Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 28
(Framhald.) skjótt aftur út í sólmóðuna að baki þeim. Hún fylgdist af áhuga með frásögnum og skýringum hafnsögumannsins, enda kannaðist hún við nafn flestra þessarra byggða frá þeim árum, er hún dvaldi í Amsterdam. Öðru liverju lagði Sölvi orð og orð í belg, þegar eitthvert það atriði bar á góma, sem vakti athygli hans og áhuga um stund, en ann- ars skálmaði hann lengstaf hljóður fram og aftur um þilfar- ið og hlustaði aðeins á það, sem þeim, Elísabet og hafn- sögumanninum, fór á milli, eða þá að hann tók Gjert litla á handlegg sér um stund, stóð með hann úti við borðstokk- inn og horfði þögull út í fjarskann. Kirkjuturn nokkur í nánd við eyjuna Urk er sagður vera byggður úr norsku forngrýti. Elísabet virtist liafa ánægju af að heyra þetta, og fylltist þjóðernislegri ánægju af öðrum eins smámunum, enda var hún einráðin í að láta allt verða sér til yndis. Við Terschelling er skipaleiðin gegnum grynningarnar í mynni Zuydersjávar út í Norðursjóinn aðeins þröng renna, sem merkt er með einfaldri röð hvítra og svartra flotdufla til hvorrar handar. Jafnvel í þessu rólega og kyrra veðri myndaði undiraldan utan af hafinu þungan brimsúg við grynningarnar, svo að óslitið, hvítfyssandi brimlöður bryddi leið skipsins á báða bóga frá hafi til hafs. Elísabet spurði hollenzka hafnsögumanninn undrandi og skelfd, hvernig hér væri umhorfs í óveðri og stórsjó, fyrst hafið væri svo ókyrrt á þessum slóðum í stafalogni og blíðviðri. „Hvernig þykir ykkur að sjá slíka sjón?“ spurði hún. „Þá er bezt að sjá sem minnst, — sjá alls ekki neitt,“ sagði hafnsögumaðurinn í hálfkæringi. „En þér verðið þó að vera hér á ferli, hvernig sem veður er?“ „Maður verður að hlýða kallinu, hvenær sem það kemur. Þetta er nú einu sinni atvinna mín,“ svaraði hafnsögu- maðurinri þurrlega. Þegar hér var komið samtali þeirra Elísabetar og FIol- lendingsins, staldraði Sölvi við í námunda við þau og lagði eyrun við, þótt hann þættist skyggnast til veðurs. „Já,“ sagði Elísabet. — „Hafnsögumennirnir okkar heima í Noregi eru heldur ekki ragir við að bleyta tána, þegar skyldan kallar. — Það er veglegt hlutskipti.“ Það leit ekki út fyrir, að Hollendingurinn mæti hrifn- ingu hennar sérlega mikils. Hann sagði aðeins — og það frernur kuldalega: „Fyrir þrem árum misstu þeir þarna á Amlandi, — eyj- unni, sem þér sjáið á hægri hönd, frú mín góð — fimmtíu hafnsögumenn alls á tveimur árum. Þeim, sem eftir sitja í lireiðrum þeirra fugla, finnst víst ekki sérlega mikið til um vegsemdina og virðinguna! Margt af því fólki á nú naumast þurran brauðbita til þess að seðja með hungur sitt.“ „Já, en veglegt er hlutskipti hafnsögumannsins engu að síður," sagði Elísabet þrákelknislega. Sölvi tók aftur að stika fram og aftur um þilfarið og Iieyrði því ekki meira af samtalinu. Nokkrum kvöldum síðar lá „Apollo“ í tunglsskini og vaggaði með rifuð segl úti á „Doggersbanka". Elísabet var enn ekki gengin til náða, en sat uppi á þilfari með barnið hlýlega dúðað í fangi sér. Sölvi gekk enn um gólf þar f nánd, og gaf mæðginunum gætur öðru hvoru. Skamrni þaðan sat Niels Buvaagen og nokkrir aðrir hásetar, sem voru á frívakt, á lestarkarminum og styttu sér stundir með því að segja sögur, en ýmsir aðrir skipsmenn voru á ferli þar í nándinni til þess að hlusta á sögur þeirra. Timbunnaðurinn hafði nýlokið að segja ýmsar kynlegar • sögur um dulræna reynslu sína og annarra. Niels Buvaagen hafði franr að þessu setið þögull og hlýtt á frásagnir ann- arra með vakandi eftirtekt. Sjálfur var hann all-hjátrúar- fullur, engu síður en hinir sjómennirnir, og þóttist liafa orðið fyrir ýmsu af því tagi á hinum rnörgu ferðum sínum um Norðursjóinn. Hann tottaði pípu sína hugsandi um stund og lagði svo orð í belginn með hinum: „Já, víst er um það, að margt er kynlegt á seyði hér á þessum slóðum, enda er þetta gamall og nýr kirkjugarður, — eða grafreitur, ef þið viljið heldur kalla það svo.“ Þegar hér var komið, þagnaði hann skyndilega, eins og hann þættist þegar hafa sagt of mikið. Hann tók aftur að totta pípu sína þegjandi og leysti ekki aftur frá skjóðunni fyrr en hinir liöfðu gengið á hann að halda áfram frásögn sinni. Hann svipaðist fyrst um til beggja handa og tók síðan til máls með lágum rórni: „Vitið þið,“ spurði hann, „hvernig gamlir fiskar deyja?" Enginn áheyrendanna virtist reiðubúinn að svara þess- ari óvæntu spurningu. „Ónei,“ hélt Níels áfram í lágum hljóðum, „það veit víst enginn. En þó deyja á hverjum sólarhring svo margir fiskar af öllu tagi, að væri allt með felldu, myndunr við sigla hér í krökum sjó af dauðum fiski, er flyti alls staðar um- hverfis okkur með hvítan kviðinn uppíloft, eins og dauðir fiskar alltaf gera, ef allt er með venjulegum hætti. — Víst er það mönnunum hulið, hvað verður af öllum þessum dauðu fiskum — engu síður en hitt, livar öll gömlu skipin, sem týna tölunni í heiminum, eru niður komin.“ Þegar hér var komið lét Niels frásögn sína niður falla í 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.