Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 17
Þingið, þar sem Þingeyrar bera við Húnafjörð. Til vinstri sveit- irnar að austanverðu Vatns- nesi, með vötnum, hólum og fellum. Þar ber hæst Borg- arvirki. Til hægri rís Víðidals- fjall, með klettastöllum og skriðum, og Ásmundargnúp svipmestum. Á Blönduósi var boðið til miðdegisverðar af Búnaðar- sambandi Austur-Húnvetninga. Formaður sambandsins var þar fyrir og bauð gesti velkomna. Þar bættust í hópinn um 20 manns, flestir úr Árneshreppi. Fengu þeir eitt af varðskipum ríkisins, er statt var fyrir Norð- urlandi, til að flytja sig yfir flóann. Fljót og þægileg ferð. Er allur mannskapurinn var kominn í bifreiðarnar voru þær fullsetnar af 95 farþegum. Var létt yfir fólkinu. Kynni hófust. Þótt hin sama Dumbshafs- alda hafi skolað um strand- lengjuna, og sama innlögnin strokið um vangana, hafði aldrei fyrr verið tækifæri til að kynnast. Ég held að Langidalur sé þjóðlegastur allra dala á ís- landi. Bæjarröðin staðsett í beinni línu, landamerkin bein frá efstu brún niður í á. Og þjóðvegurinn neðan við túnin eða í gegnum þau þar sem Brynjólfur Sæmundsson, ráðu- nautur Búnaðarsambands Strandamanna. nýræktir hafa verið gerðar nú á seinni árum. Þama er líka hvert stórbýlið öðru meira frá fornri tíð til nútíðar, sem nú er þó að gjöra jöfnuð þar á sem víðar. Ber þó Geitaskarð enn af með glæsibrag í snyrti- mennsku og stíl með húsaskip- an. Enda er baksýnin dásam- leg, fjallið, skarðið og hlíðin. En allsstaðar er eitthvað nýtt og fallegt. Þegar komið er í skarðið við Æsustaðaskriðu, og séð að Ból- staðarhlíð, kemur mér ávallt í hug „Fögrudyr". Tiltölulega þröngt skarð, há fjöll með grónar hlíðar og bærinn fram- undan, friðsæll og heillandi, með dökkbiáa Svartá til hliðar. Skagafjörður og Skagfirð- ingar skyldu gistir á heimleið. Nú rann bifreiðin á 60—70 km hraða hjá Víðimýri, Varma- hlíð, um Hólminn, hjá Ökrum inn Blönduhlíð og Norðurár- dal, Giljareiti sem nú orðið enginn þarf að óttast, yfir Öxnadalsheiði hjá Bakkaseli, og niður dalinn, með sínum háu þverhníptu hlíðum. Þegar komið er niður í dalinn, „þar sem háir hólar, hálfan dalinn fylla“, er sem ferskur blær leiki um hugann. Því nú er komið í námunda við fæðingarstað Jónasar Hall- grímssonar. Á móti hólunum, hinum megin við ána, undir hraunveggnum, „fæddist Jónas áður.“ Uppi í hinu risa háa f jalli gnæfa hraundrangar. Hátt uppi í f jallshlíðinni sést Bratta- skeið, þar sem Grasaferð Jón- asar gerist, ein hin yndisleg- asta frásögn sem skráð hefur verið á íslenzka tungu. Yfir á er ekið. Á ytra bakka hennar, skammt frá veginum er Bægisá, þar sem Jón Þor- láksson byggði og orti sín mestu ljóð, er mikill fengur var hans samtíð og gjörðu hann þjóðskáld. Er Hörgárdalur blasir við, sjást Möðruvellir, sá þjóðmerki staður. Þar var Bjarni Thorar- ensen, er færði í ódauðlegt form þrá og óskir æskumanns, að vinna og unna ástmey sinni og ættjörðinni. Þar voru bornir þeir Hannes Hafstein og Jón Sveinsson, Nonni, sennilega mesti og bezti landkynnir í sögum sínum. Og undir