Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.03.1949, Blaðsíða 7
vinnufélögum, sem bezt hefur vegnað hér á landi, var þroskun félagsmann- anna sjálfra. Með árvekni og þolgæði tókst forvígismönnum hinna ungu og óreyndu samvinnusamtaka, að festa mönnum í huga þá staðreynd, að um leið og þeir höfðu bundizt félagsskap til þess að taka verzlunina í sínar hend- ur, voru þeir, hver og einn, orðnir hlekkir í þeirri festi, sem aldrei mátti bresta. Færi svo illa, var ekki einungis efnaleg velferð þeirra í húfi, heldur þýddi það einnig andlegt og siðferði- legt skipbrot, er seint mundi bætt Hagstæðari verzlun og aukinni velmegun fylgdu bætt húsakynni, ræktunarframkvæmdir og öflun nýrra vinnuvéla. Jafnframt því, sem rík áherzla hefur verið lögð á það, að útvega hinar hag- nýtustu erlendar vörur við sem hag- kvæmustu verði, hefur þess verið gætt, að vanda innlenda framleiðslu og alls- herjar mat á henni hefur verið lög- bundið. Mestu átökin, sem samvinnufélögin hafa gert, til framdráttar íslenzkri SAMVINNUFÉLAGANNA Friðgeirsson verða. Þeini skildist, að nú voru þeir komnir í þá aðstöðu, að vörusvik og vanskil voru háskaleg brigð við þá sjálfa, hin argasta sjálfsblekking. Brátt varð þeim metnaðarmál að skila sem mestri og beztri vöru til félags síns. Þá máttu þeir ekki heldur gína yfir stundar-gydliboðum kaupmanna. Und- antekningarlítið skildist þeim, að slík boð voru ekki annað en litskrúðug fluga, sem koma átti í munn þeim, fluga, þar sem öngullinn leyndist í fjaðurskrúðinu. Upp af þeim frjóanga, sem festi ræt- ur í Þingeyjarsýslu harðindaárið 1882, vermdur af hugsjónahita nokkurra fá- tækra bænda, og nærður af þessu nýja viðskiptasiðferði, spruttu síðan þeir laufprúðu meiðar, sem nú teygja ræt- ur sínar og breiða krónur sínar um gjörvallt ísland, samvinnufélögin, kaupfélögin. Jafnframt því sem samvinnufélög- unum óx styrkur, stæltust félagsmenn þeirra andlega og efnalega. Minni- máttarkenndin, sem grúft hafði eins og kaldur skuggi yfir sálum fátækrar alþýðu gagnvart kaupmannaliðinu, hvarf. Hatursbeiskjan, sem gegnsýrt hafði huga þjóðarinnar gagnvart hin- um sömu aðilum, hvarf einnig, þegar menn þurftu ekki lengur að skríða að náðardyrum kaupmannanna til þess að biðja soltnum börnum sínum brauðs. framleiðslu, eru byggingar slátur- og frystihúsa, hraðfrystihúsa og mjólkur- vinnslustöðva, svo að á fátt eitt sé drepið í því efni. Þá má ekki heldur gleyma því að Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hefur ýmist eitt, eða í fé- lagi við sumar sambandsdeildirnar, gert mikil átök í iðnaðarmálum þjóð- arinnar. Þó hér sé fljótt yfir sögu farið og stiklað á stóru, er augljóst af því, sem nefnt hefur verið, að samvinnufélögin hafa unnið mörg og mikil menningar- hlutverk. Þau hafa ræktað félags- hyggju í stað einstaklingshyggju meðal mikils hluta þjóðarinnar. Þau hafa lyft framleiðslu landsmanna úr hinni örgustu niðurlægingu. Þau hafa spornað við óreiðu og vanskilum í verzlun, og sums staðar komið á full- kominni staðgi'eiðslu. Þau hafa frelasð almenning frá bölvun minnimáttar- kenndarinnar gagnvart verzlununum. Þau hafa kennt mönnum að skilja þann sannleika, að verzlunin er þjón- usta í þágu almennings, og að almenn- ingur á ekki að vera til vegna hags- muna verzlannanna. Þau hafa beint og óbeint skapað hraustari, lífsglaðari, framtakssamari og menntaðri þjóð á Islandi en áður var. En þetta mikla menningarhlutverk hefði þeim aldrei tekist að vinna, ef þau hefðu aldrei verið annað en viðskiptafyrirtæki ein- göngu. En, sem betur fer, hafa íslenzk samvinnufélög alltaf verið annað og meira. Krónan hefur aldrei verið leidd þar til hásætis, aldrei verið tilbeðin þar, sem hið eina og sanna máttarvald. Atkvæði hins fátækasta félagsmanns hefur alltaf verið jafn þungt á vogar- skál samvinnufélaganna og atkvæði stóreignamannsins. í því liggur liinn mesti, siðferðilegi styrkur fyrir félögin sjálf, og hin mesta hvatning til dáða fyrir félagsmennina. Samvinnufélögunum hefur raunar aldrei verið neitt mannlegt óviðkom- andi. Eg minnist þess til dæmis ekki, að nokkurt framfaramál hafi komið á dagskrá í átthögum mínum, sem ekki hefur átt stuðning kaupfélagsins okkar, annað hvort beint eða óbeint. Og eg veit að svo muni jafnan verða framvegis. Mikill þáttur þeirra menningar- starfa, sem eg nú hef drepið á hefur verið unninn svo að segja í kyrrþey heima í kaupfélögunum. En Samband íslenzkra samvinnufélaga hefur fyrir sitt leyti um alllangt skeið unnið mikið menningarstarf með rekstri Samvinnuskólans, bréfaskólans, út- gáfu tímarits, bókaútgáfu og síðast en ekki sízt með starfsemi Fræðslu- og félagsmáladeildarinnar, en frá henn- ar hendi má vænta hins giftudrýgsta styrks í því menningarstarfi, sem hvert samvinnufélag verður að vinna heima fyrir ef vel á að farnast. Men n ingarhlu tverk sam vinnufé- laganna hljóta að verða mjög hin sömu á komandi árum og þau, sem unnin hafa verið á liðnum árum. Ný verkefni munu þó að sjálfsögðu fylgja nýjum viðhorfum og nýrri þróun at- vinnulífs þjóðarinnar. Að sjálfsögðu lilýtur það að verða hlutverk samvinnufélaganna, á kom- andi árum, að fylgjast með tækni- legri þróun atvinnulífs nágranna- þjóðanna, og eiga lilut að því að staðfæra hér þær þær nýjungar, sem til heilla mega horfa. Vera á varð- bergi gagnvart hverskonar nýungum sem að gagni mega koma í félagsmál- um. Halda uppi markvissri útbreiðslu og kynningarstarfsemi áeðlisamvinnu- stefnunnar meðal alþjóðar. En jafn- framt því verður það jafnan höfuð- verkefni lieima í hverju félagi, að halda við og glæða þann anda, sem ríkti meðal frumherja íslenzku kaup- 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.