Samvinnan - 01.12.1964, Síða 19
arfélaga Þingeyinga, er fögn-
nðu okkur og buðu velkomna í
Þingeyjarþing. Var þar glatt á
hjalla og ræður fluttar með
leikandi tungutaki og í þundnu
máli, því Þingeyingar eiga
mörgum fulltrúum Braga á að
skipa.
En allt hafði sinn afmarkaða
tíma, og fararstjórinn, sem nú
var og veizlustjóri fyrir hönd
B. í., sagði að minnast yrði
þess, að nú væri fyrir hendi
einn lengsti fjallvegur á land-
Inu.
Er kom í Námaskarð birti
yfir .Þoka lá aðeins yfir hæðstu
fjallatindum og huldi mad-
dömu Herðubreið niður í miðj-
ar hlíðar. En hásléttan og af-
staða ýmissa fjalla og kenni-
leita var augliós. Þama um ör-
æfi sýndist ekki grösugt, að-
eins melgresi og smáger fjalla-
gróður, þar sem dró til lauta
eða afdreps fyrir stormum.
Skammt var ekið hjá garði á
Grímsstöðum á Fjöllum, og
Víðihól er þar að líta í fjar-
lægð. Löng hefir verið leiðin
milli Grímsstaða og Mörðudals
á farartækjum genginna kyn-
slóða, því drjúgur fannst okk-
ur spölurinn nú. Með garði er
ekið að Möðrudal. Margar sagn-
ir um þennan fræga stað komu
í hugann, en mér var af gefnu
tilefni, minnisríkust þjóðsag-
an um prestinn í Möðrudal, og
komu í hug mér myndir þær,
er Stefán frá Hvítadal, kom
með í ljóði sínu um Klerkinn í
Möðrudal. Frá þeim hugleið-
ingum vakna ég ekki, fyrr en
staðnæmzt er hjá eyðibýlinu
Rangalóni. Er þar dalverpi
milli fjallahnúkanna, graslendi
nokkuð, en langt á milli bæja.
Hollt mun okkur nútímafólk-
inu, að nema staðar á þessum
stöðum og íhuga sögur þær
sem hafa gerzt hjá kynslóðum
liðinna alda. Hafa þau skáld-
in Jón Trausti og Halldór Lax-
ness gefið ýmis sýnishom af
því í bókum sínum Heiðarbýl-
inu og Sjálfstæðu fólki. Enda
að sögn hafa sögur þessar átt
að gerast í nánd við Rangalón.
Er komið er austur undir
Jökuldalinn, verður heiðin
grösug og búsældarlegra yfir
að líta. Sagt var að þama hafi
verið fram um s.l. aldamót,
fjöldi bændabýla, og sumt
stórbýli. Sauðfé bænda svo
skipti hundruðum, enda heiða-
löndin gjöful og kostarík. En
vel má hugsa sér að veturnir
hafi verið langir, og sumartíð-
in komið seint.
Er komið var að Skjöldólfs-
stöðum á Jökuldal, voru þar
fyrir bændahöfðingjar Héraðs-
búa. Meðal þeirra hinn ókrýndi
konungur þeirra, Sveinn bóndi
Jónsson á Egilsstöðum. Buðu
þeir Strandamenn velkomna til
Fljótsdalshéraðs. Var nú gest-
um boðið til náttstaða um Jök-
uldal, Jökulsárhlíð og Hróars-
tungu. Öllum leið vel og dáðu
sína gestgjafa, og komu vel
sællegir til síns sætis að
morgni. Ég gisti að Hallfreðar-
stöðum. Fórum við er þar gist-
um ekki varhluta af risnu og
höfðingsbrag gestgjafanna.
Páll Ólafsson var horfinn,
hans brostin brá, en Ijóð hans
voru heima. Kuml Litla-Rauðs
og Jarpar eru í hlaðvarpanum,
og bóndinn heldur reisn stað-
arins, að veita gestum sínum
„tárið“ ef þeir vilja. Gestgjaf-
inn ók okkur í veg fyrir bílinn
að þrúnni við Fossvelli. Var nú
haldið sem leið liggur fyrir
heiðarsporð Fljótsdalsheiðar
um Fellin til Lagarfljótsbrúar.
Skiptast þarna á klettaborgir,
kjarri vaxnar, og mýrarsund,
sem og í Hróarstungum.
En þarna eru miklar sauðjarð-
ir, og bændur vel efnaðir.
Við Lagarfljótsbrú, norðan
fljóts var áð. Bílstjórarnir tóku
olíu á bílana og fólkið fékk
sér nesti. Að kunnugra sögn var
langur áfangi framundan, til
Heydala í Breiðdalsvík, 87 km.
Landið austan Lagarfljóts kall-
ast Vellir. Eru þar fyrst Egils-
staðir, sem nú er orðið þorp
með iðnaði og miðstöð Héraðs-
búa og Austfirðinga, auk þess
sem Sveinn bóndi býr þar einu
stærsta búi á Austurlandi.
Leiðin liggur um Ketilsstaði,
þar var sýslumannasetur um
langan aldur. Meðal annarra
var þar Páll Melstað, síðar amt-
maður og þar hefir máske ver-
ið ort vísan:
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
Vatnsenda-Rósa.
Er inn í Skriðdalinn kemur,
þrengist útsýnin. Mest þer þar
á und Múlanum hinu forna
prestssetri, Þingmúla á Skrið-
dal. Leiðin liggur um hóiana,
sem fallið hafa úr fjallinu og
dalurinn hefur hlotið nafn sitt
af. Breiðdalsheiði er lág og
stutt, en niður í Breiðdalinn er
hlíðin brött, sneiðingar krapp-
ir, og fannst því sumum
skammt milli lífs og dauða.
