Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 29
bili, svo sem til þess að tunglskinið og öldugjálfrið gæfi orðum hans aukinn kraft og óhugnað. „Já, Doggersbanki getur verið slæmur, og liver veit nema hann kunni að verða okkur sjálfum þungur í skauti í þetta sinn, áður en við sleppum héðan úr ládeyðunni," bætti hann að lokum við, hallaði sér mæðurór aftur á bak og studdi hnakkann við bjálkann, sem hann sat upp við. í þessum stellingum tók hann að virða veðurútlitið fyrir sér og fór sér að engu óðslega um framhald sögu sinnar. Fullt tungl liafði skinið í heiði, en í þessu bili rak gisna skýjahnökra í skyndingu fyrir tunglið og frá því aftur. Þótt logn væri á jörðu og kyrrt við sjávarflötinn, mátti á þessu sjá, að hvasst var þar uppi í háloftunum. „Áfram með söguna, Níels,“ sagði timburmaðurinn, — „þú varst að segja okkur frá því, hvað yrði um gömlu fiskana og gömlu skúturnar." „Já, þeir leita fyrst og fremst hingað á Doggersbanka til þess að deyja — og kannske á eina tvo til þrjá aðra staði í heiminum. Og ætli gömlu skipin fari ekki sömu leiðina? — Þess vegna þykjast margir lieyra eins konar líksöng í sjávarhljóðinu hér á þessum slóðum. Og víst ber hér margt fyrir eyru og augu, sem ekki þykir hversdagslegt eða eðli- legt annars staðar á höfum úti.“ Skyndilega sló þögn á alla, því að engu var líkara en að skipið rækist allt í einu á eitthvað, sem tæki snöggvast af því allan skrið, og samtímis þessu dreif kaldar yrjur úr hörðum sjóhnút, er skútan hafði stungið í stafni, inn yfir þilfarið. „Hún hefir heyrt til okkar,“ tautaði timburmaðurinn, eins og við sjálfan sig, „því að hún er sjálf orðin gömul, skútan sú arna, og veigrar sér við að sigla yfir kirkjugarð- inn.“ Einhvern kynlegan liroll setti að Elísabet við þessi síð- ustu ummæli, svo að hún stóð á fætur og gekk til náða. Talsverðan brimsúg gerði um nóttina, og skútan tók harða hnykki öðru hverju, líkt og hún væri á grunnsævi, en lóðmálið sýndi þó, að svo var ekki. Þegar Elísabet reis úr rekkju um morguninn, hafði dimm og úrsvöl hafþoka lagzt um skipið, líkt og þykkur og kaldur múrveggur. Þá urðu menn þess varir, að sandþungir boðarnir á þessum slóðum höfðu með einhverjum hætti skolað akkerisfest- inni upp á þilfarið og hringað hana þar furðulega líkt því sem gengið hefði verið frá henni af mannahöndum. Niels Buvaagen hristi höfuðið með áhyggjusvip, og ýmsum hinna hásetanna fannst ekki ólíklegt, að þetta hefði hlotið að gerast með yfirnáttúrlegum hætti, enda hefðu hinar „dauðu hendur“ úr kirkjugarðinum á Doggersbanka verið hér að verki og vildu þær boða skipshöfninni einhver ó- tíðindi með þessu jarteikni. Þegar leið að hádegi tók að rofa til fyrir sólinni, líkt og daufum ljósbletti lengst uppi og úti í þokuhafinu. Og upp úr hádeginu birti snögglega upp og gerði glaðasólskin. Geislandi birtu brá á grænleitan hafflötinn, sem ferskur andvari skreytti hvítum löðurkúfum á stangli. Elísabet hafði gengið upp á þiljur til þess að baka sig í sólskininu eftir hrollinn, sem að henni hafði sett í þok- unni. Nú sá hún sér til undrunar og gleði, að mikill fjöldi skipa undir hvítum seglum var allt umhverfis þau á haf- inu. Þetta var sannarlega fögur sjón, og Elísabet kunni