Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 11
hann aí sjálfsdáðum, án þess að nokk- ur annar leiðtogi sé til fyrir öllu lið- inu en Garry sjálfur. Engin stefnuskrá er samt til eða áætlun um framtíðina, heldur aðeins hin óljósa hugmynd um alheimsríkið, sem vissulega er ófram- kvæmanleg, sem sakir standa. En Garry hefur rétt fyrir sér, er hann segir, að tími sé til kominn að undirbúa jarðveginn — sá fræinu í huga fólksins — til þess að undirbúa ríkið, sem koma skal. TVÖ af stórblöðum Frakklands — Franc-Tireur og Combat — keppa um að vera aðalmálgagn Garrys, og lieill stjórnmálaflokkur hefur gert hans málefni að sínu máli. Að vísu er það minnsti og yngsti stjórnmála- flokkur Frakklands, en hver veit samt, hvað það kann að boða? Flokkur þessi heitir Hinn lýðræðislegi byltingar- söfnuður, og leiðtogi þessa flokks, sem var myndaður í fyrra til þess að andmæla rússneskum og amersísk- unr lieimsvaldastefnum og getuleysi frönsku þjóðarinnar að finna eigin götu að ganga í stjórnmálunum, er enginn annar en Jean-Paul Sartre, hinn heimsfrægi existentialista-heim- spekingur. Flokkurinn er mjög vinstri- sinnaður, og vinstri armur hans er hugsjóna-kommúnistar. — Málgagn flokksins er lítið vikublað, en í raun- inni er aðalmálgagnið þó stórblaðið Franc-Tireur, en aðalritstjóri þess, Georges Altman, er einn hinn skel- eggasti baráttumaður í hópi franskra blaðamanna. í viðbót við þetta hafa fjölmörg pólitísk vikurit og mánaðarrit af hin- um ólíkustu sjónarmiðum, lýst fylgi sinu við hugsjónir Garry Davis. Nærri liggur, að barátta sé hafin um hann í blöðunum. Hver er hann? Hvað vill hann? Staðreynd er þó, að í stjórnmála- heimi Frakklands er litið svo á, að ekki sé unnt að ganga alveg fram hjá Garry Davis, jafnvel þótt menn séu andvígir kenningum hans. Höfuðand- stæðingar hans eru lengst til vinstri — í franska kommúnistaflokknum. Þessi andspyrna er ekki af því, að þeir telji hann verkfæri bandarískra heims- valdasinna, sem þeir kalla svo, því að sannarlega er ekki unnt að halda slíku fram, heldur óttast þeir, að hugsjónir hans hafi of mikið aðdráttarafl fyrir verkamannaskara landsins. Davis er hættulegur kommúnistaflokknum af því að hann snýr sér einmitt að fylgis- mönnum lians í lægstu stéttum þjóð- félagsins, á sama tíma, sem feiðtogar alþjóðlegra kommúnista eiga fullt í fangi með að samræma kenningar og starfsaðferðir. DÆMIÐ um Franc-Tireur er fýs- andi. Þetta blað var upprunalega nær því algjörlega kommúnistískt. Það fylgdi trúfega áróðurslínu komm- únista, og helmingur lesenda þess — upplagið var 350.000 — var tafinn vera kommúnistar. En fyrir nokkrum mánuðum sagði Franc-Tireur skilið við kommúnistaffokkinn, með því að meirihluti blaðstjórnarinnar var kom- inn á þá skoðun, að flokkurinn væri verkfæri rússneskrar heimsvaldastefnu, en velferð verkalýðsins og friðarmálin hyrfu í skuggann. Það gekk mikið á, þegar þessi viðskilnaður varð. Nokkr- ir af meðlimum kommúnistaffokksins sögðu sig frá blaðinu. Síðan þetta var, hefur aðalmálgagn kommúnistaflokksins, Humanité, og önnur opinber málgögn flokksins, deilt hart á Franc-Tireur, því að ljóst er orðið, að