Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 46

Samvinnan - 01.12.1964, Qupperneq 46
Samvinnuféiögin munu Framh. af bls. 27. sama má segja um tilkomu kjörbúðarbílanna sjö síð- ar. Fyrir forgöngu sam- vinnufélaganna hafa nú kjörbúðir breiðst út um allt land að kalla og orðið mörg- um bœjum vendeg búnings- bót og menningarauki. Það er trúa mín að eins verði um kjörbúðarvagn- ana. Samvinnufélögin munu ryðja brautina og kaup- menn nota sér reynsluna á eftir svo sem var með kjör- búðimar. Fyrir rúmlega 50 árum skrifaði merkur Hafnfirð- ingur spádóm um hvemig umhorfs yrði í Hafnarfirði eftir 100 ár. Eitt af því, sem hann spáði var þetta: Þá munu engar verzlanir þríf- ast nema samvinnuverzlan- ir, sem fólkið á sjálft. Miðað við þá þróun, sem orðið hefir til þessa mœtti ætla að hann yrði sann- spár. sagt heimasætum og vinnu- lconum, að ef þeim þætti dægr- in löng, skyldu þær leggja leið sína í Kambstún. Að Hrollaugsstað var margt héraðsmanna fyrir, er fagnaði ferðalöngunum, og rausnar- leg veizla var þar gjörð með söng, ræðum og ýmsum gleð- skap. Eins og að framan getur, nam þarna land Hrollaugur sonur Rögnvalds jarls af Mæri. En þeim syni sínum spáði hann giftu og ætt hans. „Hefir þú það skap, er engin styrjöld fylgir.“ „Munu vegir þínir liggja til íslands, muntu þar göfugur þykja á því landi og verða kynsæll. Eru hér forlög þín.“ Reyndist þetta sann- mæli, því margt göfgra manna var frá honum komið, meðal þeirra Hallur af Síðu, er mest- ur var mannkostamaður og höfðingi sinnar samtíðar. Þarna var fæddur og upp- fóstraður Jón Eiríksson konfer- ensráð, einn af merkustu mönn- um þess tímabils, er endur- reisn íslenzku þjóðarinnar hófst. Þama voru einhversstað- ar harðsporar Þórbergs Þórðarsonar, er hann minnist frá æskuárunum í Suðursveit. Þarna skammt frá er Kálfa- fellsstaður, gamalt prestsset- ur. Eftir frábærar veitingar og skemmtilegar ræður og sam- ræður, var hófi þessu slitið og haldið t.il náttstaða. 1 sambandi við hinar alúðlegu og rausnar- legu móttökur Hornfirðinga og allra annarra, skal þess getíð, að hvergi var eins vel skipu- lögð öll móttaka sem þar. Má þar meðal annars geta þess, að við veizluborðið var heima- mönnum skipað annars vegar en gestunum hins vegar, með því var auðveldara að ræða saman. Er þesi háttur mjög góður. Að morgni 17. júní skyldu menn verða miög árla uppi. Dirfðist enginn annað en að hlýða þeim fyrirmælum þótt seint væri gengið til náða. Því við aukin kynni losnaði um tungutak og hugsun. Eftir góð- ar veitingar fylltu húsfreyjum- ar töskur okkar með mat. Þær höfðu heyrt að haldið yrði án viðkomu norður í Fljótsdals- hérað, og myndi ei komið til náttstaða fyrr en að kvöldi. Áður en Sigfinnur bóndi ók okkur af stað, kvað hann það ekki sæmandi að við sæjum ekki Hornfirzkan hest. Leiddi hann út 4 vetra stóðhest, brún- an, mjög fallegan, er hann kvað vera myndi með fallegri stóð- hestum. Á Almannaskarði var numið staðar. Af þeim sjónarhól kvað Ögmundur Sigurðsson að feg- urst væri að sjá vestur um Hornafjörð og nærsveitir í björtu veðri. Litirnir fegurstir, línurnar mýkstar. Andstæður íslenzkrar náttúru jafna skýr- astar. Sá, sem þangað kæmi, sæi þar allt ísland. Þótt við sæjum ekki jöklana, geymum við hina fögru mynd láglend- isins ógleymanlega í hugum okkar. Margir fyrirmenn Búnaðar- sambandsins fylgdu okkur austur á Lónsheiði. Minning- arnar um dvöl okkar, meðal þessara fjarlægu landa og stéttasystkina, verður munuð meðan við lifum. Með okkur austur til Djúpa- vogs var bændahöfðinginn og hérja.ðshöfðinginn Sigurður Jónsson á Stafafelli. Hann var nú líka meðal frænda, og sjálf- ur telur hann sig að hálfu Strandamann, þar eð hann er sonur séra Jóns prófasts Jóns- sonar frá Melum í Hrútafirði. Nú var bjart í lofti og skein sól á hyrnur og fjallahnjúka. Þar bar mest á Búlandstindi, rismiklum og stoltum. Undir- lendi er þarna lítið, nema inn í fjarðarbotnunum. Sauðfjár- hagar virðast þar góðir, og þá að sögn eigi síðri, er dregur inn til dalanna og upp á há- lendið. í Breiðdalnum og Breið- dalsvíkinni er undirlendi mest og góð skilyrði til ræktunar. En hér mun sem víðar að tor- leiðir standa í vegi fyrir fram- förum, en nú kvað allt standa til bóta. Austfirðir hafa haft sín framfaraskilyrði í góðum fiskimiðum og góðum innsigl- ingum á firðina, sem margir hverjir hafa góðar hafnir. Nú var ekki numið staðar í Hey- dölum, en mörg okkar hafa máske hugsað sem Hebrear forðum um Abraham sinn for- fö'öur. Á Heydölum sat séra Einar skáld Sigurðsson, sem er ættfaðir margra okkar. Um aldamótin 1700 voru f jórir uán- ir niðjar hans þjónandi presfar í Strandasýslu. Við innstu bæi í Skriðdal, mættu okkur Vallamenn, Skrið- og Fljótsdælingar, og buðu til náttstaða vítt og breitt um héraðið. Var þar sem til gamalkunna vina að koma. Þarna munu góðar jarðir til ræktunar og landrými, einkum inn í dölunum og fram í öræf- Húsmæður - athugið að WESTINGHOUSE ísskápurinn rúmar 17.5 kg. í frystihólfi og 7.5 kg. í frystiskúffu Vandlátir velja WESTINGHOUSE SÍS VÉLADEILD 46 SAMVINNAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.