Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 16
Verið að „slá undir“ trollið, þ. e. festa það við bobbingana. Hásetar vinna það verk. Tómar lýsistunmir eru settar um borð. Lýsið er sett á geymi i veiBiferðunum, en tunnurnar hafðar til vara. Kaldbakur liggur þarna við bryggju á Oddeyrartanga. VEIÐISKAPUR, og aflasölur ís- lenzka togaraflotans á erlendum mörkuðum. cr daglegt fréttaefni út- varps og blaða. Nærri daglega er eitt- hvert hinna fríðu skipa í Fleetwood, Hull eða Grimsby, eða í Bremerhaven og Hamborg, að landa afla af Hala eða Eldeyjarbanka. Gjaldeyrisöflun tog- araflotans er mjög mikilvægur þáttur þjóðarbúskaparins. Almenningur veit vel, að góðar sölur skipanna á erlend- um markaði tákna aukna möguleika þjóðarinnar til þess að kaupa fæði og skæði erlendis og vaxandi velmegun í landinu. Hitt vita færri, hversu starf- ræksla nýja togaraflotans er mikilvæg atvinnugrein fyrir jrá, sem ekki stunda sjóinn og ekki sigla með skipunum á fiskimið eða til erlendra hafna. í sam- bandi við togaraútgerðina er margvís- leg atvinna í landi fyrir fjölda manns, útbúnaður skipanna þarfnast eftirlits og umönnunar, útgerðin rekur um- fangsmikla skrifstofustarfsemi og síð- ast en ekki sízt — veiðarfærin, sem sópa gullinu úr greipum Ægis — hin stór- virka og umdeilda botnvarpa — liefur hrundið af stað iðnaði í landinu, sem er um margt merkilegur og á sinn ríka þátt í því, að íslendingar afla nú hlut- Islenzk botnvörpugerð Stutt frásögn í or fallslega meiri fiskjar á höfunum en nokkur önnur þjóð. SAMVINNAN hefur nýlega heim- sótt trollhnýtingarverkstæði — nýtt fyrirtæki, er útgerð Akureyrartogarans Kaldbaks hefur komið á fót á Oddeyr- artanga — og aflað sér þar fróðleiks um þessa hlið útgerðarinnar, sem sjaldan lieyrist getið í fréttum, þótt hún sé eigi að síður augljóslega mikilvæg. A þessu verkstæði eru hnýttar botnvörpur fyr- ir þetta mikla aflaskip og ýms önnur. Slík verkstæði munu nú vera stofnsett í sambandi við togaraútgerðina í flest- um þeim kaupstöðum, sem gera hin nýju skip út á veiðar. Á hverju slíku verkstæði vinnur margt manna, á Ak- ureyrarverkstæðinu vinna t. d. 10—20 stúlkur árið um kring, auk verkstæðis- formanns. Stúlkur á netahnýtingarverksta: 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.