Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 14
■ \'. < ■ \ «-1( reglustöð Lundúnaborgar. Gárungarnir hafa stungið upp á því, að þangað ætti að fara með söngvarana, er þeim tækist ekki að blása lífi í hlutverk sín. Skammt frá óperunni er einn mesti blóma- og ávaxtamarkaður veraldar. En Covent Garden hefur ekki ævinlega verið í skugga annarra stórhýsa í London. Húsið, sem nú stendur þar, er hið þriðja í röðinni. Þegar hið fyrsta var byggt, árið 1732, var það í hjarta borgarinnar og blasti við allra augum. Það hefur margt breytzt í London á skemmri tíma en rösklega þremur öldum. Leikhúsið — sem svo var kallað — tók til starfa árið 1732, undir stjórn hins fræga leikara John Rich. Fyrsta viðfangsefni þess var hinn kunni gamanleikur Congraves, „The Way of the World“. Næsta viðfangsefni var „Ópera betlarans". Á þessum árum var nafn tónskáldsins Hándels tengt húsinu, og það var þar sem hann lét flytja „Messías" sinn brezkum almenningi í fyrsta sinn, árið 1743, skömmu eftir að verkið hafði verið flutt í fyrsta sinn í Dublin. Árið 1767 er þess getið í skráðum heimildum, að ung kona hafi þá flutt aríu úr óratórío eftir brezka tónskáldið Arne, og að undirleikurinn hafi verið „á nýtt hljóðfæri, sem kallað er Píanó Forte“. FYRSTU ÆVIÁR leikhússins voru viðburðarík. Árið 1763 kom til uppþots í húsinu af því að leikhússtjórinn hafði svikist um að hleypa almenningi inn eftir þriðja þátt fyrir hálft gjald, en það var hefð í London. Þremur árum seinna gerðu ballett-dansar- ar hússins verkfall til þess að mótmæla því að þurfa að koma fram í garnsokkum í stað silkisins, sem áður var tízka. Þriðja og alvar- legasta áfallið kom árið 1808, og þar endar saga þessarar bygging- Leikskrár óperunnar eru oft skrautlegar og skemmtilegir ar_ Húsið brann til kaldra kola og með því mikil Verðmæti, þar á minjagnptr um veruna par. Þetta er em hin frœgasta petrra, ° . - forsiðan teiknuð af kunnum listamanni i tilefni af hátiða- rneðal obcEtanleg ha.nd.rit eftir tonskaldin Hándel og Arne. Arið sýningu tii heiöurs Frakkiandsforseta áriö 1939. 1809 lagði brezki krónprinsinn, síðar Georg IV, hornsteininn að UM ÞESSAR mundir er starfstíma- bil óperanna í höfuðborgum heimsins. Það hefst venjulega upp úr nýjárinu og stendur fram á vorið. — Meðal þessara ópera er hin sögufræga og virðulega brezka ópera, Covent Garden. Fáir munu þeir ferðamenn, sem koma til lieimsborgarinnar við Thames að vetrinum, sem ekki freista þess að fá aðgöngumiða að sýningu í þessu fornfræga húsi. En ekki eru allir svo lánssamir að mega dvelja í Lund- únaborg á þessari árstíð. Það getur því verið fróðlegt fyrir þá, sem heima sitja, að kynnast þessari merku stofnun lítið eitt af orðum og myndum. ÁRUNNUR ferðamaður í London gengur tæplega að Covent Gar- den eins og hesti í haganum. Óperu- húsið blasir engan veginn við auga. Það hefur þokast í skuggann með öld- unum, er liðið hafasíðanfyrstvarbyggt óperuhús á þessum stað. Húsið stend- ur við óásjálega hliðargötu skammt frá Strand, gegnt einni kunnustu lög- 14 „Covent Garden“ — konunglega óperan í London Nöfn fraegra tónskálda eru tengd hinni 300 ára gömlu brezku óperu Þessi mynd er frá hinni hátiðlegu opnunarsýningu i febrúar 1946. Konungsstukan er neösl til hœgri, og eru konungshjónin þar á myndinni.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.