búðir þær, sem starfræktar eru fyrir föðurlandsleysingjana, sem eng- in vegabréf hafa. Og Garry Davis hafði aldrei sýnt að hann væri meira en meðalmaður, fyrr en hann fann upp á þeirri snjöllu hugmynd, að útnefna sjálfan sig til heims- borgara. Hann heldur ekki miklar ræður og skrifar ekki eftirtektarverð- ar greinar i blöðin. Það er eiginlega ekkert við manninn, sem aðskilur hann frá fjöldanum. Hann gengur um klæddur í brúnan skinnjakka, í amer- ískum hermannastíl, en í barminum ber Iiann heimsborgaramerki það, sem hann hefur sjálfur fundið upp. Hann lítur út eins og miðlungsborg- ari. Hann getur, án þess að skrökva, hrópað: „Fólkið — það er ég.“ Og þegar hann segir fólkið, þá á hann ekki við franskt fólk eða bandarískt, heldur sjálft mannkynið. í þessu er fólginn lykillinn að þeim leyndar- dómi, hvernig hann hefur farið að því að vekja athygli og safna að sér lærisveinum, því að enginn þorir í rauninni að hundsa það, sem ,,fólkið“ vill. Það er miklu léttara að hundsa vísindin eða bókmenntirnar. Einstein — sem ætti að vita, hvað liann talar um — hefur sagt, að hann telji lík- legt, að þrír fjórðuhlutar mannkyns- ins muni farast í næstu styrjöld. Ætti Ungur Bandaríkjamaður, Garry Da- vis, vann sér það til frægðar í París í fyrra, að rífa sundur vegabréfið sitt og lýsa því yfir að hann væri „heimsborgari“. Davis hefur safn- að um sig álitlegum hóp lærisveina og látið talsvert til sín taka í Frakk- landi. Var uppátæki hans skrípa- leikur eða sögulegur viðburður? Um það er rætt í þessari grein. þessi vitneskja ekki að vera nægileg til Jress að hræra upp í hugum fólks — gera eittlivað óvenjulegt? í rauninni er sagan um Garry Davis — liinn 27 ára gamla, fyrrverandi sprengjuflugmann Bandaríkjahers — ein liin markverðasta, sem gerzt hefur á liðnu ári. Líf hans allt er tilvalin undirstaða fyrir þjóðsögu eða dýrlingasögu. í því er að finna nær þvi allan efnivið, sem til þess jrarf að skapa hetju- eða dýr- lingsmynd. Sagan um Garry Davis gæti orðið vestræn Gandhi-þjóðsaga. Það er margt líkt með hinum ind- verska Mahatma, sem settist við spuna- rokkinn og spann til þess að stuðla þannig að frelsi lands síns, og hinum sjálfútnefnda föðurlandslausa heims- borgara, sem settist að á tröppum þinghúss Sameinuðu þjóðanna, með svefnpokann sinn og ritvélina, til þess að berjast fyrir alheimsríkinu. Mikilleiki Gandhis var líka fólginn í smæð hans. Vopn hans var spunarokk- urinn, en vopn Garrys er ritvélin — og þarna eru táknin fyrir Austurlönd og Vesturlönd. Gandhi tókst að leiða hugsjónir sínar fram til sigurs, og ef til vill er í þeirri sögu fólgin ábending um það, að barátta Garrys sé alls ekki vonlaus. Það er aðeins ekki vitað, hvort Garry á þann hinn heilaga hug- sjónaeld, sem brann í hjarta Gandhis. Garry Davis er vissulega ekkert „geni“. Og liann er heldur ekki gædd- ur mikilli skipulagsgáfu. Hann er bara tákn, og þar með hefur hann efniviðinn fyrir mikinn skipuleggj- anda, að gera hreyfinguna að miklu afli. Fram að þessu hafa margvíslegar hreyfingar og mannhópar safnast um 10

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.