Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 13
(Teikning eftir GuÖm. Frimann) að eitthvaö væri eftir af livalnum hjá kaup- félaginu. Auk þess hafði bátur, sem sel- stöðuverzlunin í þorpinu átti, einnig fundið dauðan hval, er verið var að selja. Ennfrem- ur fékk hann að vita, að embættismaður einn í þorpinu annaðist sölu á hvalnum fyr- ir kaupfélagið, í fjarveru kaupfélagstjórans. — Kl. 8 fór bóndi að grennslast eftir, hvort embættismaðurinn væri kominn á fætur. Stúlka ein opnaði, er bóndi kvaddi dyra. spurði hann stúlkuna, hvort húsbóndi henn- ar væri klæddur. „Nei,“ sagði hún, heldur stutt í spuna, og mældi hann með augunum, allt frá verptu leðurskónum á fótum hans upp að beygluðum hattkúfnum, með auð- sæja fyrirlitningu í svipnum. „Hvenær gætir þú ímyndað þér að húsbóndinn risi úr rekkju?" spurði bóndi. „Eg reyni ekkert að ímynda mér um það; hann sjálfsagt fer á fætur, þegar hann telur sig þurfa," svaraði stúlkan. Bóndi vill ekki gefast upp og segir með hægð: „Eg heyri sagt, að húsbóndi þinn eigi að afhenda hval fyrir kaupfélagið; eg ætlaði að hitta hann upp á hval, og kemur mér illa að hanga hér yfir engu fram á miðj- an dag. Vildir þú ekki, stúlka mín, láta hann vita um erindi mitt?“ „Mér þykir ólíklegt, að hann fari að rífa sig up fyrir allar aldir, þó að hann heyri, að einhver sé kominn upp á hval,“ svaraði stúlkan meinlega, skellti aftur hurðinni og hvarf inn í húsið. BÓNDI gekk á brott og fór að leggja á hesta sína, svo allt væri til, þegar yfir- valdið kæmi á fætur. Síðan batt hann hest- ana saman og fór enn að grennslast eftir fótaferð embættismansins. Loks á tíunda tímanum náði hann fundi hans og bar upp erindið. „Hafið þér deildarstjóralcyfi?" spurði umboðsmaður kaupfélagsins. „Nei, það hef eg ekki,“ svaraði bóndi; „eg hafði engu að lofa, en mér datt í hug, að eg gæti fengið hval upp á einn hest, gegn því, að eg borgaði hann í haust. Eg á tvær gamlar ær, sem eg ætla að lóga, og vonast til að geta komið þeim í verð, t. d. hjá kaup- manni, ef félagið vill ekki taka þær, og borg- að með andvirði þeirra." „Eg hef enga heim- ild til að láta úti hval, nema gegn deildar- stjóraleyfi eða „kontant“-greiðslu,“ svaraði umboðsmaður. „Eg hefi ekkert að borga með annað en þetta, sem eg skýrði yður frá.“ »Jæja- Þá getið þér heldur ekki fengið hval- inn mér er ómögulegt að láta úti vöru gegn von í gamalám.” „Það nær þá ekki lengra; eg lofa ekki því, sem eg á ekki til. Verið þér sælir.“ „Sælir,“ anzaði umboðsmaður og horfði á eftir bónda, sem gekk snúðugt í átt til hesta sinna. Hann stanzaði um stund hjá hestunum og fitlaði við taumana. Því næst gekk hann hvatlega í átt til kaupmannsbúð- ar. Var honum vísað inn á skrifstofu kaup- manna innar af búðinni. Kaupmaður tók vel kveðju lians og bauð lionum sæti. Bóndi hóf þegar erindið: „Eg heyri sagt, að þér hafið hval til sölu.“ „Það er nú víst að verða lítið eftir; vantar yður hval?“ „Já, mig vanlar hval upp á einn hest, en það er bezt að segja það strax, að erfitt er um borgun, að minnsta kosti í bráð.“ „O, jæja, það þyrfti nú máske ekki að standa í veginum, eg gæti umliðið yður um þetta til haustsins. — Vant- ar yður ekki eitthvað fleira?" „Vera má, að þörf væri fyrir fleira, ef ekki skorti gjald- eyri, en nóg mun verða fyrir mig að borga hvalinn að þessu sinni, ef þér getið látið mig hafa hann með umlíðun til haustsins." „Eig- ið þér ekki eitthvað af kindum, sem þér get- ið lógað hjá mér í haust?" „Nei, mitt förg- unarfé er allt lofað í kaupfélagið, utan tvær ær gamlar, sem eg ætlaði að lóga heima, en get látið yður fá upp í hvalinn." „Getið þér þá ekki tekið út hval í kaupfélaginu, fyrst þér skiptið alveg við það?“ „Ekki væri eg að biðja yður um hval, ef eg gæti fengið hann þar.“ „Því í ósköpunum skiptið þér ekki við yðar eigin verzlun; á hún ekki nóg- an hval?“ „í þessu tilfelli hef eg ekki það, sem hún vill fá í staðinn." „Haldið þér, að eg geri mig ánægðan með eitthvað lakara eða minna fyrir sömu vöru?“ „Ekki þarf það að vera, yður getur hentað það, sem minni verzlun hentar ekki.“ „Hvað ætti það svo (Framhald d bls. 26) 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.