Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 20
Frá samvinnustarfinu erlendis Danmörk. Samvinnufélögin í Danmörk hafa haldið áfram eðlileg- um vexti á árinu 1948, samkvæmt skýrslum Alþjóðasam- bands samvinnumanna. Verzlunarumsetningin í heild jókst um 13%, miðað við árið á undan. Verulegur hluti þess- arar aukningar var þó í umsetningu samvinnufélaga bænda, sem selja framleiðsluvörur þeirra. En innan neyt- endahreyfingarinnar var einnig nokkur aukning verzl- unarinnar. Austurríki. Austurríska samvinnuhreyfingin liefur nú liafið á ný útgáfu samvinnublaðsins „Haushalt und Heim“. Þetta er vandað, myndskreytt tímarit, kemur út einu sinni í mán- uði. Ritið var bannað í tíð nazista, en áður en þeir brut- ust til valda, var það meðal útbreiddustu tímarita landsins, upplagið um 200.000. Austurríska samvinnusambandið sér um útgáfuna, og er ritið selt almenningi víðs vegar um landið, innan kaupfélaganna og utan. ísrael. í hinu nýja ríki ísrael er samvinnuverzlun þegar mjög mikil og áhugi fyrir kaupfélagsskap útbreiddur meðal allra stétta þjóðfélagsins. Á árinu 1948 bættust 46.000 fjölskyld- ur í hóp kaupfélagsmeðlima. Ríkisstjórnin hefur í hyggju að koma upp sérstakri stjórnardeild, sem einvörðungu verður helguð málefnum kaupfélaganna. Samvinnulöggjöf Ísraelsríkis er nú í undirbúningi. Ítalía. Innan ítalska þingsins hafa verið mynduð samtök þing- manna til þess að standa á verði gegn því að starfsemi kaup- félaganna verði hindruð með lagasetningum og til þess að greiða götu samvinnuverzlunar í landinu. í fulltrúadeild þingsins hafa 108 þingmenn þegar gerzt meðlimir þessara samtaka, og eiga þau að starfa í samvinnu við svipuð sam- tök í öldungadeildinni. Þýzkaland. Um s. 1. áramót voru starfandi 395 kaupfélög á Vestur- hernámssvæðinu í Þýzkalandi. Höfðu öll verið stofnuð eða endurreist síðan stríðinu lauk. Flest eru félögin á brezka hernámssvæðinu, eða 205, á ameríska hernámssvæð- inu 85 og 45 á franska hernámssvæðinu. Félagatala þeirra allra er 464.360 manns. Þetta eru aðeins neytendafélögin. Mikill vöxtur hefur einnig verið í samvinnufélögum bænda og samvinnulánsstofnunum. Stóra-Bretland. Brezku kaupfélögin hafa tekið upp skipulag, sem athygli vekur og þegar liefur orðið til þess að auka meðlimatölu þeirra verulega. Skipulag þetta er í stutu máli þannig, að liver kaupfélagsmeðlimur mun ævinlega fá arð af kaup- um sínum í kaupfélögunum, hvort sem hann verzlar við sitt eigið félag eða önnur félög, t. d. á ferðalögum. 95% af brezku kaupfélögunum eru þátttakendur í þessum samtök- um, og mikill árangur hefur þegar orðið af þeim, sérstak- lega til þess að auka félagatöluna. — Samkvæmt skýrslum ICA var sala brezku kaupfélaganna á árinu 1948 um 28% af heildarkaupum þjóðarinnar í nokkrum helztu vöruteg- undunum. Er þetta yfirleitt 4—6% aukning síðan árið 1947. Brezka heildsölusambandið, CWS, hefur, frá 31. janúar s. 1., hætt sölu á glóðlömpum, sem framleiddir eru af raf- magns glóðlampahringnum. Héðan í frá mun heildsölu- sambandið og kaupfélögin brezku einvörðungu selja Luma-lampana, sem framleiddir eru af brezku Luma- verksmiðjunum, en þær verksmiðjur eru sameign sam- vinnusambands Englands, Skotlands og Svíþjóðar. Brezka heildsölusambandið jók verzlunarumsetningu sína um rösklega 12% á árinu 1948, miðað við árið á undan. Skozka samvinnuhreyfingin hefur komið upp glæsilegu hressingarheimili við Clyde-fjörð. Var keypt vandað hótel og því breytt í slíkt heimili. Þarna geta 140 manna dvalið í senn. Annað hótel var keypt í Berwick í Skotlandi, og rúmar það 60 manns. Samtök þau, er standa að þessu, hafa það sérstaklega á stefnuskrá sinni að veita sjúklingum og öðrum, er þarfnast hvíldar og hressingar, aðstöðu til þess fyrir sanngjarnt verð, og er starfsemin rekin á hreinum samvinnugrundvelli, enda er félagsskapur þessi innan sam- vinnusamtakanna. Á fimmtíu og tveggja ára starfstímabili þessa félagsskapar hafa 174.000 manns notið fyrirgreiðslu hans. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.