Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 15
Þjónusta batnar — umsetning vex Hér í ritinu hefur nokkrum sinnum að undanförnu verið sagt frá þeirri hreyfingu í samvinnumálum þjóða, sem okkur eru skyldastar og að ýmsu nákomnastar, að sam- eina smá kaupfélög í stór og með því móti koma við hag- ræðingu í vinnubrögðum og aukinni tækni. Allar fréttir sem berast af þessu eru á eina lund: félögin verða sterkari, þjónusta batnar, umsetning vex, reksturinn verður hag- stæðari og félagsmönnum fjölg ar. Hér á landi eru nú hafnar umræður, er hníga í svipaða átt, og eru þó aðeins á byrj- unarstigi. Samt hefur þess orðið vart, að menn bera nokk- urn ugg í brjósti vegna þeirra og óttast að gera eigi einhverja gjörbyltingu í skipulagi kaup- félaganna, sem hvorki sé fram- kvæmanleg, eða æskileg. Slíkur uggur er eðlilegur, á meðan málin hafa ekki verið rædd nema lítið og örðugleikar á sams konar breytingum hér og í þéttbýlum löndum með góðar samgöngur, augljósir. Hin mörgu smáu kaupfélög hér á landi eiga sér að baki merki- lega sögu. Vegna fámennisins eru félögin miklu persónulegri samtök, en víða annars stað- ar, þótt nútíma þjóðfélagshætt- ir slétti óðum yfir persónuleik- ann í þeim efnum, eins og svo mörgum öðrum. Enginn efi er á því, að þetta mál þarf mikillar og nákvæmr- ar athugunar og það er höfuð- nauðsyn, að menn velti því fyr- ir sér og ræði það hleypidómalaust. En hitt getur hins vegan ekki verið neinn vafi, að margt af því, sem til stórra umbóta horfir hjá nágrönnum okkar og reynsla er fengin fyrir að gefst vel, hlýtur að lúta sömu lög- málum hér í stórum dráttum, þótt svo aðstaða sé allt önnur og fara verði ef til vill aðrar leiðir að sama marki. Staðhættir á íslandi: vog- skorið fjallaland og víða sæ- bratt, sundurskilið af stórum fjallgörðum og háum heiðum, skapa örðugleika í þessum efnum sem taka verður fullt tillit til. Hins vegar mega menn ekki láta slíka örðugleika hræða sig frá að ræða málið. Engum dettur í hug nein bylt- Kaupfélag Hafnfirðinga, sem kynnt er hér í heftinu, hóf þá nýbreytni í verzlunarþjónustu 1962, að taka í notkun svo- nefnda kjörbúðarvagna. Þeir hafa lengi verið í notkun í ýmsum löndum og gefið góða raun til þess að veita þjónustu á þeim stöðum, bæði í borgum og dreifbýli, sem erfiðasta að- stöðu hafa til venjulegrar verzlunarþ j ónustu. Kjörvagnarnir hafa jreynzt vel í Hafnarfirði og þessarri nýbreytni verið vel tekið, bæði af bæjaryfirvöldum og fólkinu í kaupstaðnum. Flestir-líta að vísu á vagnana einungis sem bráðabirgða lausn á vanda fólksins. Þó er það svo, að þeir eru engin neyðarúrlausn. Þeir eru mjög vel útbúnir, hvað snertir hreinlæti og i þá kemst ótrúlegur fjöldi vörutegunda og þess alls, sem heimilin þurfa til daglegra nota. Að beztum og mestum notum koma þeir í út- jöðrum kaupstaða, borga og kauptúna, sem vaxa ört og þar sem fólkið á langt að sækja í búðir, eða býr við mjög lélega verzlunarþjónustu. Enginn efi er á því, að þeir geta líka átt við í sveitum. Þar eru nú sem ing í skipulagsbreytingum. Hitt er augljóst, að allt sem hægt er að gera til þess að styrkja að- stöðu félaganna og efla þau, er til gagns. Höfuðeinkenni nútíma þjóðfélaga er sívaxandi hagræðing, stærri en færri ein- ingar á öilum sviðum, svo kom- ið verði við tækni og kunnáttu sem nýtist til fulls. Litlar fé- lagslegar einingar hafa vissu- lega sína kosti og í þeim geta oft og tíðum verið fólgin per- sónuleg verðmæti, sem hætt er við að glatist. En sú hætta blasir við, ekki síður hér á landi en annars staðar, að litlu einingarnar malist undir skó- hæl hinna stóru. Er þá ekki einungis átt við samvinnufé- Framh. á bls. 43. óðast að myndast smáþorp, með skiptingu jarða, iðnaði í smáum stíl, gróðurhúsaræktun, skólum o. fl. Á slíkum stöðum yrði kjörbúðarvagn áreiðanlega vel þegin þjónusta. Nú hefur KRON í Reykja- vík haldið í slóð Kaupfélags Hafnfirðinga og tekið kjör- vagna í notkun í Kópavogi. Þar urðu, til að byrja með nokkrar tafir á starfrækslu Lítið dæmi Á það hefur nokkrum sinn- um verið bent hér í Samvinn- unni, að ein helzta lausn á miklum vanda dreifbýlisins, vegna fólksfæðar og samkeppni við borgir og bæi, hljóti að vera aukin samvinna og samhjálp í einhverri mynd. Fyrir nokkr- um vikum kom ég á sveitaheim- ili, þar sem er meðalstórt, gott bú en takmarkaður vinnukraft- ur og véltækni. Þá stóð svo á, að verið var að aka húsdýra- áburði á tún og í flög. Vélar höfðu verið fengnar til láns. vagnanna, vegna smávegis á- rekstrar við yfirvöldin, en það mál var leyst fljótt og sæmi- lega vel. Þar eru að vísu þau skilyrði sett fyrir notkun þeirra, að þeir séu staðssttir í ákveðinni fjarlægð frá næstu verzlun. Þessi skilyrði eru með öllu óviðeigandi, þar sem fólk- ið á vitanlega að hafa fullt frelsi til að verzla, hvar sem því sýnist, og engin ástæða til að gera húsmæðrunum erfið- ara fyrir með slíkum ákvæð- um. Á Seltjarnarnesi hefur KRON þreifað fyrir sér um leyfi til að ve'ta verzlunarþjónustu með kjörvagni. Þar strandaði mál- ið í bráðina á ástæðulausum skilyrðum yfirvaldanna, skil- yrðum sem hvergi þekkjast hjá öðrum menningarþjcðum. Kemur það harðast niður á heimilunum og þá fyrst og fremst húsmæðrunum, sem þjónustunnar hefðu notið. Verður það mál efalaust leyst á næstunni eins og hjá ná- grönnum þeirra í Kópavogi. En óneitanlega veitist mörgum erfitt að skilja, að yfirvöldin á hverjum stað og hverjum tíma, skuli ekki taka allri nýbreytni, sem orðið getur heimilunum til gagns og nytsemdar opnum örmum, og þau skuli ekki gera allt sem í þeirra valdi stendur til að greiða fyrir slíkum hlut- um. — stórt mál Nágrannabóndi kom með sín tæki og á einum degi var með léttu móti, vegna samhjálpar og samvinnu, afkastað miklu verki og málið þar með úr sög- unni. Þetta var gleðilegt dæmi, þótt smátt væri, um það, hvern- ig leysa ber slíkan og þvílíkan vanda. Verk, sem tekið hefði bóndann marga daga að vinna, með þeim tækjum einum og vinnukrafti, sem hann réði yf- ir, varð nú leikur einn. Þetta Framh. á bls. 43. NÝ ÞJÓNUSTA SAMVINNAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.