Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1964, Blaðsíða 36
PÁHANINN HEIMSKI Bandarískt ævintýri fyrir börn Einu sinni var páhani, sem var svo hreykinn af stéli sínu, að hann gerði ekkert annað, allan dag- inn, en ganga bíspertur um, þenja stélið og skrækja til að vekja at- hygli á sér. Þegar bónd- inn kallaði „púdd-púdd, púdd-púdd og pá-pá, pá- pá“ sneri haninn upp á sig og lézt ekki heyra það. „Þú ferð nú á mis við sitt af hvoru“, sagði hænan. „Þegar bóndinn kallar „púdd-púdd, púdd púdd og pá-pá, pá-pá,“ er hann að dreifa korn- inu handa okkur.“ „Ég heiti ekki pá-pá,“ sagði páfuglinn dramb- látur. Og hann þandi stélið, teygði úr hálsin- um og skrækti, „ég heiti Fallegt-er stél-hans-eins 'og-sólarupprás-yfir-fjöll -í-morgunþoku. Lærð- irðu það? Vogaðu þér ekki að kalla mig öðru nafni, eða ég hegg úr þér augun.“ „Ég mun aldrei nefna þig öðru nafni,“ lofaði hænan, því hún var hrædd við grimmdarlega nefið á páfuglinum, „aldrei, aldrei, aldrei.“ En rétt í sömu andrá kom refur út úr skógin- um, hremmdi páfuglinn og lagði af stað með hann burt. „Hjálp, hjálp!“ hrópaði páfugl- inn. „Hlauptu til kattar- ins og biddu hann að bjarga mér úr klóm refsins!“ Hænan hljóp eins og fætur toguðu til kattar- ins og sagði: „Flýttu þér, flýttu þér! Refurinn hef- ur rænt Fallegt-er-stél- hans - eins - og - sólar- upprás - yfir - fjöll - í - morgunþoku! „Ha, hverjum?“ spurði kötturinn. „Hver í ósk- öpunum er Fallegt - er - stél - hans - eins - og - sólarupprás - yfir - f jöll - í - morgunþoku?“ „Það er páfuglinn,“ sagði hænan. „Ó, flýttu þér, flýttu þér, flýttu þér! Þetta er nýja nafn- ið hans, og þú mátt ekki nefna hann nokkru öðru.“ „Þvaður,“ sagði kött- urinn um leið og hann stökk ofan af dyra- skyggninu. „En hvað sem öðru líður, er ég of smávaxinn til að berj- ast við ref. Ég verð að finna hundinn.“ „En mundu samt að nefna páfuglinn nýja nafninu hans,“ gaggaði hænan. „Ef þú gerir það ekki, heggur hann úr þér augun.“ „Ég yrði nú ekkert hrifinn af því,“ sagði kötturinn og stefndi brott til að finna hund- inn. Hundurinn lá og svaf í sólskininu. Þegar hann heyrði köttinn koma, spratt hann upp og reisti hárin. „Bíddu, bíddu,“ sagði kötturinn, „nú er ekki stund til að elta mig. Refurinn hefur rænt Fallegt - er - stél - hans - eins - og - sólarupprás - - yfir - fjöll - í - morg- unþoku.“ „Og hver er nú Fallegt - er - stél - hans - eins - og - sólarupprás - yfir - fjöll - í - morgunþoku? spurði hundurinn. „Aldrei hef ég heyrt ann- að eins nafn.“ „Það er nýja nafnið, sem páfuglinn hefur tek- ið sér,“ sagði kötturinn. „Ef þú kallar hann ann- að, heggur hann úr þér augun.“ „Jæja,“ sagði hundur- inn, „ekki langar mig til að láta höggva úr mér augun, en allt um það eyði ég ekki tíma mínum í að bjarga fugli sem ber svona langt nafn. Ég fer og sæki bóndann.“ Og hann þaut til bónd- ans, sem var að snúa heyi. „Húsbóndi, hús- bóndi!“ geltihann. „Ref- urinn hefur rænt Fallegt - er - stél - hans - eins - og - sólarupprás - yfir - fjöll - í - morgunþoku.“ „Hvað sagðirðu?“ spurði bóndinn því hann var farinn að tapa heyrn. „Hverjum hefur refur- inn rænt?“ Framh. á bls. 45. Vildirffu eiga langt og hljómmikiff nafn? Þá skaltu lesa söguna um páhanann, sem ákvaff að skipta um nafn. 36 SAMVINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.