Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 31
segir Hermann Jóns- son á Yzta-Mói, formaður Samvinnufélags Fljótamanna og forustumaður þess frá upphafi Málmey. Þar var ég í fjögur ár. — Og hvernig líkaði þér þar? — Þetta var nokkuð erfitt, Málmey er engin nútíðarbú- skaparjörð. Þar þarf mikils mannafla við, ef vel á að vera. Búskaparár mín þarna voru striðsárin fyrri, en þá voru kol ófáanleg, sem kom sér bagalega því eldiviður er enginn heimafenginn í Málmey, nema dálítið af rekavið. Þarna var sjósóknin aðaltekjulindin. Þarna var þá þríbýli; auk mín bjó þarna tengdafaðir minn og maður sem Rögnvaldur hét, báðir hörkuduglegir menn, fengu mikið úr sjó og voru skyttur góðar. Ég gerði þarna oft út þrjá- fjóra báta að staðaldri, og oft var mann- margt í heimili, í kringum tuttugu oftast nær og fleira á sumrum. Auk sjósóknar- innar stunduðum við auðvit- að landbúskap, bæði með sauðfé og kýr. — Eitthvað hef ég heyrt talað um að álög hafi hvílt á Málmey, samanber þjóð- söguna um konuna þaðan og séra Hálfdán. Geturðu sagt mér nokkuð því viðvíkjandi? — Jú, það var sagt að ekki mættu vera hross í eynni, að ekki mætti fara með byssu á þessum og hinum stað í björgunum, að sömu hjónin mættu ekki búa þar lengur en tuttugu ár í einu. Svo voru álagablettir hingað og þangað, eins og víðar. En aldrei hlekktist mér eða mín- um neitt á þessi ár, sem við vorum þar. — Þú hefur verið meðal Kaupfélagshúsin á Haganesvík, séff af sjó. — Myndirnar með greininni tók Tryggvi Eymundsson. forustumanna Samvinnufé- lags Fljótamanna frá upp- hafi? — Ég hef verið í stjórn þess frá byrjun, formaður frá 1938 og kaupfélagsstjóri 1922—’37. Aðrir kaupfélags- stjórar í Haganesvík hafa verið Björn Búason, Sigurður Jóhannesson, Þormóður Páls- son, Salómon Einarsson, sem var kaupfélagsstjóri hér í sextán ár alls, og loks Helgi Rafn Traustason og Garðar Viborg, núverandi kaupfé- lagsstjóri. — Hvaða fyrirtæki rekur félagið? — Það rekur sölubúð, slát- urhús, frystihús, sem byggt var 1953 og skipaafgreiðslu. Fastir starfsmenn eru þrír, en félagsmenn 70—80. — Hvernig búa menn hér um slóðir? — Þokkalega, held ég, og þannig hefur það jafnan verið, sem sjá má af því, aö í gamla daga sáu Fljótin Hólastóli fyrir fiskmeti. Á þeim tímum, er sulturinn var aldrei langt undan, lifðu menn hvað bezt í þeim sveitum, sem aðgang höfðu að sjó. Annarsstaðar var vor- svelta algeng. Hér stóðu Skagfirðingar sérstaklega vel að vígi, með Drangey í miðj- um firði. Þaðan stunduðu menn útræði og sóttu þangað fugl og egg. Á vorin og sumr- in fóru lestir þaðan um allt hérað, flekkóttar af fugli. — Eru búin hér stór? — Bú hér eru að vísu held- ur lítil, tiltölulega. Þar til fyrir fáum árum höfðu menn að mestu sauðfé, en nú fer nautgriparækt vaxandi og mj ólk er seld til Sauðárkróks, í mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga. Sauðfénu hef- ur þó ekki fækkað áberandi. Svo róa menn á trillubátum í ígripum. — Hvernig eru hafnarskil- yrðin í Haganesvík? — Höfnin er fyrir opnu hafi og útgrynni geysimikið. Við höfum haft litla báta- bryggju og orðið að kosta miklu fé til að halda henni við. Iðulega verður að láta skip fara fyrir, ef þannig stendur á sjó. Samgöngur á landi við Fljótin voru líka lengi erfiðar, en nú hafa þær batnað til mikilla muna. — Hvernig er hagur fé- lagsins og félagsmanna yfir- leitt? — Félagið er ekki stórt, en stendur engu að síður traustum fótum. Gildi þess fyrir okkur Fljótamenn hef- ur verið ómetanlegt. Og þótt ýmislegt sé bændum og sam- vinnumönnum í heild mót- drægt þe si árin, þá þurf- um við engu að kvíða, ef við stöndum — nú sem fyrr — fast saman um samtök okk- ar og baráttumál þeirra. dþ. Samvinnan óóhar öíluim aú t / leóendam ómuun íW /j i [ d (^ieoiie^ra jóla, íi / aró off jnoar. SAMVINNAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.