Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 23
NORSKI utanríkisráðherrann, H a 1 v a r d L a n g e, sem nýlega vakti á sér heims- athygli fyrir afskipti sín af Atlantshafsbanda- laginu, er kominn af fjölskyldu, sem jafnan hefur liaft orð á sér fyrir sterka trú á sigur hins góða í mannheimi; en þegar stríð og önnur ógæfa hefur mætt þessu fólki, hefur það tekið því, sem að höndum bar, með stillingu og sannri karlmennsku. Lange-fjölskyldan liafði þann sið fyrir heimsstyrjöldina síðustu, að meðlimir henn- ar komu saman mánaðarlega, ásamt ýmsum frjálslyndum vinum, á lieimili föður Hal- vards, hins gamla og æruverðuga dr. Christian Lange. Þar var fyrir hvíthærður öldungur, með mikla lífsspeki undir silfur- hærunum, kunnur friðarvinur — fékk friðar- verðlaun Nobels árið 1921 — og ötull starfs- maður aukins alþjóðasamstarfs, m. a. for- ustumaður hins alþjóðlega þingmannasam- bands. Gamli Lange bjó í virðulegu og þokka- legu liúsi í Osló, og þar söfnuðust þeir sam- an, ættingjar hans og frjálslyndir vinir, til þess að ræða stjórnmál. Halvard Lange og frú hans tóku jafnan þátt í þessum fræðsiu- og umræðufundum fjölskyldunnar. Áður en gestirnir skildu, höfðu þeir þegið góðgerðir á heimili gamla mannsins og e. t. v. fengið sér „snúning". Þannig kvaddi tímabil í sögu Noregs. EGAR hernámið kom, varð Lange-fjöl- skyldan brátt fyrir barðinu á Þjóðverj- um, vegna hugrekkis og sjálfstæðis. Allir tóku mótlætinu með æðruleysi. Þóra, systir Hal- vards, sem var gift landflótta Þjóðverja, komst fljótt í klær Gestapo-mannanna, var flutt í fangabúðir þeirra, og andaðist af af- leiðingum dvalarinnar jiar. Tveir synir gamla Lange — Ágúst og Karl Viggó — máttu þola fangelsanir og pyntingar Þjóð- verja og þeir sluppu nauðuglega lífs af. Snemma á hernámsárunum handtóku Þjóð- verjár Halvard. Hann var fyrst geymdur á —J Grini, við illa aðbúð, en síðan fluttur til Sachsenhausen-fangabúðanna í Þýzkalandi og hafður þar í fjögur löng ár. HALVARD MANTHEY LANGE - sem nú er 46 ára —, hafði ekki hlotið uppeldi né undirbúning til þess að þola píslarvætti fyrir þjóðerni sitt. Hann hlaut menntun sína framan af ævi að verulegu leyti í Genf, Jjar sem faðir hans var fulltrúi Noregs hjá Þjóðbandalaginu. Seinna gekk hann á hag- fræðiháskólann í London. Frístundunum varði hann til þess að starfa fyrir félagsskap, sem kallar sig Hið alþjóðlega bræðralag til sátta. Þessi félagsskapur, sem lifað hefur af tvær blóðugar heimsstyrjaldir, telur sig vera „samtök bræðralaga, sem saman standa af körlum og konum, sem finna lijá sér kristilega köllun til jjess að berjast gegn þátttöku í stríði og helga starf sitt sáttum og bræðralagi." Hinn ungi norski mennta- maður var ágætur tungumálamaður, og hann varð þátttakandi og málflytjandi á alþjóða- þingum þessa félagsskapar, sem svo vann hug hans á skólaárunum. Árið 1929 hvarf hann lieim til Osló og lagði stund á sagnfræði við háskólann og þá vaknaði hjá honum hvöt til þess að liefja opinber afskipti af stjórnmálum. En í livaða stjórnmálaflokki? Nítjándu aldar liberalismi föður hans nægði honum hvergi nærri. Hins- vegar var hin svokallaða hálfkommúnistiska „Clarté“-hreyfing í Osló, sem sjálf kallaði sig „menn hins nýja dags“ heldur ekki að skapi liins unga