Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 15
Þessi mynd sýnir „hvildarherbergi drottningarinnar“ i Covent Garden óperunni. nýrri byggingu og húsið var vígt með sýningu á leikriti Shakespears, Mac- beth. En þetta hús brann einnig til ösku árið 1856. Húsið, sem nú stend- ur, var fullbyggt árið 1858, en arkítekt- inn var Edward Barry, sonur hins fræga húsameistara, sem teiknaði brezka þinghúsið. Það hóf starfsemi sína með sýningu á óperu Meyerbeers, „Les Hugenots“. Saga óperunnar í Covent Garden, er því í þremur þáttum, hinn fyrsti er árin 1732—1809, annar 1809—1856, og hinn þriðji frá 1856 fram á þennan dag. Á árunum 1810—1824 stjórnaði Henry Bishop málefnum óperunnar, en hann var kunnur tónlagasmiður á þeirri tíð, og er enn þekktur fyrir lag sitt: Home Sweet Home. Árið 1824 varð tónskáldið Weber stjórnandi óperunnar. Ópera hans „Freischutz" hlaut mikið lofsorð í London og stjórn óperunnar fól honum að skrifa nýja óperu sérstaklega fyrir Covent Garden. Weber tók þetta hlutverk að sér og skrifaði „Oberon“ og hlaut 500 sterlingspund fyrir. EINS OG SJÁ má af þessari frá- sögn, var hér ýmist um leikhús eða óperu að ræða. Það var ekki fyrr en 1846 að Covent Garden varð ein- vörðungu óperuhús, og var þá nefnt: „Hin konunglega ítalska ópera“. Frá þeim tíma til ársins 1856, er seinni bruninn varð, voru þar sýndar margar frægar ítalskar óperur, svo sem „Don Giovanni“, „Rigoletto" og „II Trova- tore“. Árið 1863 var óperan „Faust“ eftir Gounod sýnd í fyrsta sinn í Bretlandi í Covent Garden og stjórnaði tónskáld- ið sjálft hljómsveitinni við það tæki- færi. Á seinni hluta nítjándu aldar sungu margir frægustu söngvarar heimsins í Covent Garden, ýmist sem gestir eða fastráðnir. Árið 1888 var fjárhagur óperunnar orðinn mjög bág- borinn, vegna lélegrar stjórnar, og þá var ráðinn mikilhæfur forstjóri, Áu- gustus Harris, og þá hófst um leið tímabil, sem nefnt hefur verið „gull- öld“ Covent Garden. Hann fékk til Bretlands ýmsa frægustu listamenn veraldarinnar og tók mörg heimsfræg viðfangsefni til meðferðar, svo sem óperur Wagners, og árið 1892 stjórn- aði Gustav Mahler hljómsveitinni á einni slíkri sýningu. Um þetta leyti var hætt að kenna óperuna við ítalska skólann og heitir hún síðan „konung- lega óperan“. Um aldamótin stóð hag- ur Breta með miklum blóma og óper- an naut góðs af því. Var þá blómaskeið hennar og næstu árin þar á eftir. Sungu þá margir heimsfrægir menn á „gala-sýningum“ í Covent Garden, svo sem Caruso, Battistini, Martinelli, Ruffo og margir fleiri. Árið 1910 varð Sir Thomas Beec- ham, hinn frægi hljómsveitarstjóri, stjórnandi óperunnar, og íyrsta sýn- ingin undir leiðsögn hans, var óperan „Elektra“ eftir Richard Strauss. Hann tók einnig til meðferðar nýtízku verk, eftir Debussy, Delius o. fl. Á árunum 1914—1918 og á tímabilinu milli heimsstyrjaldanna tveggja, var starf- semi óperunnar haldið uppi, þrátt fyrir margvíslega erfiðleika og sungu þá enn heimsfrægir menn þar, svo sem Sjaljapine, Kipnis, Pertile, Lotte Leh- man, Lawrence Tibbet og Grace Moore. Vakti söngur hinnar síðast- nefndu mikinn fögnuð árið 1939, er hún fór með aðalhlutverkið í La Bo- héme. Eftir styrjöldina hefur starfsemi óperunnar staðið með miklum blóma. Styrjaldarárin síðari lá hún niðri, en var aftur upp tekin í febrúar 1946 og var þá hátíðasýning að kon- ungshjónunum viðstöddum. Árið (Framhald á bls. 19) 15 Þessi mynd er frá hátiðasýningu i óperunni árið 1919 til heiðurs Lebrun Frakklandsforseta. Brezka konungsfjölskyldan var þar viðstödd.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.