að meta liana, frá því á bernskuárunum úti í skerjagarðin- um norska. Henni fannst, að hún yrði að láta aðdáun sína í ljós við einhvern og kallaði því á Sölva, sem stóð þar álengdar. Fegursta skipið, sem þau greindu þar nærri sér, var tví- mælalaust hersnekkjan „Norðstjarnan", sem sigldi skáhalt framhjá þeim undir fullum seglum í áttina vestur á Erm- arsund, — á leið suður í Miðjarðarhaf. Herskip þetta var nafntogað um þessar mundir um alla norsku ströndina, og Elísabet hafði lengi langað til sjá það. „Þetta er „Norðstjarnan!“, hrópaði hún, þegar hún þekkti skipið með vissu. „Sjáðu, Sölvi, hvað þetta er tign- arlegt og fallegt skip, þar sem það klýfur öldurnar með hvítfyssandi löðurtauma með fram báðuni borðstokkun- um endilöngum og langar leiðir aftur í kjölfarinu. Sérðu klofna flaggið — norska herfánann, þar sem hann blaktir í vindinum! Mér finnst ég sjá Nordenskjöld sjálfan um borð í skipinu, í öllum herklæðum, reiðubúinn að hefja nýja frægðarför. — Finnst þér þetta ekki tignarleg sjón, Sölvi?“ hrópaði hún hrifin. En maður hennar stóð við hlið hennar og svaraði engu, en starði þungbúinn fram fyrir sig. Sölvi vissi — þótt Elísabet hefði engan grun um það — að Beck sjóliðsforingi var í þetta sinn einn í hópi fyrirlið- anna á þessu herskipi, og hann gat ekki varizt því, að hann sveið undan hverju hólsyrði Elísabetar um þetta skip, sem hinn forni keppinautur hans sigldi nú um höfin. „Heldur þú ekki, Sölvi, að þér þætti gaman að vera yf- irmaður á slíku skipi?“ spurði hún enn með barnslegri ákefð, til þess að fá hann til að rjúfa þögnina. „Jú, víst væri það meira í munni en að sigla öðrum eins tréskó og „Appolo“, garminum“, svaraði hann biturlega. Hann fann, að hann hafði ekki fullt taumhald á tungu sinni, sneri sér því snögglega frá henni og lét sem hann yrði að sinna því að segja mönnum sínum fyrir verkum. Elísabet stóð þá ein eftir og vissi naumast, hvaðan á hana stóð veðrið. Hún fann það á sér, að hún hafði sært hann mjög með orðum sínum, en skildi hins vegar alls ekki, hvað það var, sem hann hafði tekið svo nærri sér. En hún var vissulega ekki í neinum vafa um það, að hann var reiður. Það heyrði hún á þrumuraust hans, þegar hann skipaði hásetunum fyrir verkum, og eins á svip hans, þar sem hann stóð handan við stýrishjólið með höndina í barmi sér, — hún var viss um, að hnefinn var krepptur undir treyjuboðungnum. Hún hikaði við um stund og hugleiddi ráð sitt. En skyndilega hvarf hikið og ráðaleysið úr svipnum og augna- ráð hennar bar þess nú ljósan vott, að hún hafði tekið fasta og óhagganlega ákvörðun. — Hún ætlaði að tala einarð- lega og opinskátt við hann, hvað sem það kostaði. Það var jafngott að gera þessar sakir upp í eitt skipti fyrir öll, og það fremur fyrr en síðar. Víst gekk þetta úr hófi fram: — Hann gat naumast með nokkurri sanngirni verið afbrýði- samur út af skipi! Og hvað sem því leið: Hún ætlaði ekki að þola honum svona duttlunga til langframa án þess að fá á því nokkrar skýringar, hvers vegna aldrei mátti orðinu halla, svo að hann fylltist ekki óskiljanlegri gremju og þverúð í hennar garð. Hún var staðráðin í því að grípa fyrsta tækifæri, sem 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.