blaðið er hættulegur fleyg- ur, sem stendur djúpt í hægri fylking- ararmi kommúnistaflokksins. En við- skilnaður blaðsins við kommúnista hafði ekki mikil áhrif á útbreiðslu blaðsins. Upplagið lækkaði aðeins um 6000 eintök. Þetta þýðir í rauninni það, að hinir gömlu kommúnistísku lesendur halda enn flestir fast við blað sitt, og þar af leiðandi eru þeir í sí- felldri hættu frá áhrifum blaðsins, að áliti Ilokksstjórnarinnar. Vegna þess- ara kommúnistísku lesenda, er Franc- Tireur miklu hættulegri andstæðing- ur kommúnistapressunnar, en hægri- blöðin, sem sjaldan koma inn fyrir dyr kommúnistískra lesenda, og hafa í öllu falli lítil áhrif á lægstu stéttir þjóðfélagsins. En áróður Franc-Tireur fyrir stóra, óbrotna hugsjón, sem þá, er Garry Davis hratt af stað, hefur mikla áhrifamöguleika innan verka- lýðsins. Og vitaskuld hefði hinn bar- dagavani ritstjóri aldrei tekið málið upp á arma sína, ef hann hefði ekki vitað þetta fullvel. Þannig eru tilorðn- ar þær skringilegu aðstæður, að franski kommúnistaflokkurinn óttast Garry Davis sem mótvægi gegn Stalín í bar- áttunni um fylgi fjöldans. Flokkur Sartre — Hinn lýðræðislegi byltingarsöfnuður — hefur, þrátt fyrir vinstripólitík sína, verið um of snið- inn fyrir menntamenn til þess að öðl- ast fjöldafylgi meðal verkafólks. En Garry Davis hefur gefið flokknum stefnumál, sem hefur lýðhylli, og með hjálp hans hefur þessi flokkur nú tek- ið að safna sér fylgi meðal alþýðunn- ar. Blaðið Combat hefur svipaða stefnu og Franc-Tireur, en er tæpast eins vinstrisinnað. En Combat er ekki málgagn verkafólks, heldur talar til menntamanna og hinnar alþjóðlegu stjórnmálabaráttu lýðræðissinna. Upp- lagið er Htið, en áhrif blaðsins miklu meiri en annars mætti ætla. Innan áhangenda þessara blaða og Ilokka, eru flestir lærisveinar Garry Davis. Það er með öðrum orðum að- allega ídeal-sósíalistar, sem safnast að honum. En hann hefur líka marga fylgismenn innan franska jafnaðar- mannaflokksins, og áhrif hans ná langt út í raðir borgaralegu flokk- anna. Rithöfundarnir Albert Camus og André Breton eru í hópi áköfustu fylgismanna hans. Og áhorfendur segja, að það sé skemmtilegt að sjá hinn virðulega, gráhærða súrrealista, Breton, halda pólitískar ræður í anda Garry Davis! FRAM að þessu hefur Garry Davis tekizt að setja á svið tvö atriði, sem kalla má einsdæmi í veraldar- sögunni. Hann stóð fyrst fyrir upphlaupi við fundardyr þings Sameinuðu þjóð- anna, en nokkrum vikum síðar fékk hann álieyrn hjá forseta þings Sam- einuðu þjóðanna, dr. Evatt, sem taldi það skyldu sína að hlýða á þá yfirlýs- ingu, sem Garry og félagar hans höfðu fyrr reynt að lesa í heyranda hljóði inni í þingsal Allsherjarþingsins með- an lögreglumenn eltu þá um salinn. Hvern gat grunað það, að þessari yf- irlýsingu yrði veitt opinber móttaka nokkrum vikum síðar? Hitt atriðið er það, að honum tókst það einstaka afrek, á sjálfa jólanótt- ina, að fá áheyrn hjá forseta franska lýðveldisins, Vincent Auriol, sem spjallaði við hann í heila klukku- stund. Það er í sjálfu sér ekkert merki- (Framhald á bls. 26) 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.