Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 12
UPPI í fjallshlíðinni stendur lágreistur bær í litlum, dökkgrænum túnbletti. Út frá bænum er dálítil Ijósgræn skák, sem stækkar óðum. Bóndinn í hlíðinni er byrjaður að slá. Hann sveitlar orfinu snöggt og liðlega. Svitinn rennur niður andlitið undan úfna hárinu og veldur sviða í augunum. Aðeins, þegar hann brýnir ljáinn, gefur hann sér tíma til að strjúka skyrtuerminni yfir ennið til að þerra svitann. Þetta er heiður og heit- ur dagur, snemma i júlímánuði. Hitamóða er yfir landinu; allar línur og litir hafa mjúkan og mildan blæ eins og blárri hlíf væri brugðið um hið mikla Ijós himinsins. Vötnin niðri í dalnum líkjast fjarrænum, dreymandi augum, sem horfa upp í heiðríkj- una. Bærinn í hlíðinni líkist risastórri, en mein- lausri skepnu, sem liggur í grasinu og lygnir augunum værðarlega í logni árdegisins. Sveit- in er hljóð eins og óbyggt land. Frá fossun- um hinum megin í dalnum heyrist daufur, angurvær ómur eins og síðasti tónn í sálma- lagi. Bóndinn brýnir ljáinn og hugsar, live dá- samlegt það væri að mega leggjast í grasið, svalt og mjúkt njóta fegurðar þessa yndis- lega dags og teyga ilminn úr töðunni, sem er að byrja að þorna. Hann hallast fram á orfið og horfir yfir sveitina. Hvergi sést slægjublettur í hinum dökkgrænu krögum kringum bæina. Bóndinn hugs- ar um háreist- an bæ, sem sést langt að, slétt og víðlent tún, stóra, vel valda hjörð, er dreif- ir sér um hlíð- ina. S á, s e m hugsar sér hátt, má ekki liggja á 1 i ð i s í n u. Hann tekur viðbragð og sveiflar nú orfinu liraðar en áður og ljárinn syngur sitt ein- róma viðlag við draum lians um búmanns- afrek og batnandi hag. Dökkgrænt kjarn- gresið dregst í múga. Bráðum þarf konan að koma út, dreifa heyinu og snúa. Einu sinni, fregar bóndinn brýnir ljáinn, sér hann dökka þúst á götunum sunnan með hlíðinni. Eftir næstu brýnu sér hann, að þetta er ríðandi maður með hest í taumi. Einhver síðbúinn með ullina sína, hugsar bóndinn. Ferðamaðurinn þokast nær. Hann rær i söðlinum og danglar liælunum i síður liests- ins, hægt og gætilega, í takt við ganghraða hans. Reiðingshesturinn fetar götuna á eft- ir, og liggur i taumnum, líkt og liann spyrni við í hverju spori. Hann teygir fram haus- inn og lygnir augunum þrákelknislega, stað- ráðinn í að halda hraða ferðalagsins innan skynsamlegra takmarka. Þegar ferðamaðurinn er niður undan tún- inu í hlíðinni, kallar hann til bóndans; ,,Sæll vert þú.“ „Komdu sæll.“ „Og þú ert farinn að l'letta sundur túninu." „O, öllu má nú nafn gefa,“ svarar bóndinn. „Það er Á fyrstu árum kaupfélaganna á íslandi reyndi mjög á þroska og manndóm félagsmanna, einkum hinna fátækari. Annars vegar voru strangar kröfur félaganna um vöru- vöndun og skilvísi, hins vegar hót- anir kaupmanna og tylliboð, og í sumum tilfcllum göfuglyndi þeirra, sem máske var örðugast að standast. Var raunar merkilegt, að fátækir og einangraðir bændur, aldir upp við skuldaverzlun og vörusvik, van- ir að líta upp til kaupmannsins og skríða fyrir honum, skyldu standast hina tvöföldu raun. En þeir brugðust ekki — og kaup- félögin lifðu. Frásögn sú, er fer hér á eftir og er sönn að efni til, greinir frá atburði, sem gerðist á einu af fyrstu árum kaupfélaganna. Kastar hún nokkru ljósi á hugsunarhátt og skapgerð smælingjanna, er með samvinnu veltu bjargi verzlunarþrælkunar úr vegi framfaranna. SAMVINNUMAÐUR Grímur Grímsson skráði SÖNN FRÁSAGA ekki amalegt að eiga töðu til að þurrka núna," heldur ferðamaðurinn áfram. „Satt er það, en það vill ganga lítið undan ein- um. — Ert þú nokkuð byrjaður?" „Eg, nei, ónei, það er ekki nærri fullsprottið túnið hjá mér, enda þarf ekki að reyna að ná af því nokkru strái meðan svona viðrar, jafn- harðlent og það er.