Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 30
gæfist til þess að tala um fyrir honum og sýna honum ein- arðlega fram á það, að við svo búið mætti ekki lengur standa, ef hjónaband þeirra ætti ekki að fara forgörðum á einn eða annan hátt — og það af svo óskiljanlegum ástæðum. En tækifærið til þess að tala við hana í einrúmi og fullu næði lét bíða lengur eftir sér en hún hafði vænzt. Veður- útlitið gerðist aftur ískyggilegt, svo að nauðsynlegt var að rifa seglin. Þegar því var lokið, gekk Sölvi klukkutímum saman urn gólf úti fyrir lyftingunni og kom ekki inn. Hún skildi það svo, að hann forðaðist af ráðnum hug samfundi við hana. Það leit líka svo út, að skipshöfnina óraði fyrir því, að ekki væri gott að kljást við hann eða troða honum um tær, á meðan hann væri í þeim ham, sem hann hafði tekið á sig þessa stundina. Enginn skipsmannanna dirfðist að stíga að nauðsynjalausu á þann hluta þilfarsins, sem skip- stjórinn hafði lagt undir sig. Þar skálmaði hann þungbú- inn og eirðarlaus fram og aftur, einn og ótruflaður. Hásetarnir stóðu sjóklæddir í hóp við skipsvinduna, og ræddust við í hljóði og gutu kvíðvænu hornauga ýmist á óveðursskýin, sem þyrluðust kolsvört og uggvænleg með ofsahraða upp á himininn utan frá hafsbrún. Þungur stormhvinur var þegar í lofti, og fyrstu stormsveipirnir voru þegar teknir að bylja á gamla reiðanum á „Apollo“. Hásetarnir biðu óþolinmóðir skipunar um að hlaða fleiri seglum, áður en náttmyrkrið og óveðrið skylli á með full- um þunga. En skipstjórinn var í þungum þönkum um allt annað efni og virtist í þetta sinn naumast taka eftir neinu því, sem var að gerast umhverfis hann. Veðrið var þegar brostið á, þegar hann áttaði sig skyndilega, líkt og hann vaknaði af þungum svefni, og hrópaði til þeirra að þeir skyldu bjarga seglunum. Hann þaut aftur eftir skip- inu og greip kalllúðurinn, svo að betur heyrðist til hans. Þegar hann skundaði fram hjá Elísabet, þar sem hún sat í skjóli við lyftinguna, sagði hann stuttlega, næstum því hranalega við hana, án þess að líta við henni: „Nú er ekki veður til að sitja hér uppi, Elísabet. — Þú verður að fara strax í rúmið með barnið.“ Elísabet var þetta sjálfri ljóst, og hún flýtti sér því þegar undir þiljur. En hún gat þó ekki varizt því að staldra and- artak við og horfa á eftir honum út í rokið og náttmyrkrið. Og það var bæði undrun og djúpur sársauki í augnaráði hennar þá stundina. Aldrei fyrr hafði hann ávarpað hana í þessum tón. — Henni fannst næstum því, að hlann hataði bæði hana sjálfa og barnið þeirra. Skipsmenn höfðu búizt við, að skipstjórinn myndi hleypa undan veðrinu, en ekki beita gamla og fúna brigg- skipinu í vindinn og freista nauðbeitingarinnar í slíkum veðurofsa. Þeir hlýddu því skipunum hans um að herða seglhálsana og bera um seglin með nokkurri þvermóðsku að þessu sinni. Það vildi til, að seglin voru þrælrifuð, og þó hvein, brakaði og brast í gömlu blökkunum, þegar hert var á hverju stagi í haglhryðjunni miðri og gamla skútan lagðist þunglega og stynjandi á annað borðið, þrúguð af æðandi brotsjóum, en ósveigjandi og ögrandi mannsvilji skipherrans knúði hana miskunnarlaust upp í vindáttina, gegn stormum og straumi. Niels Buvaagen var fágætur snillingur við stýrissveifina. Óskeikul eðlisávísun hans kenndi ávallt ljóslega, hvort skipinu sló undan viðnámslaust, eða það lét að stjórn. Nú stóð hann við annan mann við stýrishjólið, þögull og at- hugull, en Sölvi skálmaði fram og aftur á kulborða þar í nándinni. Einstöku sinnum brá birtu frá áttavitaklef- anum í andlit honum, og Nielsi sýndist það gráfölt og framúrlegt. Nielsi langaði til að leysa frá skjóðunni, en fannst það Jró ekki fýsilegt, þegar til kom og eins og á stóð. „Henni slær undan — fjögur strik, skipstjóri," sagði hann aðeins aðvarandi. — „Suðaustur til austurs." „Nú slær í bakseglið!" heyrðist kallað fram á þilfarinu, — „varið ykkur á afturstagnum!" „Skútan er gömul, skipstjóri. Hún þolir ekki mikið af þessu tagi,“ dirfðist Niels að segja með mestu hógværð, þegar honum fannst siglingin keyra úr hófi fram. „Eg skal sýna þér það, að eg er maður til að láta þennan gamla tréskó ganga, tautaði Sölvi og lét sem hann hefði ekki heyrt aðvörunina. „Sláðu undan, Niels — á meðan skútan er að ná skriðn- um — svo tökum við nýjan slag!“ sagði hann skipandi. — „Verið viðbúnir að snúa aftur í vindinn!" Niels andvarpaði. Honum fannst þetta óverjandi fífl- dirfska, og öll skipshöfnin var vissulega á sama máli, þótt engum dirfðist að mögla, þegar skipherrann var í þessum ham. Skipunarorðin bárust örugglega og kuldalega gegnum náttmyrkrið og sjórokið: „Herðið á beitiásnum! — Hart á hléborða! — Strengið seglhálsana! Berið um í skut! — Berið um í stani!“ Það leit út fyrir, að eitthvert ólag hefði komizt á reiðann í framsiglunni, því að beitiráin var stirð í vöfum, svo að seglið slapti og blakti ákaft, en siglan öll skalf og nötraði við átökin. Víst voru hásetarnir engar heybrækur og höfðu fyrr komizt í hann krappann. Einn þeirra kleif upp í gamla, fúna reiðann og þreifaði sig áfram í myrkrinu út á ráar- endann, sem slangraði fram og aftur í veltingnum, unz hann fann stagið, sem gengið hafði úr skorðum, og kom því aftur í lag, meðan ofviðrið hvítkembdi ölduföxin und- ir fótum hans. Brátt var allt til reiðu undir nýja kúvend- ingu, og hásetarnir, sem slöngruðu til og frá um þilfarið í veltunum, báru seglin yfir með stuttum samtaka hróp- um. „Herðið á í skut! Setjið fast í stafi!“ Skipstjórinn var enn ekki af baki dottinn. — „Herðið á brandaukaseglinu." — En þegar seglið hafði verið strengt og sett fast, brast stagið, og klúturinn hékk og barðist á öðrum hálsinum, unz rok- ið hafði tætt hann sundur við rána og feikt honum gersam- lega út í veður og vind. Skipið lagðist á hinn bóginn, en að öðru leyti hafði á- standið lítið breytzt. Skútan lá enn undir áföllum og brot- sjóunum, svo að erfitt var að komast óhindraður ferða sinna um þilfarið. Sölvi var ekki algerlega með réttu ráði þessa nótt. Andi fífldirfsku og ofurkapps hafði náð undirtökum á honum í myrkrinu og veðurofsanum, og þvermóðskan kynnti elda sína í hugskoti hans. „Norðstjarnan“, hvarf honum ekki hugarsjónum, og hrósyrði Elísabetar um hið glæsilega 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.