Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 8
félaganna. Glæða trúna á mátt sam- takanna og hollustu hvers einstaklings gagnvart félagi sínu. í því efni er afar mikilsvert að geta haft áhrif á hina ungu og uppvaxandi félagsmanna- kynslóð. Nú þegar þrotlaus og sefjandi áróð- ur fyrir annarlegum þjóðmálastefn- um berst stöðugt að eyrum manna, á öldum ljósvakans, og óhemju blaða- kosti er til þess varið, að lofa þeim gulli og grænum skógum, sem taka vilja trúna á þann boðskap, er það rnikið menningarhlutverk, að vernda menn frá því, að falla í fang þeirra flokka, sem ekki veita alþjóð annað en visin laufblöð og köngurlóarvefi þegar til uppfyllingar á loforðunum skal koma. Það er mikið hlutverk og gott, að vinna að því í ræðu og riti, og í hversdagsþjónustu hjá samvinnu- félögunum, að gera almenningi, jafnt félögum í samvinnufélögum og þeim, sem ennþá standa utan þeirra, ljóst, að samvinnustefnan er mannbótastefna, þjóðbótastefna, sú félagsmálastefna, sem líklegust er til þess, að geta skap- að varanlegan frið á okkar hernaðar- hrjáðu jörðu. Að hún er stefna, sem gefa vill hverjum sitt, gefa hverjum fuflan ávöxt verka sinna, gefa hverj- um einstakling tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna. Að samvinnu- stefnan geldur fylgjendum sínum verkalaunin í skírum málmi en ekki svikinni mynt. Eitt af þeim hlutverkum, sem sam- vinnufélögununr ber að rækja af alúð á komandi árum, er að mynda söfn valinna bóka um samvinnumál og önnur félagsmál, þar sem slík söfn eru ekki þegar fyrir hendi, en efla sem mest þau sem þegar eru mynduð. Fari sú starfsemi vel úr hendi er að henni ómetanlegur styrkur fyrir sam- vinnustefnuna. Fundahöld og fyrir- lestrar um samvinnumál hljóta einn- ig að verða snar þáttur í félagsmála- starfsemi komandi ára. Kvikmynda- sýningar í sambandi við þá starfsemi geta vafalaust verið mikil hjálpar- tæki. Starfsmenn livers kaupfélags ættu að hafa með sér félagsskap og taka virkan þátt í félagsmálastarfseminni. Hlutverk slíkra félaga mundi meðal annars vera að gera starfsmönnun- um sjálfum ljóst að til þess verður að ætlast, að þeir noti hvert tækifæri, sem býðst, t. d. við dagleg afgreiðslu- störf, að vinna að gengi samvinnu- stefnunnar og fræða menn um tilgang hennar og eðli. Starfsmannafélögin gætu síðan myndað samband sín á milli ef henta þætti. Kynnisfarir milli kaupfélaga og starfmannaskipti væru mjög æskileg, enda er það málefni nú komið á dagskrá hjá kaupfélögunum. Eitt af því, sem samvinnufélögin þurfa að vinna, og vinna áður en orð- ið er um seinan, er að vernda frá gleymsku og glötun ýmsar minjar frá fyrstu starfsárum sínum. Elztu hús samvinnufélaganna hljóta nú senn að falla fyrir tímans tönn beinlínis, eða verða að víkja fyrir kröfum hins nýja tíma. Áður en þau verða jöfnuð við jörðu virðist einboðið, að gerðar verði ráðstafanir til þess, að af þeim verði gerð líkön, sem auðvelt yrði síðan að geyma í húsum þeim, sem rísa rnundu á grunni hinna fyrstu húsa. Með nýjum tíma skapast allt af ný viðhorf, ný verkefni, ný vandamál, sem leysa þarf. Þegar samvinnufélögin hafa leyst eitt verkefni bíður jafnan annað úrlausnar. í því eru