Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1956, Qupperneq 17

Samvinnan - 01.12.1956, Qupperneq 17
Þar glitra daggir III. EINHVERS STAÐAR inni á milli trjánna hlaut að vera forsæla, þar sem sveittur og móður ferðamaður gat fengið svala hvíld. Enn framan við Stadshotelið í Ljusdal var steikj- andi hiti og sólargeislarnir stingandi bjartir. Hitabylgjan hafði náð til Helsingjalands. Það mátti heita logn, og ein, þunn léreftsskyrta varð þung og þvöl af svita. Nú var ferðinni heit- ið út í skógana, til Fárila, sem stend- ur við Ljusnan nokkru ofar en Ljus- dal. SVEITTUR EN SUNDURLEITUR HÓPUR. Leiðarvagninn, sem fer á milli Ljus- dal og Sveg uppi í Herdal, beið á torginu gegnt hótelinu. Eftir nokkrar mínútur átti hann að leggja af stað. Farþegarnir voru smátt og smátt að tínast inn í hann, og þó að hópurinn væri nokkuð sundurleitur, var þó eitt sameiginlegt með öllum: allir voru sveittir. Menn settust letilega í sætin og komu fyrir öllu sínu hafurtaski. Meðal farþeganna var veiðimaður. vígbúinn til að herja í skógunum, með veiðibyssu, veiðihníf og veiði- tösku. Og meðal farþeganna voru líka konur með sólbrennd og sak- leysisleg börn, er gægðust forvitnis- lega út um vagngluggann og virtu fyrir sér húsin, trén, túnin og ána, meðan vagninn þaut áfram eftir greiðfærum veginum. Á báða bóga voru skógar, en sums staðar höfðu stórir flákar verið ruddir og bolunum staflað í borgir, eða þeir höfðu þegar verið fluttir í ána, sem ber þá til vinnslustaðar. Talsvert timbur var enn í ánni, þótt komið væri alllangt fram á sumarið. Vorið var kalt, þótt nú sé kominn ofsahiti, og það tafði fleytinguna og önnur vorverk f skóg- inum. En brátt yrði hún hreinsuð. Það var strjálingur af heiðgulum trjábolum hingað og þangað með- fram bökkunum. Sjálf streymdi áin Hver skógareigandi hefur sitt mark á trjábol- unum og þegar timbrinu hefur verið fleytt niður árnar, hefjast skilaréttir og bolirnir eru dregnir sundur eftir mörkum. Siðan eru þeir fluttir til sögunarmylnanna og staflað eins og myndin sýnir. Skógurinn, auður Helsingjalands Ferðaþættir frá Svíþjóð, eftir Sigvalda Hjálmarsson Viðarkolagerð var áður umsvifamikil atvinnu- grein meðal skógarhöggsmanna, en nu er hún að mestu úr sögunni. í hátignarlegri ró. Hvergi er hún virðulegri en við kirkjuþorpið í Fárila. Þar fellur hún þungt en án boðafalla í djúpum farvegi milli skógi vaxinna bakka. Hér skildust leiðir. Leiðarvagninn hélt áfram, og brátt var hann horfinn. Eftir nokkrar klukkustundir mundi hann verða kominn upp í gegnum skógana til Sveg. ENDALAUSIR SKÓGAR. Framkvæmdastjóri skógarfyrirtæk- is, sem að nokkru hefur aðsetur í Fárila og nytjar þar víðlenda skógar- fláka, gerði mér þann greiða að sýna mér skógarlendur félags síns. Hann ók sjálfur bifreiðinni og ók greitt. Leiðin lá marga kílómetra vestur á bóginn og upp með ánni — út í eyði- skógana. Hér voru sannarlega enda- lausir skógar og víða forsæla inni á milli triánna. Þar sem svo hagaði til, að unnt var að skyggnast yfir landið, blasti hrjúfur feldur skógarins við langt sem augað eygði, en hann duldi þó allvíða vötn og mýrarfláka, sem aðeins gerðu hann ævintýralegri og> 17

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.