Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 22
Á förnum vegi ANNARS staðar í þessu liefti eru birtar myndir frá samkeppni, er efnt var til fyrir forgöngu sænsku kaupfélaganna, um hagnýta' og smekklega gerð liúsgagna og ann- ars heimilisbúnaðar. Þessi samkeppni er eng- an vegin einangrað fyrirbrigði í Svíþjóð. Hún var einn liður langrar og vel skipu- lagðrar .starfsemi, sem hefur það markmið, að gæta ■ hagsmuna heimila og neytenda að þessu leyti einnig. Sænsku kaupfélögin líta ekki svo á, að lilutverk þeirra sé einungis það, að útvega félagsmönnum sínum ein- hverjar vörur við sanngjörnu verði — held- ur telja þau — pg það með réttu —, að þeim beri að JbÍynna að því, að vörurnar séu ósviknar í hvívetna, og félagsmennirnir fái sem bcztan varning fyrir fé sitt. Reynslu- stofnanir og eftirlitsmenn kaupfélagasam- bandsins eru sífellt að reyna alls konar vör- ur, prófa fæðugildi matvara og liagnýti bús- áhalda, styrkleika og gagnsemi húsgagna og jafnframt að leita að sem listrænustum form- um á hagnýtum hlutum. Framleiðsla sam- vinnuverksmiðjanna er síðan samræmd þeim niðurstöðum, er þannig fást, öffugri fræðslu- starfsemi og 'auglýsingastarfsemi er lialdið uppi, til þess að kynna kaupfélagsmönnum, hvaða vörur sérfróðir menn telja bezt hæf- ar, og þannig er eftirspurn aukin eftir þess- um varningi og jafnframt stefnt að því, að sem flest heimili landsins eignist hagnýtan, smekklegan og samræmdan búnað. ÞESSI starfsemi er mjög mikilsverð fyrir þjóðfélagið í heild. Hún stuðlar að því, að bæta smekkvísi og hagsýni fólks, auðvelda því að fá verðmæti fyrir peninga sína og forða því, að fjármunum sé eytt fyrir gagns- litla og auðvirðilega muni. Hún er trygg- ingarstarfsemi fyrir samvinumennina í land- inu, og hún sýnir mjög glögglega eðli sam- vinnustarfsins og menningarhlutverk þess. í samræmi við þessa leit að hinu bezta, er unn- ið markvíst að því — bæði í Svíþjóð og nokkrum öðrum löndum —, að taka upp eitt allsherjar-vörumerki fyrir alla samvinnu- framleiðslu, hvort heldur einstök kaupfélög eða samvinnusamböndin standa að henni. Þetta samvinnumerki sýnir viðskiptamann- inum þegar uppruna varningsins, og það á að vera honum trygging fyrir því, að til verksins hafi verið vandað og verð sé sann- gjarnt. Þar sem mikil rækt er lögð við vöru- könnun og gæðapróf, eins og í Svíþjóð, hlýt- ur slík auðkenning samvinnuframleiðslunn- ar að verða til þess að auka álit samvinnu- skipulagsins og örva eftirspurn og sölu. Brezku kaupfélögin hafa nú tekið upp alls- herjar-vörumerki fyrir framleiðslu sína og auglýsa það rækilega. Þau líta réttilega svo á, að samvinnumönnum beri að benda greinilega á það, hvaða varningur sé frá þeim kominn. Framleiðsla samvinnumanna standist í hvívetna samkeppni við einkafram- leiðslu og hún vinni sífellt á í heilbrigði sam- keppni. ATHUGANDI væri vissulega, að samræma auglýsingastarfsemi og vörumerki is- lenzkrar samvinnuframleiðslu, stofna vöru- merki samvinnumanna, sem greinilegt væri á allri framleiðslu samvinnuverksmiðja, livort sem í lilut eiga einstök kaupfélög eða Sam- bandið. Slíkt mundi verða trygging fyrir neytendurna fyrir vöruvöndun, og aðhald fyrir j)á, sem að framleiðslunni vinna, að vanda verk sitt og rýra aldrei álit sam- vinnumerkisins með lélegri vinnu. Líklegt má telja, að allri samvinnustarfsemi væri styrkur að slíku samræmdu kerfi. Kjarabæturnar geta byrjað heima. Allmikið er nú um það rætt, að erf- itt sé að lifa hér í landi vegna dýrtíðar og vísitölufestingar, og vist er það sannmæli, að þrátt fyrir allar „kjara- bætur“ liðinna ára og samkeppnina um heiðurinn af þeim, virðist dýrtíð- inni ganga greiðlega að gleypa þær all- ar. Margir sjá nú, að lítill hagur er að því að fá sífellt fleiri krónur, meiri hagur væri að því að fá krónur, sem keyptu meira verðmæti. Þetta ástand allt hefur gefið vini okkar Jóni Jónssyni borgara tilefni til þess að benda á, að kjarabætur geta vel byrjað heima, með þvi að velta hverri krónu tvisvar áður en henni er eytt, reikningshaldi yfir útgjöld og að- gæzlu um það, að kaupa vörurnar þar, sem jiær eru ódýrastar. Þegar að því er komið, að erfitt er að láta tekjurn- ar hrökkva fyrir útgjöldum, rennur upp fyrir mönnum í ríkara mæli en fyrr, livers virði samvinnuskipulagið er fyrir heimilin. Endurgreiðsla á vörukaup ársins hjá kaupfélaginu, þótt lítil liafi þótt í peningaflóðinu, er nú kærkomin, og menn gera sér þá frekar far um að verzla ekki utan kaupfélagsins og verða þannig af end urgreiðslu. Allt þetta segist Jón Jónsson nú íhuga vel og vendilega er hann situr heima við með konu sinni og fer yfir heimilisbókhaldið hjá henni og víst mættu margir taka hann sér til fyrir- myndar í þessu efni. Borgararéttur minksins. Enn hefur ríkisborgararéttur minnksins verið til umræðu á Alþingi og menn hafa ekki frekar en venja er, þegar um veitingu ríkisborgararéttar er að ræða, orðið sammála. Allmargir vildu láta gera minnkinn landrækan, banna allt minnkaeldi og greiða verðlaun fyrir unnin dýr. Aðrir stóðu með minnkinum, og hefur sjálfsagt dreymt drauma stóra um j)á tíð, er sú sjón, er getur að líta hér að ofan, verður að veruleika. Og víst er um jjað, að með núverandi verðlagi á minnkaskinnum er hætt við að sú veruleikatíð renni seint yfir okk- ur, a. m. k. ekki fyrr en minnkurinn gengur sjálfala í flestum byggðum landsins og menn þurfa ekki lengur að skrifa gjaldeyrisnefndinn um pels handa konunni og meðtaka gulan miða, heldur eiga J)ar allt undir skot- fimi og áræði. Mun ýmsum jiykja seinni kosturinn fýsilegri. Þú góða, gengna tíð. í nýlegri skýrslu um bílaeign lands- manna kom berlega í ljós, að gamli bíllinn á sér nú orðið fylgjendur fá í landi hér. Splunkurnýir lúxusar voru þar í gífurlegum meirihluta, en gamli, góði bíllinn virðist vera að hverfa úr sögunni. Laun heimsins eru vanþakklæti. Sú var tíðin, að liann þótti fínn. Nú er ekki nóg með það, að fáir vilja eiga hann og fóðra lengur, heldur hefur sérstök nefnd verið sett til höfuðs hon- um til þess að innheimta skatt af lionum, ef eigandinn vill ekki setja hann á einn veturinn enn, heldur koma honum af sér fyrir sanngjarnan pening. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.