Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 11
„Þið hafið leitt Ijós og orku til bandarískra sveita7/ SEGIR JOHNSON FORSETI VIÐ SAMVINNUMENN LANDS SÍNS „Ég er stoltur af því að geta sagt það, sem ég nú segi um samvinnumenn. Ég veit, hvaða þýðingu þeir hafa fyr- ir fólkið,“ sagði Johnson Bandaríkjaforseti nýlega, þegar um eitt hundrað full- trúar bandarískra samvinnu- manna sóttu hann heim í Hvíta húsinu. For:etinn, sem nýlega vann mesta sigur, sem um getur í bandarískum forseta- kosningum, minntist þeirra daga, er hann sjálfur vann að þvi að stofnsetja sam- vinnufélag um rafmagnsmál í heimabyggð sinni í Texas. Hann minntist einnig á þá þýðingu, sem innkaupafélög bænda, rekin á samvinnu- grundvelli, og lánafélög sam- vinnumanna hefðu. Hann skoraði á bandaríska sam- vinnumenn að stuðla að auknu samvinnustarfi í van- þróuðu ríkjunum og bað samvinnuleiðtogana stuðn- ings í baráttunni gegn fátækt í landinu. „Við þörfnumst aðstoðar ykkar allra,“ sagði hann. „Farið heim og fáið ná- granna ykkar til að hjálpa okkur einnig." Johnson sagði að í sam- bandi við áætlun þá, er hann hefur uppi um baráttu gegn fátækt í landinu, gæti hann séð nýstofnuðum samvinnu- félögum fyrir lánum, svo þau gætu tryggt tekjurýrum Bandaríkjamönnum þjón- ustu, sem nú lægi ekki á lausu. „Þannig,“ sagði for- setinn," getum við byrjað á því að brjóta hlekki fátækt- arinnar af millj ónum fátæklinga í bandarísku sveitunum." Johnson bar mikið lof á starf samvinnumanna í landinu og sagði meðal ann- ars: „Þið hafið þegar leyst af höndum mikið og gott starf. Þið lánuðuð þeim, sem ann- ars áttu engan kost á láns- fé. Þið hafið leitt ljós og orku til bandarískra sveita- héraða, sem að öðrum kosti áttu þess engan kost að afla sér slíkra lífsgæða. Þið hafið séð tugþúsundum manna fyrir nýtízku símaþjónustu og lækkað verð á eldsneyti og áburði til annarra tug- þúsunda. Markmið ykkar hefur ver- ið að skapa öllum tækifæri en ekki aðeins árangur fyrir fáa. Og ykkur hefur orðið þetta mikið ágengt vegna þess að þið hugsuðuð fyrst og fremst um fólkið. Meginreglur þær, er hafa verið leiðarljós ykkar, ættu að vera leiðarljós okkar allra í þeirri viðleitni að gera lýðræðishugsjónir okkar að raunveruleika í daglegu lífi okkar.“ Þessum orðum fylgdi for- setinn eftir með því að und- irrita (þann 11. maí s.l.) lánaveitingu til fjögurra samvinnufélaga í Níkaragúa og Kólombíu, sem hafa með höndum að leiða rafmagn út- um hin frumstæðu sveita- héruð þessara ríkja. „í gervallri Rómönsku Ameríku eru samvinnusam- tökin og lánafélög þeirra mikilvirkir aðilar í því starfi að ryðja þjóðum þessarar álfu braut til betra lífs,“ sagði Johnson ennfremur. „Ég vona að þið leggið sem mesta áherzlu á þetta starf í náinni framtíð. Jafnframt því sem þið hjálpið fólki er- lendis, verður styrkur ykkar heimafyrir meiri. Sú bylting, sem orðið hefur í matvæla- framleiðslu og markaðsmál- um þessa lands hefur kallað fram ný vandamál, sem þarf að mæta. Ég hef þegar lýst yfir þeirri skoðun minni, að þörf sé á nýrri löggjöf til að marka skýrar rétt sam- vinnusamtakanna til enn frekari framþróunar en átt hefur sér stað til þessa. Þeg- ar sú löggjöf hefur komist í framkvæmd, mun hún spara margan skilding fyrir þá, sem við samvinnufélögin skipta.“ Meðal þeirra, sem voru gestir í Hvíta húsinu við þetta tækifæri, var Jerry Voorhis, forstjóri bandaríska samvinnusambandsins, og auk hans voru þar mættir fjölmargir fulltrúar frá hin- um ýmsu samvinnusamtök- um ólíkra starfsgreina. Saga af Freud Sigmund Freud, hinn heimsfrægi austurríski lækn- ir og sálfræðingur, varð einu sinni fyrir því að vera vakinn með símahringingu um miðja nótt. Hann stóð upp úr rúminu svefndrukkinn og tók upp tólið. í símanum var maður, sem baðst læknis- hjálpar á stundinni, þar eð hann snögglega hefði geng- ið af vitinu. Þetta fannst Freud einum of mikið. — Læknishjálp um miðja nótt! hrópaði hann reiður. — Þér hlj ótið að vera orðinn vitlaus. Ástæöan eina En-ka skáldkonan Mary Wortley Montagu, sem uppi var á átjándu öld, var sér- sinna að mörgu leyti og hafði síður en svo háar hugmynd- ir um sitt eigið kyn. — Það er aðeins ein ástæða til þess, að ég fagna því að vera ein af þessum konum, sagði hún. — Sú, að útilokað er að ég giftist nokkurri þeirra. Freeman, landbúnaðarráð- herra Bandaríkjanna, varð fulltrúunum samferða til Hvíta hússins og sagði við það tækifæri, að áætlun for- setans um útrýmingu fátæktar í landinu væri það mál, er samvinnumönnum bæri að gefa meiri gaum en nokkru öðru i dag. „Engir eru sigurstranglegri í bar- áttunni gegn fátækt en ein- mitt samvinnumenn,“ sagði ráðherrann, „enda hafa samtök þeirra ævinlega ver- ið lyftistöng framfara og bættra lífskjara í sveitun- um.“ Þoldi ekki Gable — Er það ekki Clark Gable, sem situr þarna við barinn? spurði ung og glæsileg Ltúlka. — Rétt er nú það, svaraði þjónninn. — Ég þoli hann ekki, sagði stúlkan. — Þér þolið hann ekki? Og hann sem hefur ekki svo mikið sem litið á yður? — Það er það, sem ég þoli ekki. Söngkona og marskálkar ítalska söngkonan Catar- ina Gabrielli, sem uppi var á átjándu öld, söng eitt sinn um tíu mánaða skeið fyrir hirð Katrínar Rús'adrottn- ingar í Pétursborg og krafði drottningu um fimm þúsund dúkata fyrir. — Þetta er meira en jafn- vel marskálkarnir mínir fá, sagði sarinnan efablandin. — Þá skuluð þér bara reyna að láta marskálkana yðar syngja, yðar hátign, svaraði söngkonan. GAMANSEMI SAMVINNAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.