Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 26
SAMVINNUMAÐUR (FramhalcL af bls. 13) sem að vera?“ „Til dæmis ærnar, sein eg gat um áðan; þér takið alltaf ær á haustin, en það getur kaupfélagið ekki enn. Þér skuluð fá ærnar í haust, ef eg fæ hvalinn." „Er þá ekki betra að verzla við mig en kaupfélagið, þar sem eg tek fleiri vörutegundir, og lána þar að auki viðskiptamönnum mínum, þegar þeim liggur á? Það er ekki fyrir aðra en efna- menn að verzla við þetta kaupfélag. Fátækl- inga hrekur það frá sér allslausa. — Þú skalt fá svo mikinn hval, sem þú villt, og allt ann- að, er þig vantar, ef þá flytur viðskipti þín öll til mín." Kaupmaður drap fingrunum á borðið til áherzlu orðum sínum. BÓNDI liugsaði sig um andartak, en sagði svo, og lagði áherzlu á orðin: „Ekki geri eg það. Kaupfélagið hefur sett sér það tak- mark að afnema skuldaverzlun; eg er því sammála. Deildarstjórinn gerði rétt, þegar hann neitaði mér um úttektarleyfið, þar sem eg hafði engri greiðslu að lofa í móti. Um- boðsmaðurinn gerði einnig rétt, að láta ekki úti vöru, sem engin úttektarlieimild var fyr- ir. Báðir fóru eftir þeim reglum, er þeim voru settar, reglum, sem eg viðurkenni rétt- ar og hef sjálfur samþykkt. — Það er betra að svelta, en skulda." „Því í ósköpunum er- uð þér þá að leita til mín — ef þér fáið hvalinn, þá skuldið þér, ef þér takið hann ekki, þá sveltið þér, skuldlaus — þér getið kosið.“ „Þakka yður fyrir, eg kýs hvalinn, og ætla mér ekki að skulda yður neitt um næstu áramót, þá eru reikningslok." „Jæja, karl minn, þér skuluð fá hvalinn,“ sagði kaup- maður og brosti, en bætti svo við með al- vörusvip: „Og þér getið leitað til mín aftur, ef yður liggur á.“ „Þakka yður fyrir, eg vona, að eg þurfi aldrei um það að biðja, sem eg get ekki borgað að fullu — á endanum." — Kaupmaður skrifaði nokkur orð á blað, fékk bónda það og mælti: „Gott og vel, gott og vel, þetta skuluð þér fá pakkhúsmanninum — og verið þér nú sælir." „Verið þér sælir, og þakka yður fyrir," sagði bóndi, tók þétt í útrétta liönd kaupmannsins og hvarf út úr dyrunum. Grímur Grímsson. FYRSTI HEIMSBORGARINN (Framhald af bls. 11) legt við það, að £á áheyrn hjá forset- anum, e£ maður hefur eitthvað merki- legt fram að bera, en það sem er ein- stætt við áheyrn Garry Davis er það, að dvalarleyfi lians í Frakklandi var útrunnið hinn 21.desember.Lögreglu- stjórinn í París hafði að vísu tilkynnt, að hann mundi framlengja dvalar- leyfið enda þótt Garry hefði ekkert vegabréf og engin skjöl, sem sýndu þjóðerni hans og uppruna, en Garry hafði harðneitað að taka þessu vin- samlega tilboði. í stað þess bað hann um áheyrn lijá forsetanum til þess að tilkynna honum að hann gæti ekki tekið i móti opinberu dvalarleyfi í landinu því að slíkt athæfi stríddi í móti grundvallaratriðum alheims- borgarahugsjófiarinnar. Þegar franski forsetinn tók á móti honum, var hann því ólöglegur gestur í Frakklandi, og það er hann raunar enn. En forsetinn sýndi honum vinsemd, og nú er talið hann fái að dvelja eins lengi í Frakk- landi og hann vill án sérstaks leyfis. Þar með er alheimsborgararéttur Garry Davis raunverulega orðinn meira en orðin tóm. Hann er í rauninni fyrsti alheims- borgarinn, er án þjóðerniseinkenna og án vegabréfs, en þó er staða hans aðeins viðurkennd innan landamæra Frakklands. — Enginn veit hvað gerast kann, ef liann reynir að komast inn fyrir landamæri Belgíu og Bretlands. Og hann hefur lýst því yfir, að hann ætli sér að reyna hvort tveggja. NU síðustu mánuðina hefur Garry Davis byrjað að skrifa upp skrá yfir menn, sem vilja