Sólarfjalli, séð við hafs- flöt, er Fagriskógur Davíðs Stefánssonar. Hér hafa verið Bragatún. Fyrirmenn Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar komu til móts við okkur inn í dalinn og skyldi haldið að Melum, þar sem er félagsheimili Hörgdæla og Öxndæla. Var þar fyrir margt manna að fagna þreytt- um vegfarendum, og rausnar- legar veitingar á borð bornar. Þar ávarpaði okkur formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Ármann Dalmannsson, vörpu- legur og hugþekkur leiðtogi. En aðal ræðumaður var Eið- ur hreppstjóri Guðmundsson, Þúfnavöllum. Vék hann fyrst að því sem þjóðsögur herma, að Strandamenn hafi haft kunn- áttu þá til að bera, sem ráðið gat yfir duldum öflum og hag- nýtt sér þá list. Þá minntist hann þeirrar skoðunar er hann sem ungur maður heima, myndaði sér um fólk í ýmsum héruðum, og nýtt álit, er hann fékk, eftir að séra Amór Árna- son þá prestur í Hvammi í Lax- árdal gisti að Þúfnavöllum. Séra Arnór var eitt sinn prest- ur í Tröllatunguprestakalli í Strandasýslu. Séra Arnór var skarpgáfaður og glöggur mann- þekkjari. Var ræða Eiðs hrepp- stjóra skemmtileg og djarflega flutt. Að loknu hinu rausnarlega gestaboði, var gestum vísað til gististaða, sem voru bændabýl- in í dölunum og Kræklinga- hlíðinni. Var sá háttur hafður á, að bílamir voru látnir flytja til náttstaðar og taka svo fólk- ið að morgni. Er þetta góð til- högun, og að bændur gisti á bæjunum er mikils vert í sam- bandi við nánari kynni fyrir gest og gestgjafa. Þessa nótt gisti ég á Akureyri hjá frænda mínum, Birni Bessasyni og hans ágætu frú. Að morgni hins 14. júní var veður gott, bjart yfir Akur- eyri. Samkvæmt fyrirmælum fararstjórans skyldu allir mæta hjá gömlu bifreiðastöðinni. Þar sem ferðaáætlunin ætlaði engan tíma til dvalar á Akur- eyri, voru þama mættir sýsl- ungar, vinir og frændur, til við- ræðna. Var þá eitthvað kom- ið fram yfir ákveðin farartíma. Má segja flokknum það til maklegs lofs, að hann var mjög stundvís, þótt einhvern tíma í ferðinni hafi fararstjóranum fundizt á annan veg, er hon- um varð þessi vísa af munni: Eg er að verða alveg frá, allt vill mig nú pína. Standa ég í stríðu má, við Strandaglópa mína. Logn og sólarsýn var um Ak- ureyri og lágsveitina, en þoka á fjöllum. Nutum við því ekki þeirrar náttúrufegurðar sem séð verður af Vaðlaheiði, þá bjart er og skyggni gott. Við brúna á Skjálfandafljóti var numið staðar og Goðafoss skoðaður og umhverfi hans. Margt af ferðafólkinu hafði aldrei komið í Mývatnssveit, en horft þangað með hugans sjónum, og dreymt dagdrauma um sérkenni hennar og fegurð. Hún er sú fyrirmyndin sem Sigurður á Amarvatni hefur í kvæðinu „Blessuð sértu sveit- in mín,“ er alþjóð nam, og allir helga sinni sveit, þegar það er sungið. En nú huldi þok- an alla byggðina, sást aðeins móta fyrir næstu bæjum, höfð- um og hólum. í gistihúsinu Reynihlíð skildi áð og etinn hádegisverður, er Búnaðarfélag íslands veitti. Þar voru mættir fyrirmenn Búnað- / Guðbrandur Benediktsson. SAMVINNAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.