Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 24
EINU SINNI kom aðvífandi í ríki nokkurt sterkur maður úr fjar- lægu landi. Hann hafði aldrei á ævi sinni hitt jafningja sinn að kröftum, og nú skoraði hann á einhvern lands- búa að koma og fást við sig. Kóngur kallaði saman þing, en það leið langur tími áður en hann fékk nokkurn til þess að þreyta fangbrögð við kraftajöt- uninn. Að lokum gekk þó fram úr hópnum veiklulegur dvergur og bauðst til þess að glíma við risann. Kraftajötuninn leit kæruleysislega niður á mótstöðumanninn. Hann hélt, að verið væri að gera gabb að sér. Dvergurinn sagði þá, að bezt væri, að þeir reyndu kraftana á einhverju áður en glíman byrjaði. Risinn greip stein í bræði sinni og kreisti liann svo fast, að vatn rann úr lionum. Dvergurinn skipti á steininum og svarnpi, svo fljótt, að ekki mátti auga á festa, og svo kreisti hann auð- ^ vitað enn meira vatn úr svamp- inum en risanum hafði tekizt JM að ná úr steininum. Risinn tók þá annan stein og kastaði honum af svo miklu Æg. afli til jarðar, að hann varð að Æb dufti. Dvergurinn greip s t e i n, laumaði honum í vasa sinn, og kastaði svo handfylli af mjöli til jarðar. Risinn varð standandi hissa, hann rétti fram hönd sína og sagði: „Eg bjóst aldrei við, að lítill maður gæti verið svona sterkur. Eg kæri mig ekkert um að glíma við þig, en við skulurn takast í hendur og staðfesta með okkur vináttu og bræðralag." Nú bauð risinn dvergnum heim með sér, en fyrst vildi hann fá að vita, hvers vegna hann hefði ekki þrýst hönd sína eins og vina væri siður. Dvergurinn svaraði því til, að sér væri algerlega um megn að hafa hóf á kröft- unum, og hefði hann, því miður, orð- ið fleiri en einum manni að bana með handtakinu einu saman. Vinirnir héldu nú af stað. Á leið- inni komu þeir að á, sem þurfti að vaða. Dvergurinn óttaðist, að straumur- inn mundi skella sér flötum, og sagði því heljarmenninu, að hann væri mjög magaveikur og væri því ekki hollt fyrir sig að vaða í köldu vatni, bezt væri heilsunnar vegna, að hann væri borinn yfir. í miðri ánni nam risinn staðar með dverginn á bakinu og sagði: „Eg hef heyrt, að allir sterkir menn séu mjög þungir, en eg finn ekkert fyrir þér á bakinu á mér. Hvernig stendur á þessu?“ „Við erum nú orðnir vinir og bræð- ur,“ sagði dvergurinn, „og þess vegna nær það engri átt að leggja alla þyngd rnína á þitt bak. Ef eg héldi ekki í him- ininn nreð annarri hendinni, mynd- irðu alls ekki geta borið mig.“ En risann langaði til að reyna kraft- ana, og þess vegna bað hann dverginn að sleppa hendinni af himninum eitt augnablik, og þá tók dvergurinn tvo nagla upp úr vasa sínum og stakk þeim á kaf í öxlina á heljarmenninu. Risanum fannst sársaukinn óþol- andi og bað dverginn blessaðan að létta á sér og grípa í himininn aftur. SKÖMMU SEINNA komu jreir að liúsi risans, og auðvitað vildi ris- inn gefa vini sínum að borða. Hann stakk því upp á Jrví, að Jreir skyldu skipta með sér verkum, annar Jreirra skyldi taka brauðið út úr ofninum, á nreðan liinn færi ofan í kjallara eftir víni. Dvergurinn leit inn í ofninn og sá þar ógnarstórt brauð, sem hann myndi aldrei geta hreyft úr stað, og Jress vegna kaus liann heldur að fara niður í kjallara eftir víninu. Þegar niður kom, gat hann ekki einu sinni skrtifað frá krönunum, og þá varð hann hrædd- ur urn að risinn væri búinn að taka brauðið úr ofninum, svo að liann kall- aði: „Á eg að konta upp með allar tunnurnar?“ Risinn varð óttasleginn og hentist niður, en dvergurinn Jraut upp. Sér til mikillar skellingar sá hann þá, að brauðið var enn í ofninum, og Jrá sá hann, að nú var að duga eða drepast, hann yrði einhvern veginn að ná því út. Með miklum erfiðismunum gat hann dregið brauðið fram á hólfbrún- ina, en þá datt hann og brauðið féll ol- an á hann. Hann gat sig nú hvergi lireyft og var að stikna, Jrví að brauðið var heitt. Rétt í þessum svifum kont risinn að neðan með vínið og spurði hvað komið hefði fyrir. Dvergurinn svaraði: „Eins og w eg sagði þér í morgun, þá er w eg afleitur í maganum, og það er ágætt að nota heitt brauð Kl sem bakstur.“ — „Veslings vin- ur minn,“ sagði risinn. „Líð- ^ ur þér þá betur núna?“ — „Já, W hamingjunni sé lof, miklu bet- k ur,“ sagði dvergurinn. „Þú mátt taka brauðið, eg er að verða stálsleginn." Risinn tók brauðið, og svo settust Jreir báðir að snæðingi. Allt í einu linerraði risinn svo hraustlega, að dvergurinn fauk upp í rjáfur og greip þar í eina sperruna, svo að liann féll ekki niður aftur og meiddi sig. Risinn leit upp undrandi og spurði: „Hvað á Jretta að Jrýða?" Dvergurinn svaraði með þjósti: „Ef Jni hagar þér svona dónalega aftur við borðið, Jrá skal eg taka þessa sperru, sem eg hekl í, og mola á þér hausinn með henni.“ Ris- inn afsakaði sig auðmjúklega og lof- aði, að hann skyldi aldrei framar hnerra undir borðum, og Jrví næst sótti hann stiga, svo að dvergurinn gæti komizt niður. (Þjóðsaga frá Kákasus). Leiðrctting. í síðasta hefti urðii þau mistök, að myndir á bls. 4 og j neðst, rugluðust, þannig að myndin á bls. 4 átti að vera á bls. j og öfugt. 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.