Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 6
ADALBJARGRAO VANÞRðUÐU RlKJ- Rætt viö Erlend Einarsson, forstjóra SÍS, nýkominn heim af aðalfundi ICA í Belgrad Dagana 3. til 5. október s.l. var miðstjórnarfundur í Al- þjóða samvinnusambandinu — International Cooperative Alli- ance —, eða I.C.A. eins og það er venjulega nefnt — haldinn í Bslgrad í Júgóslavíu. Fund þennan sóttu fulltrúar víðs vegar að úr heiminum, þar á meðal Erlendur Einarsson, for- stjóri Sambands íslenzkra sam- vinnufélaga, en hann á sæti í miðstjórn Alþjóðasambandsins. Samvinnan hafði tal af Er- lendi þegar hann kom úr þessu ferðalagi og spurði hann frétta. — Mig langar til að byrja á mjög frómri spurningu, Er- lendur. Hvenær var Alþjóða- samvinnusambandið stofnað og hvernig er það upp byggt? — Það var stofnað í London árið 1895, og í því eru sam- vinnusambönd í fjölmörgum þjóðlöndum. Tilgangur þess er að efla samvinnustarfið í heim- inum, samræma störf hinna ýmsu samvinnusambanda og stuðla að því að koma á sam- vinustarfi í þeim löndum, sem samvinnufélög hafa ekki náð að festa rætur. — Og hvernig hefur þetta gengið? — Á þeim tíma sem liðinn er síðan sambandið var stofnað, hefur samvinnustarfið í heim- inum eflzt mjög, og samvinnu- félögin hlotið viðurkenndan sess í efnahagskerfum þjóð- anna. Alþjóðasambandið hefur átt virkan þátt í þessarri þró- un, samræmt starfsaðferðir, miðlað fróðleik og þannig stuðl- að að því, að samvinnustarfið mætti sem bezt þjóna tilgangi sínum. — Hvað eru margar þjóðir aðilar að I.C.A.? — Innan þess eru nú sam- vinnusamtök fimmtíu og einn- ar þjóðar, með n.l. 185 milljónir félagsmanna. Félagsmannatal- an hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Til dæm- is fjölgaði þeim um níu millj- ónir árið 1962. Innan alþjóða- sambandsins eru nú um 542 þúsund samvinnufélög. — Er ekki þátttakan í sam- vinnustarfinu mjög misjöín í hinum ýmsu löndum og hef- urðu á hraðbergi nokkrar töl- ur í því sambandi? — Já, ég hef það. Jú, þátttak- an í samvinnustarfinu er vitan- lega mjög misjöfn. Eins og ég sagði áðan eru 51 land aðilar að Alþjóðasambandinu. Ef við tökum 20 þeirra, sem hafa hæsta hlutfallstölu félags- manna, miðað við fólksfjölda, lítur það þannig út: 1. ísrael .... 45.91% af íbúaf. 2. Finnland . 37.80%— — 3. Svíþjóð .. 34.65% — — 4. Rúmenía . 33.19% — — 5. Danmörk . 31.95% — — 6. Austurríki 29.80% — — 7. Bretland . 25.70% — — 8. Búlgaría .. 23.06% — — 9. Canada .. 21.39% — — 10. Sovétr. .. 90.68% — — 11. ísland 17,33% — — 12- Tékkósl. .. 15.40% — — 13. Frakkland 14.94% — — 14. Sviss .... 14.37% — — 15. Japan .... 12.96% — — 16. Noregur .. 12.94% — — 17. U.S.A 12.13% — — 18. ítalía .... 8.72% — — 19. Kórea .... 8,61% — — 20. Indland .. 8,39% — — Nú ber þess að gæta, að í ýmsum þeim löndum, sem hér eru talin, eru samvinnusam- tök, sem ekki eru í Alþjóða- samvinnusambandinu. Þannig gefa þessar tölur ekki ná- kvæma mynd af þátttöku al- mennings í samvinnufélögum landanna. Eigi að síður gefa þær í stórum dráttum hug- mynd um, hve samvinnustarf- ið er öflugt í löndunum, sem ég hef nefnt. — Þetta er mjög fróðlegt að heyra. En hvað um fundinn í Belgrad? — Á miðstjórnarfundinum í Belgrad voru að venju mörg mál á dagskrá, en þrennt má segja að hafi verið aðalmál fundarins. — Viltu segja okkur frá þeim. — Það skal ég gera og vil þá byrja á pólska Bænda- og sam- vinnusambandinu. Allt frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar hefur verið deilt um það, hvort veita skuli ýmsum samvinnusamtökum í Austur-Evrópu inngöngu í Al- þjóðasamvinnusambandið. Hef- ur sérstaklega staðið styr um tvö lönd, Pólland og Ungverja- land. Fram til þessa hefur inn- tökubeiðnum frá samvinnu- samtökum þessarra landa ver- ið synjað á þeim forsendum, að þau uppfylltu ekki skilyrðin, sem Alþjóðasambandið setur, um starfsemi þeirra samtaka, sem innan vébanda þess eru, þar á meðal þau skilyrði, að samvinnustarfið sé frjálst og félögunum sé stjórnað af fé- lagsmönnum, en ekki ríkisvaldi viðkomandi landa. Þær athug- anir, sem fram höfðu farið á samvinnustarfinu í Póllandi höfðu sýnt, að samvinnusam- bandið þar uppfyllti ekki þessi sérstöku skilyrði. — Hafa þá einhverjar breyt- ingar átt sér stað í þessum efn- um í Póllandi? — Já. Pólverjar hafa einmitt gert allmiklar breytingar á starfsemi samvinnufélaga sinna, sem hníga í þá átt, að félögin verða meira og meira óháð ríkisvaldinu. Á s.l. ári sendi svo Alþjóðasamvinnusam- bandið nefnd manna til Pól- lands til þess að kynna sér samvinnustarfið þar og nefnd- in skilaði áliti í byrjun þessa árs. Álit hennar var á þá leið, að pólska Bændasamvinnusam- bandið starfaði nú í meginat- riðum eftir Rochdale-reglun- um, sem hafa jafnan verið grundvallarreglur samvinnu- félaga innan Alþjóðasambands- ins. Það kom sem sagt í ljós, að frelsi samvinnufélaga í Pól- landi er nú miklum mun meira en gert hafði verið ráð fyrir. Nefndin lagði þess vegna til, að pólska Bænda-samvinnu- sambandinu yrði veitt upptaka í Alþjóðasamvinnusambandið. — Hvernig undirtektir hlaut það á fundinum í Belgrad? — Góðar. Það var samþykkt að veita sambandinu inngöngu. Má með sanni segja, að þar 6 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.