En gifta Strandamanna, örugg
handtök bílstjóranna og for-
sjón almættisins voru þar að
verki, og allt gekk vel.
Er komið var að innsta bæn-
um í dalnum, vék sér heima-
maður að bílunum og óskaði
eftir fari. Kvaðst hann ætla að
vera í fagnaði er okkur yrði
haldinn í samkomuhúsi
hreppsins. Þannig var okkur
fagnað með viðbót eins eða
fleiri af hverjum bæ allt til
Heydala. Er þangað kom var
margt heimamanna fyrir, að
sjá og fagna þessum framandi
búendum af Ströndum norðan.
Var nú sezt að rausnarlegum
veitingum í myndarlegu sam-
komuhúsi Breiðdalshrepps.
Nutum við gestir óblandinnar
ánægju yfir góðum veitingum
og samræðum. Milli þessara
fjarlægu héraða höfðu sjald-
an gefizt tækifæri til kynninga.
Og stundin var fliót að líða.
Fararstjórinn kvað langan veg
enn ófarinn til náttstaða. Nú
var veðrið breytt, komið úr-
hellis regn og fyrsta flokks
austfirzk þoka. Fengum við að
heyra margar sögur um mögn
hennar. Löng fannst okkur
leiðin um Berufjarðarströnd
og kringum fjörðinn til Djúpa-
vogs. En þá fór að létta til
og sást til fjalla sem að sumu
minntu á Vestfjarðafjöllin.
Undir Lónsheiði að vestan
beið okkar innilega glaðvær og
föngulegur hópur Austur-
Skaftfellinga. Eftir að hafa
skipzt á kveðjum, var ferðinni
haldið áfram en okkur var
dreift til gistingar á bæina frá
Lónsheiði til síðustu bæja í
Suðursveit. Hverjum og einum
var afhent einskonar boðskoit,
þar sem á var letrað: „Vel-
komin í sveit okkar,“ gistmg-
arstaður, og dagskrá meðan
dvalið var hjá Búnaðarsam-
bandi A-Skaftfellinga. Nú
skyldi lifað áhyggjulausu lífi,
en nota tímann sér til fróðleiks
og skemmtunar.
Einn Strandamaður er bú-
settur á Höfn, Óskar Helgason
símastjóri mjög vel látinn í
starfi og traustur og áhuga-
samur í öllum menningarmál-
um héraðsins. Er komið var að
Bjarnarnes prestssetri, vatt sér
inn í bílinn rösklegur og mynd-
arlegur maður, ljósrauður á
hár, þó með nokkurn skalla að
framan. Mátti jafnvel halda
þar væri kominn sálnahirðir
þeirra um Lónið og Nesin. En
hér fór sem oftar, villur fer
sá er geta skal. Hér var á ferð
bóndinn í Stóru-Lág. Hann
spyr eftir Guðbrandi á Brodda-
nesi og tveim bændum, sem
ekki voru með frúr sínar og
bauð þá velkomna á heimili
sitt. Beið hann okkar með bíl
sinn. Ekið var heim á vel hús-
aðan og reisulegan bæ. Til
beggja hliða við veginn voru
bylgjandi töðuvellir og lengra
frá sáust dökkgrænir kartöflu-
akrar. Á býli Sigfinns bónda
Pálssonar var land jarðarinn-
ar neðan þjóðvegar, allt rækt-
að töðu og kartöflum. Kýr voru
á beit neðan túnsins á flæði-
engi, þar sem jökulfljótið fell-
ur í hafið, og flæðir þar yfir í
stórstreymi. Þarna leið gest-
unum vel. Mikill myndarbrag-
ur á öllu innanhúss sem
utan. Fjölskyldan greind og
skemmtileg.
Sunnudaginn 16. júní var
brugðið blundi kl. 7 að morgni,
þá var hin rósfingraða
morgungyðja komin hátt á loft
og ók til vesturs. Þokan huldi
austurloftið, en yfir jöklunum
í norðri og vestri var dimmur
þokubakki. Var okkur því lok-
uð sýn til fjallanna.
Að loknum veitingum bauð
Sigfinnur að aka með okkur
um nágrennið, og var stefnt
til kauptúnsins. Höfn stend-
ur á grasi grónum klettahöfð-
um, sem nær fellur að. Þama
er gróðursælt, hlýlegt og fag-
urt um að litast. Innsiglingin
er að sögn vandfarin, en eftir
að inn er komið, úr sundinu, er
sléttur sjór og skipalægi ör-
uggt. Þarna er byggð töluverð
og atvinnuskilyrði góð til lands
og sjávar. Mestar byggingar
voru fiskvinnslustöðvar. Þá var
og verið að ljúka við myndar-
legt félagsheimili, Mánagarð.
Það mun hafa verið rétt eftir
síðustu aldamót, að þess var
getið í fréttum og olli umræð-
um og blaðaskrifum, er Horn-
firðingar reistu undir sama
þaki, kirkju og samkomuhús.
Samkomusalurinn var neðri
hæð, kirkjan efri hæð. Stend-
ur þetta hús enn á áberandi
stað, sem sést vítt að. Nú er
verið að reisa nýja kirkju
heima á prestssetrinu í Bjam-
arnesi. Er umhverfið ólíkt og
stíil hússins annar.
Að afloknum hádegisverði
var samkvæmt áæijlun, ekið
vestur til Suðursveitar, að
Hrollaugsstað ,þar sem land-
náma segir Hrollaug jarlsson
hafa numið land og byggt bæ
sinn.
Er komið var inn í bifreið-
ina voru þar fyrir heimamenn,
til kynninga og leiðbeininga.
Veitti ég þar eftirtekt vörpu-
Framh. á bls. 45.
SAMVINNAN 19