Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Síða 5

Samvinnan - 01.12.1964, Síða 5
KRISTJAN ELDJARN, ÞJÓÐMINJAVÖRÐU R: Stöng í Þjórsárdal - fjölsóttur ferðamannastaður Ef til vill er það að bera í bakkafullan lækinn að fara nú enn einu sinni að skrifa um Stöng í Þjórsárdal, svo mikið og víða sem þegar er búið að rita um það efni. Og þó — satt að segja átti Stöng merk- isafmæli á þessu síðastliðna sumri, því að þá voru 25 ár liðin, frá því að hún og nokkr- ir fleiri Þjórsárdalsbæir fornir voru grafnir upp, því að það var árið 1939, að gerðar voru í Þjórsárdal víðtækustu forn- leifarannsóknir, sem enn hafa farið fram á íslandi. Þátttak- endur voru auk íslendinga fornleifafræðingar frá Ðan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð, en Norðmenn gátu ekki komið því við að taka þátt í rann- sóknunum. Þessi samnorræni leiðangur rannsakaði einnig nokkuð í Borgarfirði, og fannst þar merkilegur fornaldarbær, ísleifsstaðir í Þverárhlíð. Af öllum þeim rústum, sem rannsakaðar voru, vakti Stöng mesta athygli, og það var að sumu leyti verðskuldað, en ekki öllu. Rústirnar þar voru langt- um bezt varðveittar, svo að þar getur nú að líta skýrasta mynd af miðaldabæ, sem nokkurs staðar er að finna á Norður- löndum. En aðrir staðir voru á sinn hátt engu ómerkari, og ber þar einkum að nefna Skelja- staði og Skallakot. Að Skelja- stöðum, undir Skeljafelli í austanverðum Þjórsárdal, hafði verið kirkjustaður hinnar fornu byggðar, og það kom í hlut Matthíasar Þórðarsonar þjóð- minjavarðar að rannsaka minjarnar þar. Með honum var Jón prófessor Steffensen, því að vitað var, að í kirkjugarð- inum var fjöldi beinagrinda, sem geymdust þar ótrúlega vel í þurrum vikrinum, og var þetta hið æskilegasta rann- sóknarefni fyrir prófessor Steffensen, sem þá var að hefja rannsóknir sínar á fornum beinum íslendinga. Eins og kunnugt er, hefur hann haldið þeim rannsóknum áfram fram á þennan dag og lagt fram margar og merkar niðurstöður um mannfræði ís- lendinga. Rannsókn bæjarrúst- anna á Skeljastöðum reyndist erfið og gaf minni árangur en við hefði mátt búast, en kirkju- garðurinn varð þeim mun drýgri, ekki aðeins ómetanleg mannfræðileg heimild, heldur urðu af honum dregnar álykt- anir um íbúafjölda í dalnum, en það atriði kom aftur mjög við sögu í þeim umræðum, sem seinna urðu um aldur byggð- arinnar og hvenær dalurinn hefði eyðzt. Ásamt öðru stuðl- aði sá útreikningur að þeirri niðurstöðu, sem nú má telja ó- yggjandi, að byggð í Þjórsárdal hafi með öllu eyðzt eftir Heklu- gosið 1104, hið fyrsta sem sög- ur greina frá og að líkindum fyrsta gos í Heklu, eftir að land fannst og byggðist. Askan, sem féll í þessu gosi, er hvít líparítaska, sem enn þann dag í dag setur mikinn svip á Þjórs- árdal, en einmitt þetta eðli öskunnar eða vikursins þykir nú órækt merki þess, að gosið hafi orðið eftir óvenjulega langt goshlé. Prófessor Steff- ensen sýndi fram á, að fæð beinagrindanna í kirkjugarð- inum á Skeljastöðum benti ó- tvírætt í þá átt, að ekki hefði getað verið kristin byggð í dalnum nema tiltölulega skamman tíma, því að vitað er um marga bæi í dalnum, en hins vegar engan annan graf- reit. í garðinum á Skeljastöð- um fundust aðeins beinagrind- ur úr 59 manns, tvítugum og eldri. En hér er að vísu hængur á. Nokkur hluti kirkjugarðsins var blásinn niður fyrir grafar- botn, svo að sýnt var, að bein- in mundu eitthvað hafa ó- drýgzt, enda var vitað að menn höfðu einstöku sinnum farið upp að Skeljastöðum til þess að ná sér í mannabein, t. d. til notkunar við nám í líffæra- fræði. Og nú fyrir skemmstu hefur orðið uppskátt um einn slíkan leiðangur, sem virðist hafa verið stórtækari en aðrir, ef rétt er hermt. Sigurður Þór- arinsson hefur sagt frá því í útvarpi fyrir skömmu, að sér hafi tekizt að afla heimilda um, að Eiður sálugi Kvaran og þýzkur maður að nafni Wolf- Rottkay hafi lagt leið sína að Skeljastöðum sumarið 1935 og tekið þar milli 20 og 30 beina- grindur, sem síðan voru fluttar til Greifswald í Þýzkalandi, þar sem Eiður Kvaran vann þá að mannfræðirannsóknum. En Eiður Kvaran lézt skömmu síðar, og von bráðar kom stríð- ið, og rækilega fyrntist yfir þennan atburð, en furða er, að enginn skyldi geta sagt okkur frá þessu, sem gerzt hafði fyr- ir aðeins fjórum árum, þegar við vorum við fornleifarann- sók'nirnar í Þjórsárdal. Ekki virðist Matthías Þórðarson hafa vitað af þessu og sjálf- sagt ekki heldur neinn Hreppa- maður; annars er lítt hugsan- legt, að það hefði ekki borið á góma, þegar farið var að grafa á Skeljastöðum. En þessi tíðindi, þótt sönn reynist, hnekkja alls ekki þeim útreikningi, sem áður var nefndur, um íbúatölu í dalnum að fornu, því að hægt er að fara mjög nærri um, hversu stór hluti af garðinum var eyddur, og þótt þar hafi verið þétt skipað, kemur ekki til mála, að öllu fleira en t. d. 100 fullorðinna manna hafi verið grafnir í Skeljastaðakirkju- garði. Útreikningur Steffensens er því í fullu gildi: Það er trú- legt, að kristin byggð hafi ver- ið í Þjórsárdal kringum eina öld. Svo mörg eru þau orð um Framh. á bls. 41 Grunnteikning af bæjarhúsunum á Stöng. SAMVINNAN 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.