Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 27
Frá bókamarkaðinum Samvinnuverzliin - þriðji strengurinn á boga verklýðshreyfingarinnar — segir danskur samvinnumaður NORÐRI HEFUR NÝLEGA sent á bókamarkaðinn nýja bók í bókaflokknum Samvinnurit: Hand- bók fyrir búðarfólk, Gísli Guðmunds- son og Þorvarður Árnason þýddu bók- ina og tóku saman. Handbókin er 248 bls. að stærð og prýdd nær því 200 myndum til skýringar efninu. Bókin er að verulegu leyti sniði neftir hand- bók sænsku samvinnufélaganna, en þó samræmd staðháttum hér á landi. Handbókin er að sjálfsögðu einkurn ætluð starfsfólki kaupfélaganna, en hún á jafnframt brýnt erindi til allra þeirra, sem vinna við afgreiðslustörf í verzlunum um land allt. Um það efni segir m. a. svo í ritdómi í málgagni kaupsýslumanna, „Frjáls verzlun": „Ótrúlega rnikið er hægt að læra af henni, ef áhugi er á annað borð fyrir starfinu. Því að allt það, sem snertir afgreiðslustarfið og búðina sjálfa, er tínt til, allt frá því lítilfjör- legasta, sem fáir veita athygli eða hugsa út í, til hins mikilvægasta. . . . Allir starfandi afgreiðslumenn í búðum ættu að kaupa bókina og kynna sér rækilega innihald lienn- hennar. . . . “ Handbókin skiptist í eftirfarandi kafla: Búðin að utanverðu, búðin að inn- anverðu, verzlunaráhöldin, kjallarinn, baráttan við rykið, vinnan við búðar- borðið, kjötbúðin, fiskbúðin, brauð- og mjólkurbúðin, búsáhaldabúðin, vefnaðarvörubúðin, skóbúðin, vöru- sýningar, hvernig á að koma fram við viðskiptavinina, búðarfólkið. Útgáfa slíkra handbóka fyrir vissar starfsgreinir er sjaldgæf á íslenzkum bókamarkaði, enda mun ætlað að slík- ar bækur verði sjaldnast „metsölubæk- ur“. Um nauðsyn þeirra þarf þó ekki að deila, og hafa höfundar þessarar handbókar og Norðri unnið hið þarf- asta verk með því að efna til þessarar útgáfu. Er þess eindregið að vænta, að starfsfólk kaupfélaganna kynni sér efni hennar sem rækilegast. Þetta er 4. samvinnurit Norðra, og má um allan flokkinn segja, að hann hafi farið vel og giftusamlega af stað, því að allar bækurnar eru hinar merk- Einn af forustumönnum dönsku kaupfé- félagshreyfingarinnar, Frederik Dalgaard, flutti nýlega fyrirlestur um samvinnu- og verklýðsmál á mjög fjölmennum fundi verkamanna í Kaupmannahöfn. Danska samvinnublaðið Samvirke flutti nýlega útdrátt úr þessu erindi hins danska sam- vinniunanns. Samkvæmt frásögn bláðsins fórust honum orð á þessa leið m. a.: SAMVINNUHREYFINGIN er 3. strengurinn á boga verklýðshreyf- ingarinnar. Samvinnuverzlunin er nú orðin stór og umfangsmikil. Sam- vinnumenn eiga og starfrækja risa- fyrirtæki, og öll þessi fyrirtæki hafa vaxið úr gi'asi af litlu fræi. Enginn hefur fórnað miklurn fjármunum til þess að koma þessum fyrirtækjum á legg. Þau hafa vaxið upp sjálf af innra krafti, fyrir mátt samvinnunn- ar og samábyrgðarinnar. Samvinnu- menn eru stoltir af fyrirtækjum sín- urn í borg og byggð. En er þetta allt nægilegt? Svarið við spurningunni er: Nei! Samvinnubyggingin hefur enn ekki náð sömu hæð og bygging verk- lýðssamtakanna og hinna pólitísku samtaka. Og þjóðin geldur þess nú, að samvinnumálunum hefur ekki ver- ið sinnt sem skyldi, er vöruskortur og dýrtíð hrjá fólkið. Það er ekki til að hæla sér af, að launagreiðslur hafa hækkað að krónu- tali, þegar það er staðreynd, að menn geta samt ekki keypt eins mikið og þeir þurfa fyrir þessar krónur. Mjög ýtarleg rannsókn hefur leitt í ljós, að í krónum hafa laun danskra verka- manna hækkað sexfalt á árunum 1872 til 1925. Þetta kann að virðast mikill árangur fyrir verklýðshreyfinguna. En livert gagn er að þessum kjarabótum, þegar verðlag og önnur atriði valda því, að það, sem sýnist á pappírnum ustu, hver á sínu sviði, og vel til út- gáfu þeirra vandað í hvívetna. Af öðrum bókum Norðra, er nýlega hafa komið á markaðinn, má nefna skáldsöguna Úlfhildi, eftir Hugrúnu, og unglingabækurnar „Judy Bolton“ og „Gagnfrœdingar i sumarleyfi“. vera fimmfaldar kjarabætur, er þó ekki í reyndinni nema tvöfaldar bætur? Sá, sem einblínir á launabaráttu verklýðshreyfingarinnar, heldur því fram, að það sé stórkostlegur árangur að tvöfalda raunveruleg laun verka- manna á þessu árabili. Hann segir, að það sé mikill árangur að geta árið 1925 fengið helmingi betra húsnæði og helmingi betri mat en afar hans og ömmur gátu veitt sér á seinni hluta nítjándu aldar. En menn verða að muna, liversu bágborin voru almenn kjör verkafólks á þeim árum, og þeg- ar þau kjör, sem til samanburðar eru valin, eru svo aum, er samanburður- inn ekki ákaflega lærdómsríkur á þess- um forsendum. En ef verklýðshreyf- ingin hefði frá fyrstu tíð byggt upp samvinnuhreyfinguna í samræmi við vöxt verklýðslireyfingarinnar og hinna pólitísku verklýðsflokka, er eg sann- færður um, að ástandið fyrir verkalýð- inn nú í dag væri langt um betra en raun ber vitni. í gegnum samvinnufélögin geta verkamenn breyttkrónum sínum í lífs- nauðsynjar. Samvinnuverzlunin stefn- ir að því, að menn fái sem mest og bezt fyrir peninga sína — að menn fái raun- verulegan gjaldeyri fyrir þau laun, sem menn hafa unnið sér inn með erfiði sínu.... FORELDRAR OG BÖRN (Frambald af bls. 21) efni, sýnir glögglega, að starf og staða húsmóðurinnar er ekki alltaf metið sem skyldi. Segja má, að breyting á þessu sé þjóðfélagslegt nauðsynjamál. Heimilin eru horn- steinar þjóðfélagsins. Mikill hluti þess fjármagns, sem fer til þess að kaupa skæði og klæði á heimilis- menn, fer í gegnum hendur hús- móðurinnar. Börnin mótast að verulegu leyti af viðhorfum henn- ar. Skilningur á hinu mikilvæga starfi hennar og viðurkenning á því, mundi stuðla að aukinni ham- ingju heimilanna og traustari þjóð- félagsbyggingu. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.