fólgnir miklir og dýrmætir vaxtarmöguleikar fyrir félögin. Hættan á að þau stein- gervist í einhverju föstu óbreytanlegu formi er hverfandi lítil vegna þess hve þau eru nátengd lífi almennings. Vafalaust mæta samvinnufélögun- um miklir örðugleikar í nánustu framtíð, ef dæma skal eftir þeim blikum, sem nú eru á lofti í þjóðfé- lagi okkar. Ymsir aðilar á þjóðmála- sviðinu vilja sitja yfir hlut þeirra, líkt og Guðmundur ríki yfir hlut bænda á sinni tíð. Því til sönnunar þarf ekki annað en að minna á skatta og útsvars- álögur, veitingar innflutnings- og gjaldeyrisleyfa o. s. frv. Öllum þeim Möðruvallahöfðingjum, sem þannig vilja setjast upp á búum okkar sam- vinnumanna þurfum við að færa heim sanninn, með því að sýna hina sterku hönd samtakanna, líka og þegar Ó- feigur í Skörðum sýndi hinum ríka manni hnefa sinn forðum. Vel má vera, að samvinnufélögin tapi ein- hverjum orustum, sem háðar hljóta að verða um þessi efni í náinni fram- tíð, en þess er ég fullviss, að svo sem sagt er um Englendinga, öndvegis- þjóð lýðræðisins í heiminum, að þeir tapi gjarnan orustum, en vinni þó ætíð stríðin að lokum, svo muni einn- ig íslenzku samvinnufélögin ganga með lokasigurinn af hólmi í hinum væntanlegu átökum. Baráttan við verðbólguna í landinu hlýtur að verða eitt af hinum erfið- ustu viðfangsefnum samvinnufélag- anna í framtíðinni. í sambandi við þá baráttu væri vafalaust tímabært að liefja skipulagða starfsemi til þess að innræta þjóðinni hina fornu, en því miður næstum gleymdu dyggð: spar- semina. Ógætni og hirðuleysi í með- ferð fjármuna keyrir nú svo úr hófi að til þjóðarvoða horfir. Engin félags- samtök í landinu virðast líklegri til að beita sér fyrir stefnubreytingu í þeim efnum, en einmitt kaupfélög- in. í þeirri baráttu og allri efnahags- legri og menningarlegri starfsemi sinni á komandi tímum, er samvinnu- félögunum nauðsyn að muna fortíð sína, sögu sína. Sérstaklega er höfuð- nauðsyn að gera hinni uppvaxandi kynslóð ljóst hvaða ástand ríkti í landinu áður en félögin hófu starf sitt. Hvaða störf hafa verið unnin og hvaða fórnir þau störf hafa kostað. Gleymist það, falli fortíðin í fyrnsku, er hætt við að hinir yngri félagsmenn fari að líta á félögin sem sjálfsagðan lilut, jafnvel sér óviðkomandi, stofn- un, sem sjálfsagt sé að lreimta sem mest af, en gefa sem minnst á móti. Nái slíkur hugsunarháttur að festa rætur er alvarleg hætta á ferðum. Mestu varðar jafnan að treysta vel grunn þeirra bygginga, sem hátt skulu rísa og lengi standa. Mesta nauðsyn samvinnufélaganna er að glæða hinn sanna samvinnuanda meðal félags- manna sinna, en það verður bezt gert með því að hafa í heiðri þær hug- sjónir, sem mest ljómaði upp af á fyrstu árum íslenzkra samvinnufé- laga. Takist að tendra þann eld nógu víða og næra hann með frjóu félags- starfi þarf engu að kvíða um fram- tíðina. Þá mun samvinnumönnum skiljast hve dýran menningararf sam- vinnufélögin hafa veitt þeim, þá mun þeim renna kapp í kinn og þeir öðl- ast þann metnað að kappkosta að skila þeim dýra arfi nokkru meiri og betri í hendur framtíðarinnar en hann var þeim í hendur fenginn. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.