Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 31
skip hljómuðu stöðugt í eyrum lians, eins og viðlag ein- hverrar töfraþulu, sem æsti hann til glapa og mótþróa: — Víst skyldi hann sýna henni það, svo að ekki yrði um villzt, að hann væri líka fær um að taka beitislaginn, þótt ekki liefði liann neina „Norðstjörnu“ undir fótum ér, en aðeins gamla og aflóga fleytu! Elísabet virtist gjarnan vilja fara í mannjöfnuð. — Jæja þá! Látum svo vera! — Henni skjátlaðist, ef hún héldi, að hann og skútan hans gamla létu að óreyndu hlut sinn fyr- ir nokkurri „Norðstjörnu", eða hvaða sjóliðsforingja, sem vera skyldi! Tvívegis um nóttina, þegar matsveinninn, sem sá Elísa- betu fyrir beina á sjóferðinni, handlangaði sig upp káetu- stigann og slangrað fram hjá Sölva, hafði hann spurt, hvernig konu sinni liði og fengið það svar, að hún sæti alklædd uppi með sveininn í fangi sér. í seinna skiptið hafði matsveinninn bætt við hógværri athugasemd frá eigin brjósti: „Hún vildi víst gjarnan, að þér kæmuð til hennar, skip- stjóri góður. — Hún er ekki vön slíku ástandi.“ Ef matsveinninn hefði getað séð í myrkri, liefði hann séð háðslegum gremjusvip bregða fyrir á andliti skipstjór- ans. Hans svaraði engu, en tók aftur að skálma sinn vana- veg kulborðsmeginn milli lyftingar og stýrisklefa, en varð þó öðru hverju að grípa í festinálarnar undir borðstokkn- um sér til stuðnings í sjórótinu. Afbrýði hans og sjúkleg- ur metnaður liafði hann þannig aðauðveldum leiðsoppi. En á meðan þessu fór fram á þiljum uppi, hafði Elísa- bet setið niðri í káetunni í þungum þönkum. Þegar liún fór niður með barnið um kvöldið, hafði henni fundizt einhver þung sorg eða mikil ógæfa vofa yfir sér á næstu grösum. — Þannig hafði Sölvi aldrei fyrr komið fram við liana. Hugsun hennar var sem lömuð fyrst í stað, og hún fór í hálfgerðri leiðslu að hlúa að barninu á venjulegan hátt. Sveinninn virtist ekkert finna til veltingsins og sofn- aði þegar, rólegur og öruggur í skauti móður sinnar. Olíu- lampinn sveiflaðist látlaust fram og aftur undir loftbit- anum í káetunni þröngu. Daufur bjarmi féll á grænt felli- borðið, sem stóð undir káetuskjánum, og fölir skuggar af sjóklæðunum, sem hengu slangrandi á snögunum, eigr- uðu viðnámslaust til og frá um veggþiljurnar. Elísabet sat hnípin og studdi olnboganum á fletið en með hinum handleggnum vafði liún barnið að brjósti sér, en augu hennar hvíldu stöðugt á andliti sveinsins, eins og hún hugðist sækja styrk og þrótt í rólegan og kvíðalaus- an barnssvipinn. Sölvi hafði verið svo undarlegur í fasi, og augnaráð hans svo hvarflandi, að henni hafði fundizt ofdirfska að halda fast við þá ákvörðun sína að krefja hann sagna og skýringa á öllu hinu kynlega atferli hans í sambúð þeirra frá upp- hafi. En hins vegar brann henni í skapi áköf þrá að gera reikningana upp í eitt skipti fyrir öll og svipta í einu vett- fangi þokunni af framtíðarlandinu, hvað sem það kost- aði. Svipur hennar var enn óráðinn og bar efasemdunum og baráttunni órækt vitni, þegar ný hljóð að ofan ollu því, að hún lagði af öllum kröftum eyra við því, sem var að gerast ofan þilja. í gegnum veðurgnýinn og brakið í gamla og slitna skipslirófinu, heyrði hún fyrirskipanir Sölva, kuldalegar, ögrandi og ákveðnar, og hróp hásetanna, sem hvöttu til samstilltra átaka, er þeir dróu þunga kaðla borða á milli í einhuga baráttu við höfuðskepnurnar, vatn- ið og vindinn. Öðru liverju skalf gamla skipshrófið, eins og æðisgengin flog færu um hrörlegan líkama, og henni fundust fætur sínar lyftast upp af gólfinu, viðnámslaust og ósjálfrátt fyrir ofurvaldi skilningsvana örlaga, en móður- ástin þreifaði þó eðlisbundið og tillitslaust eftir öruggri handfestu í rúmstokknum, því að enn fann hún þunga sveinsins á kjöltu sér. Elísabet skildist, að veður fór enn harðnandi, og líf og dauði hengu ráðþrota á bláþræði og vógu salt, hvort gegn öðru, enda vonaði hún, að Sölvi kæmi til liennar, áður en til frekari úrslita drægi. Að stundarkorni liðnu heyrði hún að gengið var um stigann. En ekki var það Sölvi, sem var þar á ferð, heldur matsveinninn. Rjóður af veðurofsanum og rennblautur í framan af sædrifinu stóð hann þar við dyrnar og streittist gegn því, að hurðin skylli í lás að baki honum. Hann spurði ósköp hversdagslega, hvernig lienni liði. Henni veittist örðugt að dylja vonbrigðin, en spurði þó að andartaki liðnu: „Veðrið er víst orðið vont?“ „Óskaplegt veður, frú mín góð! En veltingurinn minnk- ar strax og skipstjórinn lætur undan síga. — Því að eins og stendur beitum við hart í vindinn." „Hvaða hávaði var þetta uppi á þilfarinu áðan?“ „O — við tókum bara nýjan slag, en framreiðinn var í ólagi. — Og svo fór brandaukaseglið leiðar sinnar, eins og gengur. — En hann slær sjálfsagt undan, áður en langt um líður, frú mín góð,“ sagði hann huggandi og góðlát- lega. En Elísabet réði það af málrómi hans, að í rauninni teldi hann, að þetta undanhald hefði átt að gerast fyrir löngu. „Við siglum þá beitivind á fremstu nöf eins og stendur?“ spurði hún kvíðin. „Víst er um það, enda brakar í hverju borði frá stafni aftur í skut! — En bráðum sláum við undan, og þá skánar þetta allt af sjálf sér, frú mín góð. — Hvað get eg annars gert fyrir yður?“ „Ekkert, þakka yður annars fyrir, Jens.“ Elísabet hik- aði við, því að hana langaði til að spyrja matsveininn, hvort maður hennar kæmi ekki bráðum niður til hennar, og matsveinninn skildi fyrir víst, hvað henni var í huga, þótt hún segði ekkert. Hann staldraði andartak við, en gekk svo til dyra, lokaði hurðinni gaumgæfilega á eftir sér og stildraði i þungu sjóstígvélunum sínum varlega upp stigann. Hún varð ein eftir og spennti greipar í vaxandi sálar- angist. Hún skildi það gjörla, að Sölvi vildi ekki koma niður til hennar, og eðlisskyn hennar sagði henni berlega, að nú sigldi hann skútunni á fremsta hlunn og legði allt að veði — sjálfan sig, eiginkonuna og einkasoninn — til þess eins og svala sjúklegum metnaði sínum og afbrýði. Þannig liugðist hann svara lienni á sína vísu. (Framhald.) 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.