Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 3
PETER FREUCHEN — hinn kunni danski land- könnuður — segir hér frá Grænlandi og þeirri breyt- ingatíð, sem nú er þar upp- runnin. — Þetta er fyrsta greinin af þremur um þetta efni, og munu hinar tvær birtast í næstu heft- um. Greinaflokkurinn er birtur hér með leyfi höf- undarins, sem segir í bréfi til Samvinnunnar, að það sé sér ánægja og heiður, að íslendingar lesi þessa frásögn hans. FLESTIR verða fyrir vonbrigðum, er maður kemur heim frá Græn- landi og hefur ekki frá neinum glæfra- legum ævintýrunr að segja. Menn vilja gjarnan lrugsa sér Grænlendinga sem villimenn, er ala aldur sinn í snjóhús- um, gjarnan með lýsisbolla í annarri hendinni en selspik í hinni. Eitthvað á þessa leið var hin klassíska lýsing á Grænlendingum, sem eg lærði í skóla, og framfarir eru fyrirbrigði, sem menn gjarna vilja eiga sjálfir, án þess þó að þær trufli þær hugmyndir, sem menn hafa skapað sér um lífið á öðr- um stöðum. Það er útbreidd trú, að þær þjóðir, sem lifa í skauti náttúrunnar, séu ein- feldningar, og menn hafa það til marks, að hafa heimsótt þær fyrir ára- tugum og þá uppgötvað, að menn voru fusir td þess að lata af hendi Þetta er btcrinn Umdnek. Þar er m. a. barnaspitali, scm Danir kosta. NÝIR TÍMAR A GRÆNLANDI verðmætar vörur fyrir eina saumnál eða lítilsvert glingur, en tímarnir hafa breytzt, og með árunum hefur þetta fólk lært að meta, hvers virði hlut- irnir eru, og smám saman áttað sig á markaðsverði og gengisbreytingum. Það má líka segja, að skemmtiferða- menn séu einfeldningar, en það var ekki ætlunin að skrifa um þá hér. Eg ætla að ræða um Grænland í dag. Eg var staddur í Godthaab, sem er höfuðstaður hinnar dönsku nýlendu, og skrifaði frásögn um fund lands- ráðsins í sumar, er leið. Danski for- sætisráðherrann, Hans Hedtoft, var á þeim fundi, og liann talaði algjörlega nýtt tungumál við samkunduna. Hin- ir 25 meðlimir landsráðsins hlustuðu, ræddu málið innbyrðis og gengu síð- an frá svari sínu, sem skyldi lagt fyrir þing og konung í Kaupmannahöfn. Þarna var fólk, sem ekki stendur að baki skandinavískum stjórnmála- mönnum í samningalist, og það veit örugglega, livað það vill. Það vill upp og fram á við. Það vill vera lilekkur í keðju þjóðanna, og það vill að ein- angrun sú, sem til þessa hefur úti- lokað þjóðina frá samskiptum við aðr- ar þjóðir, verði nú upphafin. í stuttu máli sagt: Nýr tími rann upp yfir Grænlandi í fyrra sumar, og nú hefur nefnd manna verið kölluð til Kaupmannahafnar, og í henni eiga sæti bæði Grænlendingar og Danir, og þeir eiga að gera áætlanir um hina 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.