Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Page 31

Samvinnan - 01.12.1964, Page 31
segir Hermann Jóns- son á Yzta-Mói, formaður Samvinnufélags Fljótamanna og forustumaður þess frá upphafi Málmey. Þar var ég í fjögur ár. — Og hvernig líkaði þér þar? — Þetta var nokkuð erfitt, Málmey er engin nútíðarbú- skaparjörð. Þar þarf mikils mannafla við, ef vel á að vera. Búskaparár mín þarna voru striðsárin fyrri, en þá voru kol ófáanleg, sem kom sér bagalega því eldiviður er enginn heimafenginn í Málmey, nema dálítið af rekavið. Þarna var sjósóknin aðaltekjulindin. Þarna var þá þríbýli; auk mín bjó þarna tengdafaðir minn og maður sem Rögnvaldur hét, báðir hörkuduglegir menn, fengu mikið úr sjó og voru skyttur góðar. Ég gerði þarna oft út þrjá- fjóra báta að staðaldri, og oft var mann- margt í heimili, í kringum tuttugu oftast nær og fleira á sumrum. Auk sjósóknar- innar stunduðum við auðvit- að landbúskap, bæði með sauðfé og kýr. — Eitthvað hef ég heyrt talað um að álög hafi hvílt á Málmey, samanber þjóð- söguna um konuna þaðan og séra Hálfdán. Geturðu sagt mér nokkuð því viðvíkjandi? — Jú, það var sagt að ekki mættu vera hross í eynni, að ekki mætti fara með byssu á þessum og hinum stað í björgunum, að sömu hjónin mættu ekki búa þar lengur en tuttugu ár í einu. Svo voru álagablettir hingað og þangað, eins og víðar. En aldrei hlekktist mér eða mín- um neitt á þessi ár, sem við vorum þar. — Þú hefur verið meðal Kaupfélagshúsin á Haganesvík, séff af sjó. — Myndirnar með greininni tók Tryggvi Eymundsson. forustumanna Samvinnufé- lags Fljótamanna frá upp- hafi? — Ég hef verið í stjórn þess frá byrjun, formaður frá 1938 og kaupfélagsstjóri 1922—’37. Aðrir kaupfélags- stjórar í Haganesvík hafa verið Björn Búason, Sigurður Jóhannesson, Þormóður Páls- son, Salómon Einarsson, sem var kaupfélagsstjóri hér í sextán ár alls, og loks Helgi Rafn Traustason og Garðar Viborg, núverandi kaupfé- lagsstjóri. — Hvaða fyrirtæki rekur félagið? — Það rekur sölubúð, slát- urhús, frystihús, sem byggt var 1953 og skipaafgreiðslu. Fastir starfsmenn eru þrír, en félagsmenn 70—80. — Hvernig búa menn hér um slóðir? — Þokkalega, held ég, og þannig hefur það jafnan verið, sem sjá má af því, aö í gamla daga sáu Fljótin Hólastóli fyrir fiskmeti. Á þeim tímum, er sulturinn var aldrei langt undan, lifðu menn hvað bezt í þeim sveitum, sem aðgang höfðu að sjó. Annarsstaðar var vor- svelta algeng. Hér stóðu Skagfirðingar sérstaklega vel að vígi, með Drangey í miðj- um firði. Þaðan stunduðu menn útræði og sóttu þangað fugl og egg. Á vorin og sumr- in fóru lestir þaðan um allt hérað, flekkóttar af fugli. — Eru búin hér stór? — Bú hér eru að vísu held- ur lítil, tiltölulega. Þar til fyrir fáum árum höfðu menn að mestu sauðfé, en nú fer nautgriparækt vaxandi og mj ólk er seld til Sauðárkróks, í mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga. Sauðfénu hef- ur þó ekki fækkað áberandi. Svo róa menn á trillubátum í ígripum. — Hvernig eru hafnarskil- yrðin í Haganesvík? — Höfnin er fyrir opnu hafi og útgrynni geysimikið. Við höfum haft litla báta- bryggju og orðið að kosta miklu fé til að halda henni við. Iðulega verður að láta skip fara fyrir, ef þannig stendur á sjó. Samgöngur á landi við Fljótin voru líka lengi erfiðar, en nú hafa þær batnað til mikilla muna. — Hvernig er hagur fé- lagsins og félagsmanna yfir- leitt? — Félagið er ekki stórt, en stendur engu að síður traustum fótum. Gildi þess fyrir okkur Fljótamenn hef- ur verið ómetanlegt. Og þótt ýmislegt sé bændum og sam- vinnumönnum í heild mót- drægt þe si árin, þá þurf- um við engu að kvíða, ef við stöndum — nú sem fyrr — fast saman um samtök okk- ar og baráttumál þeirra. dþ. Samvinnan óóhar öíluim aú t / leóendam ómuun íW /j i [ d (^ieoiie^ra jóla, íi / aró off jnoar. SAMVINNAN 31

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.