manns. Þar voru jró fyrir ýmsir menntamenn, sem margir hverjir höfðu dvalið erlendis. Hinni pólitísku leit lauk í Verkamannaflokknum — Arbeider- partiet — og í þeim flokki hefur Lange starfað síðan. í Osló hlaut hann styrk til jiess að lialda áfram námi í sagnfræði, einkum pólitískri og efnahagslegri sögu, og síðar kenndi hann þessar námsgreinar við ýms menntasetur. Hann skrifaði 50-ára sögu norska Verka- mannaflokksins og fleiri bækur um jafnaðar- mannahreyfinguna, og árið 1934 gaf hann út mjög glögga skilgreiningu á nazistahreyf- ingunni þýzku og benti þar á það, hvert hún stefndi. Hann var í borgarstjórninni í Osló á þessum árum og 36 ára gamall var hann kjörinn til þess að veita forstöðu skóla norsku verklýðshreyfingarinnar. Þangað sóttu efnilegir flokksmenn og starfsmenn verklýðsfélaganna nokkurra vikna fræðslu um stjórnmál og félagsmál. Lange starfaði að þeirri fræðslu, er Þjóðverjar réðust inn í Noreg 1940. Lange fæst ógjarnan til þess að tala um hlutdeild sína í mótspyrnuhreyfingunni. Hann játar að hafa farið nokkrar ferðir yfir sænsk-norsku landmærin í erindum föður- landsvina, að hafa fjölritað leyniskjöl fyrir hreyfinguna, en telur fátt annað. En bók hans um Hitler og nazismann dugði vita- skuld ein til þess að koma honum i klær Gestapo, er sú stofnun var orðin allsráðandi í Noregi. Fjögur löng ár dvaldi hann síðan í fangabúðum Þjóðverja — krúnurakaður, klæddur segldúksfötum —, oftast hungraður og sárþjáður. Hann mun bera menjar þeirr- ar vistar til dauðadags. EN ÞESSI ÁR þjáninga og eymdar, liðu þó ekki í tímans haf án endurgjalds. Þrátt fyrir líkamlegar hrellingar og ömur- lega aðbúð, hélt Lange áfram að sinna póli- tískum hugðarefnum. Þeir ræddust reglulega við jafnaðarmennirnir norsku í Sachsenhaus- en. Þar voru Gerhardsen, nú forsætisráðherra, Langhelle, samgöngumálaráðherra, og Ofte- dal, sem varð heilbrigðismálaráðherra, en er nú látinn. Smátt og smátt fengu þeir til viðræðnanna samfanga úr hinum pólitísku flokkunum, og þannig varð það, á sama tíma og margir aðrir létu bugast, voru þess- ir Norðmenn að semja um stjórnmálasam- vinnu að stríðinu loknu, og þar voru tekin fyrir öll helztu úrlausnarefni [jjóðarinnar. Hin furðulegu staðreynd er, að þessir fangar urðu meðlimir samsteypustjórnarinnar norsku árið 1945, lögðu fram áætlanir sínar og fengu þær samþykktar. Litlu síðar varð Lange eftirmaður Trygve Lie og tók við utanríkisráðherraembættinu. HALVARD LANGE gegnir ábyrgðarmik- illi stöðu og ann sér lítillar hvíldar. Stundum hverfur hann þó á brott frá Osló, ekur út úr borginni og gengur að fjallaseli föður síns í Vangbu. Þar eru skíðabrekkur góðar á vetrum og hann stendur vel á skíð- um eins og fleiri landar lians. Arið 1947 komu í Ijós áhrif fangabúðanna á líkams- styrk og jrrótt. Hann varð að leita sér heilsubótar suður við Miðjarðarhaf. En kraftarnir komu smám saman aftur, enda þótt utanríkisráðherrann verði enn i dag að gæta sín vel og fylgja settum lífsreglum. Læknir hans var í för með honum í sendi- förinni til Washington í febrúar s. 1. En ekkert slíkt mótlæti getur bugað þenn- an norska kennara og enginn mótbyr brevtt honum. Eftir viðræður sínar við Acheson og (Framhald á bls. 26) 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.