Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 6
Hvert menningarhlutverk hafa ís- lenzk kaupfélög leyst af hendi á 66 ára starfstímabili sínu? Þórir Frið- geirsson í Húsavík svarar spuming- unni í þessari athyglisverðu grein. í árierðislýsingu í'rá árinu 1881, sem var eitthvert hið harðasta, sem y£- ir ísland hefur gengið, segir svo meðal annars: „Verzlun var lík og áður, og jafnan með hinu sama öfuga liorfi." Þó hér séu hvorki mörg orð né stór viðhöfð segja þau mikla sögu. Árið 1881 eru liðin 94 ár frá því er einokunarverzluninni var lokið, þann tíma hafði verzlunin verið kölluð „frjáls“, eítir þann tíma er þó allt enn í hinu sama „öfuga horfi“ í viðskipta- efnum. Þó að það sé hvorki ljúft verk né ánægjulegt, að rifja upp hvernig þetta „öfuga“ ástand í verzlunarmálum var, og hvað af því leiddi, er tæplega hægt að komast hjá því, ef menn vilja gera sér ljóst það menningarhlutverk, sem íslenzk kaupfélög hafa leyst af hendi á þeim 66 árum, sent þau eru nú búin að starfa urn þessar mundir. Frá því fyrsti vísirinn til samvinnu í verzlun kemur fram á Islandi, eru að vísu liðin rösk eitt hundrað ár, þ. e. frá því er bænd- ur í Hálshreppi í Suður-Þingeyjar- sýslu bundust verzlunarsamtökum. En veruleg sókn í þeim efnuin nefst þó fyrst lyrir alvöru með stofnun Kaup- félags Þingeyinga árið 1882. TTm 1880 eru arftakar einokunar- verzlunarinnar. dönsku selstöðuverzl- anirnar, alls ráðandi í viðskiptamálum Islendinga. Verzlunin er rekin frá því sjónarmiði, að íslenzka þjóðin sé til vegna hagsmuna erlendu verzlunar- eigendanna, en á verzlunina er ekki litið sem þjónustu í þágu almennings. Skortur á nauðsynjavörum í verzlun- um var árlegt fyrirbrigði og verðlags- ókjörin sjálfsagður hlutur. Vörur þær, sem fluttar voru til landsins voru jafn- an al hinni lélegustu tegund. Verzlun- arstjórarnir héldu viðskiptamiinnun- um í skuldafjötrum ár frá ári, og verzl- unarliðið sýndi þeim fyrirlitningu, hroka og harðýðgi. Meðal þjóðarinnar, er svona var grátt leikin, þróaðist hvort tveggja í 6 senn, hatur til kaupmannanna og minnimáttarkennd gagnvart þeim, sem létu hina hálfsoltnu og varnar- lausu þjóð finna svo áþreifanlega, að þeir hefðu ráð hennar í hendi sér. Við- skiptamennirnir leituðust við að gjalda fyrir sig með því að pretta verzlanirnar á þann hátt, að svíkja vörurnar, sem þeir lögðu inn í verzl- anirnar, láta sem mest af óhreinindum loða í ullinni, fela grjót í tólgarbelgj- unum og svo frv. Allt var nógu gott í kaupmanninn, eða helzt of gott, í aug- um almennings. Slíkt var liið siðferði- laga hana eftir smekk og kröfum neyt- endanna. Að sjálfsögðu liafa margar stoðir runnið undir þær miklu og gleðilegu framfarir, sem orðið hafa hér á landi síðan samvinnufélögin hófu starf sitt. F.n eg hika ekki við að staðhæfa, að einn allra drýgsti þátturinn í framför- unum er ýmist að þakka beinum störf- um samvinnufélaganna eða óbeinum áhrifum frá þeim. En í hverju liggur það, að íslenzk samvinnufélög liafa orðið svo áhrifa- rík og giftudrjúg til efnislegs og and- MENNINGARHLUTVERK Eftir Þóri lega uppeldi, sem hin „öfuga“ verzlun veitti fólkinu, slík ómenning ólst með hinni soltnu þjóð á meðan hún varð að krjúpa að náðardyrum selstöðu- verzlananna. Það höfuðskilyrði frjálsra og óþving- aðra viðskipta, að almenningur hefði peninga handa á milli, mátti heita óþekkt hugtak meðal landsmanna. Allur búskapur byggðist á skefja- lausri rányrkju. Húsakynni voru hvar- vetna hin aumustu. Brýr og vegir í nú- tímaskilningi voru ekki til. Kaup- staðaferðir úr sveitum, er fjarri lágu verzlunarstöðum, tóku eina til tvær vikur. Þannig var í fáum dráttum ástandið jregar fyrstu samvinnufélögin á Is- landi hófu starfsemi sína. Þegar við berum það saman við það ástand, sem nú ríkir hér eftir 66 ára starf íslenzkra samvinnufélaga, verður okkur fljótt ljóst, hvílík feiknabreyt- ing er á orðin, bæði í fjárhagslegum og andlegum efnum. Akvegakerfi greinist nú um landið. Stórár hafa verið brúaðar. Allur þoni bænda hefur húsað jarðir sínar á liinn myndarlegasta hátt. Þar sem heyskap- ur var áður sóttur í rotnar og rýrar sinumýrar, er heyja nú aflað með ný- tízku vélum á ræktuðu landi. Full- komnustu nútímatækni er beitt í þágu sjávarútvegsins. Bændur og fiskimenn hafa lært að vanda framleiðslu sína og legs menningarauka íslenzku þjóðar- innar? Eg hygg að svarið við þeirri spurn- ingu fáist bezt með því að athuga við- horf frumherja íslenzku samvinnufé- laganna, kynnast anda þeim, er ríkti meðal þeirra, sem lögðu undirstöðuna að félagsbyggingunni. Hver sá, er kynntist Benedikt Jóns- syni frá Auðnum, en hann varð eins og kunnugt er, elztur þeirra manna, sem beittu sér fyrir stofnun fyrsta sam- vinnufélagsins á íslandi, Kaupfélags Þingeyinga, hlaut að finna það, jafn- vel allra síðustu árin, sem hann lifði, hve glatt hugsjónaeldur hans frá fyrstu baráttuárum félagsins logaði í sál hans, og livílík yngingarlind sá eld- ur var gamla manninum. Af kynningu og samstarfi við hann tíu síðustu árin, sem hann lifði, gafst mér allgóður skilningur á þeim anda, sem réði störfum hinna fyrstu sam- vinnumanna í Þingeyjarsýslu. Góðu heilli hafði þeim strax orðið það ljóst, að þó mikils væri um vert, að útvega félagsmönnum betri og ódýrari rúg, baunir og aðrir lífsnauðsynjar, en ver- ið höfðu á boðstólum hjá selstöðu- verzluninni í Húsavík, og að selja framleiðsluvörur þeirra fyrir sem hag- kvæmast verð, var slíkt ekki nema annar þátturinn í félagsstarfinu. Hinn þátturinn, og sá, sem raunar hefur allt- af verið líftaugin í öllum þeim sam-

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.