Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 17
í - mikilvæg iðngrein ðum og myndum ÞlGAR FRÉTTAMAÐUR og ljós- myndari Samvinnunnar komu á vettvang var starfað a£ fullum krafti á verkstæðinu við hnýtingu trollnet- anna. Helgi Hálfdánarson forstöðu- maður tók sér dálitla hvíld frá störfum til þess að sýna verkstæðið og skýra starfsemi þess. Áður en nýji togaraflotinn sigldi hér í höfn, voru nokkur verkstæði til í landinu, þau helztu í Reykjavík og á Patreksfirði. íslenzkir togarasjómenn fengu snemma þá reynslu, að erlendar botnvörpur voru ekki að öllu leyti að þeirra skapi. Hver togaraskipstjóri hefur sínar eigin hugmyndir um það. hvernig hann vill hafa sína botnvörpu, og hvert verkstæði á sjálfsagt sitt hern- aðarleyndarmál á því sviði. Staðreynd er, að enda þótt hinar íslenzku botn- vörpur séu mun dýrari en erlendar, ðinu á Akureyri að hnýta net. Helgi Hálfdanarson að ,,setja inn undirvœng", þ. e. að festa „bolsið" eða linuna við netið. Helgi stjórnar nelaverkstœði Kaldbaks, var áður verkstœðisformaður á Patreksfirði, en þar er fullkomn- asta netahnýtingarverkstœði landsins. vegna hins háa framleiðslukostnaðar hér, halda útgerðarfyrirtækin samt áfram að nota þær og hyggja ekki á skipti. Dugnaður og fengsæld íslenzkra togaramanna hefur án efa sniðið botn- vörpunni hér annan stakk en hinni er- lendu, enda alkunnugt að íslenzkir togarar eru aflahæstu skip veraldar. Síðan nýju togararnir tóku land hér hafa risið upp mörg verkstæði. Má þar fyrst nefna Akureyrarverkstæðið og eru myndirnar á þessum blaðsíðum þaðan, þá má nefna verkstæði í Vest- mannaeyjum, Keflavík, ísafirði, Nes- kaupstað og Seyðisfirði, auk hinna eldri verkstæða, sem áður voru nefnd og nokkurra annarra, sem einkum linýta troll fyrir minni báta. Stærsta verkstæði landsins er Hampiðjan í Reykjavík, sem selur bæði uppsettar botnvörpur og hluta í þær. Efnið í botnvörpurnar er að sjálf- sögðu fengið erlendis frá. Á seinni ár- um hefur einkum verið notaður belg- ískur trolltvinni, sem svo er kallaður, og þykir gefast vel. Sömuleiðis eru tóg til varpanna einnig fengin frá Belgíu. Starf netahnýtingarverkstæðanna er, að búa til botnvörpurnar úr þessu hrá- efni, hnýta netin í „stykki“ og ífella og 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.