“ „Á livaða leið ert þú annars?" spyr bóndi. „Eg ætla að ná mér í einn hestburð af hval,“ var svarið. „Hval! Hefur rekið hval?“ segir bóndinn í uppnámi. „Þeir fundu dauðan hval úti í flóanum n-é- lega, hann kvað vera alveg óskemmdur og seldur ódýrt, að sögn." „Hverjir voru svo heppnir að finna hvalinn?" spyr bóndi. „Þeir fundu hann á kaupfélagsbátnum; bara að hann verði nú ekki uppseldur, þegar eg loksins kemst úteftir," svarar ferðamaðurinn mæðulega; „eg eyddi öllum deginum í gær til þess að útvega mér leyfi.“ „Leyfi?" „Já, úttektarleyfi hjá deildarstjóra; maður verður að lofa innleggi fyrir þessu eins og liverri annarri vöru, sem maður kaupur í félaginu.“ „Já, eg skil það, en þetta verður dýr matur á endanum," anzar bóndi og fer aftur að brýna ljáinn, eins og hann vilji gefa til kynna, að samtalinu sé lokið af sinni hálfu. Ferðamaðurinn hikar um stund, en kallar svo upp til bóndans: „Hvað áttu við með því, að hann verði dýr?“ „Eg á við,“ segir bóndi, „að þú eyðir minnst þremur dögum fyrir einn hestburð af hval, auk verðsins — og hvers virði er tíminn?" „O, hvað er tím- inn, maður minn, annað en stundin, sem er að líða?" svarar ferðamaðurinn liægt og með áherzlu og byrjar að dangla fótunum í síður liestsins. „Tíminn er stigi neðan úr fúlum kjallara og upp á efsta loft tilverunnar, og eg er ráðinn í að nota hann til að komast eitthvað upp á við — og vertu nú sæll!“ anzar bóndi hlæjandi og byrjar að slá af kappi. Ferðamaðurinn tautar eitthvað i skeggið og mjakast af stað, þegar liann er loksins búinn að koma farkosti sínum í skiln- ing um, að lengur verði ekki hjá því kom- izt að hreyfa sig. — Bóndi sló af kappi til miðaftans, þá lagði hann frá sér orfið og gekk til næsta bæjar, stuttan spöl, þar bjó deildarstjóri hans. Hann heilsar deildarstjóra og tjáir honum erindi sitt: að hann langi til að fá sér hval á einn hest og sé kominn til að biðja um skýrteini, er lieimili honum þessa úttekt. „Hverju geturðu lofað fyrir þessu?‘“ spyr deildarstjóri. — „Eg hefi þegar lofað öllu, sem eg get m i s s t, n e m a tveimur gömlum ám, er é g ætlaði a ð lóga lieima; eg gæti máske selt þær og borgað hvalinn m e ð því,“ svarar bóndi. „Gamlar ær ganga ekki í félagið," segir deildarstjóri með hægð; „eg get Jjví ekki tekið þær giklar, og út- tektarleyfi má eg ekki gefa, nema einhverj- um gjaldeyri sé lofað í staðinn, sem félagið tekur gildan." „Eg skil þetta mætavel," segir bóndi, „og verð að hafa einhver önnur ráð.“ Síðan kvaddi hann og fór. AHEIMLEIÐINNI gekk hann út í hag- ann, tók þar tvo hesta og liafði heim með sér. — Um náttmálaleytið lagði hann af stað í kaupstaðinn með reiðingshest í taumi. Nokkru el'tir miðnætti kom hann í þorp- ið, spretti af liestunum og hefti þá i gras- bletti, [)ar sem þeir gátu satt sárasta hungrið eftir ferðina. Síðan lagðist hann fyrir á reið- ingsmeljunni, með poka undir höfðinu, og sofnaði. Um miðjan morgun vaknaði hann, og var hrollur í lionum. Fór liann þá að líta eftir hestunum, ranglaði síðan um þorp- ið, unz fólk var komið á fætur, svo hann gat íengið sér kaffisopa lijá kunningjafólki sínu. Eftir það lagði hann leið sína niður í fjöruna. Þar hafði hann tal af sjómönnum, sem voru við vinnu. Frétti hann hjá þeim, 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.