Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 9
Franska skáldkonan Simone de fíeauvoir og ameriski rithöfundurinn og blökkumaðurinn frœgi Richard Wright fluttu snjallar rœður um á Parisarfundinum um „in ternationalisma andans“ og lýstu veröldinni i dag. GAKKY DAVIS hefu: hins vegar ekker frægðarorð að baki sér ekkert annað fram að bjóð; ER athæfi Garry Davis — hins fyrsta heimsborgara — skrípaleikur eða sögulegur viðburður? Þessari spurn- ingu er enn ekki hægt að svara, en vel má atliuga málið með dálítilli gagn- rýni. Mun Garry Davis takast að ná settu marki? Umræður þær, sem orðið hafa um hann í heimsblöðunum til þessa, iiafa að mestu leyti verið tengdar nýj- ungagirni og leit blaðanna að lineyksl- ismálum, og þeir 20.000 tilheyrendur, sem hlýtt hafa á málflutning hans í \7élodrome d’Hiver í París, hafa flestir \erið haldnir þeim mannlega veik- ieika, sem kallast forvitni. F.n með hneykslissögum, nýjungagirni og for- vitni er ekki liægt að skapa þátt mann- kynssögunnar. Davis hefur þó teki/.t að vekja athygli á sér og sínum hugðar- efnum á þann hátt, að liann hefur fengið fólk til þess að Iilusta, og aðeins með því er mikill sigur unninn. Garry Davis liefur kynnt sjálfan sig sem nokkurs konar meinlætamann og sérvitring, sem með fordæmi sínu vill snúa mannkyninu til betri vegar. Ekki verður því neitað, að Iiann hefur hing- að til leikið þetta hlutverk vel, en áhrifin, sem fordæmi hans hefur haft, hafa æði oft frekar svarið sig í ætt við forvitni og nýjungagirni fjöldans, en alvarlegan ásetning til breytts lífernis. Fólk þyrpist líka saman til þess að sjá og heyra raunverulegan meinlæta- mann, eða vanskapning, en slíkt fólk hefur víst sjaldan umbætt heiminn, og naumast mundi veröldin skemmti- legur samastaður, ef íbúar hennar væru allir í þeim flokki manna. Hætt er og við, að útkoman yrði megnasta stjórnleysi, ef nokkrar milljónir Eng- lendinga, Frakka og Bandaríkja- raanna, lýstu því allt í einu yfir, að þær fylgdu fordæmi Garry Davis, hölnuðu ríkisborgararétti sínum, en lýstu yl’ir heimsríkisborgararétti í stað- inn. Það er vissulega ekki vandi að finna rök til þess að andmæla með kenning- um Garry Davis. Uppátæki lians hefur meira að segja stefnt flestum skynsamleg- um rökum gegn honum. En ef til vill er tækifæri hans fólgið í þessu, mikil- leiki hans í því, hve hann er lítill og óþekktur. Ef Alb. Einstein, André Gide eða Jean-Paul Sartre hefðu allt í einu tekið upp á því, að rífa vegabréfin sín í tætlur og segjast vera heimsborgarar, mundu hin sálfræðilegu áhrif þess á mannkynið liafa verið frek- ar lítil. Og enginn þeirra hefðu vaxið af því verki. Þeir eru allir þegar nokk- urs konar heimsborgarar í heimi andans, og áþreifan- leg yfirlýsing um þetta mundi ekki hafa vakið neina sérstaka athygli. Þeir hefðu ekki þurft að óttast ‘ neitt. Frægð þeirra hefði varið þá fyrir yfirheyrzlum lögreglu og útlendingaeftir- lits. Þessir menn eru líka í fjarlægð frá hinum venju- lega borgara, og fordæmi þeirra mundi talið akadem- ískt eða bókmenntalegt sér- vizkubragð og óviðkom- andi almenningi. ÍFYRSTi HEIMSBORGARfNN V_____________________J 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.