Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 4
nýju tíð og þá stjórnskipunarhætti, sem nú skulu upp teknir. Og það verður að segjast, að tíminn var kom- inn fyrir löngu. Landið er stærsta eyja veraldar, tvær milljónir ferkílómetra, en íbú- arnir eru ekki nema rösk tuttugu þús- und talsins. Þetta misræmi blasir þeg- ar við augum, ströndin er svo strjál- býl, að hvergi í veröldinni er hægt að sjá annað eins, og þar með það, liversu ólíkt fólkið er í hinum ýmsu byggðar- lögum, vegna þessara staðhátta. Hugs- ið yður þá staðreynd, að suðuroddi Grænlands er á sömu breiddargráðu og Osló, en norðuroddinn er langt norðan við öll meginlönd veraldar. Grænland teygir sig alla leið norður að 84. breiddargráðu. Þessar stað- reyndir er nauðsynlegt að hafa í huga. Erfiðleikarnir við að setja lög fyrir þjóðina eru miklir, og þá skilja aðeins þeir, sem hafa kynnt sér landshætti um langa hríð. Enn eru til forneskju- legir siðir, sem erfitt er að losna við. Danska ríkið hefur fram að þessu haft einokun á Grænlandi. Dönsku kóng- arnir áttu alla Grænlandsverzlunina á dögum einveldisins. Þetta gamla skipulag var aldrei afnumið til íulls. Það var talað um að gera það hvað eftir annað, en endalok þeirra um- ræðna urðu jafnan þessi: Þeir eru enn þá ekki hæfir til þess að stýra málum sínum sjálfir! Ef endurbæturnar hefðu algjörlega hvílt á stjórninni, mundi þetta vera viðkvæðið enn í dag og um ókomin ár, því að réttarbæt- urnar fást ekki nema þær séu þving- aðar fram. Verzlunin lýtur enn hinu gamla skipulagi, ef hægt er að nefna slíkt „verzlun", er Grænlendingur kemur með veiði sína og selur hana því verði, sem birt er á verðlistum, sem prentaðir eru í Danmörku. Og það er aldrei tekið neitt tillit til þess, hvort þessir verðlistar eru réttlátir eða ranglátir, og þeim er aldrei breytt, enda þótt heimsmarkaðsverð stígi og lalli. Stundum var ákveðið að breyta dagsverðinu, en það voru skrifstofu- menn í Danmörku, sem þær ákvarð- anir tóku, því að þeir eru allsráðandi. Enn þá hefur það aldrei komið fyrir, að íbúar landsins hafi fengið að vera þar með í ráðum. Einveldið er enn við líði á Grænlandi. Það var af þessum ástæðum, sem forsætsiráðherra jafnaðarmannastjórn- arinnar, Hedtoft, ákvað að láta ein- staklingsframtakið fá hönd í bagga. Nú á að breyta lögunum, svo að danskir borgarar geti setzt að á Græn- landi, því að Grænland á að verða hluti af hinu danska ríki, og það mun síðar koma í ljós, hver verður árang- urinn af þessari stefnu. Stjórnmálamenn í öðrum löndum eiga erfitt með að skilja, hvers vegna Hedtoft forsætisráðherra tók upp á því á Grænlandi, að tala gegn ríkis- verzlun og ríkisvaldi. En það var áreiðanlega rétt gert, að tala þannig við Grænlendinga, og hefði átt að vera gert fyrir löngu. Þjóðin vissi ekki, livernig sú stjórn var, sem réði ríkjum. En nú verður breyting á þessu. Hin stóra samvinnstefna hefur stungið upp kollinum á Grænlandi. Eg vona að menn skilji, að bezta lausnin væri, að láta danska kaupfélagasambandið (FDB) yfirtaka verzlunina, á þann hátt, að í hverju byggðarlagi geti menn valið fulltrúa sína, sem hafi hönd í bagga með því, hvaða vörur eru fengnar til landsins og kynnt sér gæði þeirra og gagnsemi. Þessir fulltrúar þurfa líka að hafa eftirlit með verðlagsákvörðunum og sjá til þess, að afgreiðslumennirnir séu kurt- eisir og sanngjarnir. Og í hverri byggð á Grænlandi má finna nægilega marga menn, sem eru hæfir til þess að taka þetta að sér. Og sá hópur mun stækka með árunum. Verzlunin á Grænlandi í dag er hreinasta skrípamynd af því, sem kallað er verzlun í öðrum lönd- um. Grænlendingur kemur ak- andi með selskinn og spik að vetrarlagi. Hann stendur utan dyra, þangað til verzlunarstjór- inn kemur út úr verzlunarhús- inu og hyggur að erindi við- skiptamannsins. En slíkt er hin mesta góðgjörðarstarfsemi við veiðimanninn, sem er að reyna að koma feng sínum í verð. Og verzlunarstjórinn lofar honum að sjá, hversu óendanlega hann stendur hærra í mannfélagsstig- anum með því að láta hann sjálf- an slengja spikinu á vogina. Og það er vegið, en um verðið þarf ekki að deila, það er ákveðið í eitt skipti fyrir öll. Að vigtuninni lokinni má viðskiptamaðurinn sjálfur bera feng sinn í geymslu þá, sem stóri maðurinn bendir til. Nú er haldið inn í sjálfa verzl- unina. Selskinn veiðimannsins er lagt á borðið og verðlagt. Þrír

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.