gerast alheims- borgarar, þ. e. a. s. þá, sem eru fylgj- andi hugsjónum hans, og sem eru þess hvetjandi að „Alheimsþing þjóðanna“ verði kallað saman árið 1950. Þessi hugmynd kom upphaflega fram frá brezka jafnaðarmanninum Usborne. Þeir starfa að framkvæmd liennar ó- háð livor öðrum, en það er sama al- heimsþingið, sem þeir stefna að. Þegar Davis safnar „alheimsborg- urum“ í flokk sinn, er það ekki ætl- unin, að þeir afneiti líka þjóðerni sínu og íleygi vegabréfum sínum og öðrum skjölum. Þeir, sem láta skrá sig á alheimsborgaraskrá hans — og þar eru þegar mörg þúsund nöfn — fá alheimsborgarakort, sem veitir þeim aukna þegnskyldutilfinningu sem meðlimir mannkynsins í heild, og veitir þeim jafnframt atkvæðisrétt til „alheimsþingsins". Þetta alheimsþing — ef það nokkru sinni kemur saman — getur vitaskuld aldrei orðið annað en yfirlýsing á borð við þær, sem Garry Davis hefur þegar gefið — en það mun samt verða mikilvægur áfangi á þeim vegi, sem sífellt fleiri, sem frið þrá, vilja nú leggja út á. (Lausl. endursagt úr sænsku.) í STUTTU MÁLI (Framhald af bls. 2.) Stúdentasamvinna. Stúdentar við marga ameríska háskóla hafa stofnað kaupfélög til þess að annast bókakaup, ritfangakaup og ýmiss konar fyrirgreiðslu þxir háskólaborg- ara. Þegar eru um 60.000 stúdentar í þess- um félögum. Á hreyfingin vaxandi fylgi og útbreiðslu að fagna. Samvinnu-útvarpsstöð. Fyrir skömmu vígði sumner Walles, fyrrverandi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, samvinnuútvarpsstöð í Washington. Útvarpsstöðin er rekin á sam- vinnugrundvelli og stjórnað af meðlimum samtakanna. Ný tegund haupfélagsbúða: Tímarit brezku kaupfélaganna flytur þá frétt nú nýlega, að samvinnusambandið rússneska hafi opnað nýja tegund kaupfé- lagsbúða í Moskvu. Nýjungin er aðallega í því fólgin, að búð þessi er opin til mið- nættis alla virka daga og vinna starfsmenn búðarinnar í vöktum. í nýlegu hefti af Soviet Weekly, er búðinni lýst svo: í nóv- ember 1946 var ákveðið af Sovétstjórninni að neytendafélög skyldu starfa í borgum og bæjum, en áður höfðu allar verzlanir í þéttbýlinu verið ríkiseign, en samvinnu- verzlanir voru í sveitum. í dag inna sam- vinnufélögin í borgum og bæjum af hendi mikilvægt starf með því að útvega verka- mönnum nauðsynjavörur og hafa margar á- gætar búðir í þéttbýlinu. Ný búð var fyrir skemmstu opnuð í Gorki-stræti í Moskvu, en það er ein af aðalgötum borgarinnar. Þessi búð er ein 200 samvinnubúða í höfuð- borginni.... Verzlunin er opin frá kl. 9 árdegis til miðnættis. Þúsundir manna skipta við hana og tilgangurinn með hinum langa verzlunartíma er að gefa viðskiptamönnun- um sem bezt tækifæri til þess að koma i búðina. Þar með er ekki sagt að afgreiðslu- fólkið hafi óhæfilega langan vinnutíma. Þeir vinna í vöktum. Hver afgreiðslumaður vinn- ur 8 klst. á dag, sex daga vikunnar, og liann fær tveggja vikna sumarfrí með fullum launum. í þessari verzlun vinna 60 manns við afgreiðslu. Heimsendingar eru úr þess- ari búð og er það gert til jiess að létta störf húsmóðurinnar. HALVARD LANGE (Framhald af bls. 23.) Bevin, leyfði hann sér jiann munað að heimsækja fornar slóðir í London og dvelja þar kvöldstund með vinum sínum. Og síðan upp í flugvél — heim til Osló, borgarinnar, sem hann ann af heilum hug og mundi verja fyrir sjálfum myrkrahöfðingjanum — eins og hann raunar hefur gert og er enn að gera. Því að síðan fangabúðir Sovétstjórn- arinnar tóku að þokast vestur á bóginn, býr Halvard Lange aftur við landamæri hætt- unnar og óttans. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.